Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2025 17:30 Fimm konur og fimm karlar, þar af fimm þingmenn og fimm sem ekki eiga sæti á þingi, hafa einna helst verið nefnd sem hugsanlegir arftakar Bjarna Benediktssonar í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Vísir Nokkur nöfn hafa verið nefnd þegar talið berst að hugsanlegum arftaka Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni tilkynnti í dag að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri á næsta landsfundi flokksins, en hann hefur verið formaður í tæp sextán ár og er einn þaulsetnasti formaður Sjálfstæðisflokksins í sögunni. Sjálfstæðismenn bæði innan og utan þingflokksins hafa verið orðaðir við embættið. Formannskjör fer fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem áætlanir gera ráð fyrir að fari fram í febrúar næstkomandi. Hins vegar hefur verið uppi opinber orðrómur um að til greina komi að fresta landsfundi og enn sem komið er óljóst hvernig það fer. Eitt er víst að ekki eru allir á sama máli um það hvort fresta skuli landsfundi eða ekki. Allir úr ráðherrahópi flokksins verið nefndir Fjórir ráðherrar úr ríkisstjórn Bjarna sem lét af störfum fyrir jól hafa verið orðaðir við formannsframboð. Þá hafa nokkrir aðrir úr þingliðinu verið nefndir til sögunnar. Varaformaðurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki vilja ræða mögulegt formannsframboð að svo stöddu. Dagurinn í dag eigi að hennar mati fremur að snúast um ákvörðun Bjarna um að láta gott heita en Þórdís hefur ítrekað sagst tilbúin til að taka við forystu í flokknum ef til þess kæmi. „Ég hef alveg verið opin með það í töluverðan tíma að ég væri tilbúin að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina. Það er svo sem óbreytt,“ sagði Þórdís í samtali við Vísi fyrr í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur einnig verið sterklega orðuð við formannsframboð. Hún hefur að undanförnu þótt dugleg við að rækta bakland sitt í flokknum, hefur haldið viðburði og fundi, skrifað greinar og svo mætti áfram telja. Áslaug hefur ekki gefið færi á viðtali í dag en í færslu á Facebook segir hún ákvörðun Bjarna vera stórtíðindi. „Frá því ég steig mín fyrstu skref í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni verið mér mikilvægur félagi, vinur og leiðtogi. Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum og fyrir það verð ég alltaf þakklát,” skrifar Áslaug meðal annars. Áslaug hefur verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2016 og hefur áður gegnt hlutverki í forystu flokksins en hún var ritari flokksins frá 2015 þar til hún tók fyrst við ráðherraembætti árið 2019. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur sýnt áhuga á formannsembættinu í verki en hann laut í lægra haldi í formannskjöri gegn Bjarna á síðasta landsfundi flokksins árið 2022. Guðlaugur Þór á marga stuðningsmenn innan flokksins en hann sækir ákveðið kjarnafylgi til annarra hópa innan flokksins en þær Áslaug og Þórdís, sem segja má að njóti báðar meiri stuðnings meðal stuðningsfólks Bjarna. Guðlaugur Þór og Áslaug Arna hafa jafnframt mæst í hörðum innanflokksslag í prófkjörsbaráttu í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 2021. Í færslu á Facebook í dag gefur Guðlaugur Þór ekkert upp um það hvort hann ætli að gefa kost á sér á næsta landsfundi. Hann hins vegar hrósar Bjarna, sem hann segir vera „einn öflugasti forystumaður þjóðarinnar á okkar tímum“ fyrir sín störf. Bjarni sé „skemmtilegur félagi og hrókur alls fagnaðar.“ Í viðtali við Vísi fyrr í dag vildi Guðlaugur ekkert gefa upp um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns. Hann segist þó hugsa um það og að fólk hafi komið að máli við sig. Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í Suðurkjördæmi er sú úr fyrrverandi ráðherraliði flokksins sem hefur hvað stysta reynslu af þingstörfum. Hún hefur engu að síður verið orðuð við framboð og líkt og aðrir fyrrverandi ráðherrar í þingliði flokksins hefur Guðrún ekki útilokað neitt í þeim efnum. Hún hefur ekki svarað símtölum fréttastofu til þessa í dag. Aðrir þingmenn koma einnig til greina Ekki þykir heldur útilokað að aðrir þingmenn flokksins gefi kost á sér til forystu. Þar hefur nýkjörinn þingmaður flokksins úr Norðausturkjördæmi, Jens Garðar Helgason, einna helst verið orðaður við formannsembættið. Ólíkt þeim sem hér á undan hafa verið nefndir hefur Jens Garðar ekki gegnt þingmennsku áður en hann hefur í áratugi verið virkur í innra starfi og grasrót flokksins. Hvoru tveggja telja sumir vera kost fyrir nýjan formannskost, einkum þeir sem vilja sjá meiri endurnýjun í forystunni. Jens Garðar hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag. Jens Garðar hefur gegnt ýmsum hlutverkum innan Sjálfstæðisflokksins, meðal annars sem formaður atvinnuveganefndar, formaður fjármálaráðs flokksins og á sem slíkur sæti í miðstjórn flokksins.vísir/ívar Sú ákvörun Bjarna að hætta ekki aðeins sem formaður heldur einnig á þingi hefur það í för með sér að fyrsti varamaður á lista í Suðvesturkjördæmi, Jón Gunnarsson, tryggir sér sæti á Alþingi en hann náði ekki kjöri í kosningunum í nóvember. Jón, sem hefur áður gegnt ráðherraembættum fyrir flokkinn, sagði við Vísi í dag að hann hyggist taka þingsætið og útilokaði sjálfur ekki heldur að gefa kost á sér til formanns. Hann hafi þó ekki leitt hugann að því. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður hefur ekki sýnt formannsembætti áhuga opinberlega en hún þykir hafa staðið sig með prýði í hlutverki þingflokksformanns. Hildur sagði í samtali við fréttastofu í dag að þingflokknum hafi verið brugðið þegar Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. „Þetta var um margt sorgleg stund,“ sagði Hildur sem segist ekki íhuga formannsframboð að svo stöddu. Meðal annarra þingmanna flokksins sem komast á blað hjá veðmálafyrirtækinu Epicbet yfir hugsanlega formenn eru Ólafur Adolfsson, nýkjörinn þingmaður flokksins og oddviti í Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurþingmaðurinn Diljá Mist Einarsdóttir. Stuðlarnir á þau tvö eru þó öllu lægri eins og stendur en á fyrrverandi ráðherra flokksins. Reynsluboltar utan þingmannahópsins Nokkur nöfn hafa einnig borist í tal sem ekki tilheyra núverandi þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ber þar einna helst að nefna bæjarstjórana í Kópavogi og í Ölfusi, Elliða Vignisson og Ásdísi Kristjánsdóttur. Elliði sagðist í samtali við Vísi í dag aldrei hafa gefið kost á sér til forystu í flokknum og hann hafi ekki haft hug á því til þessa. Hann sagði hins vegar að nú væru mikil tækifæri framundan fyrir flokkinn og hann muni leggja sitt af mörkum. Hann var hins vegar nokkuð óræður í svörum um það hvort formannsframboð komi til greina. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur oft verið nefnd í þessu samhengi en hún hefur til þessa ekki sagst vera að íhuga formannsframboð. Ekki hefur hins vegar náðst í Ásdísi í síma í dag og óvíst að svo stöddu hvort ákvörðun Bjarna hafi orðið til þess að hún íhugi framboð. Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri í Kópavogi.vísir/vilhelm Aðrir sem einnig hafa verið nefndir til sögunnar eru Halldór Benjamín Þorbergsson, forseti fasteignafélagsins Heima og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is. Þótt hér hafi verið rakin nokkur þeirra nafna sem helst hafa verið nefnd í umræðunni um hugsanlega arftaka Bjarna Benediktssonar er ekki útilokað að fleiri komi til sögunnar þegar fram líða stundir og mun fréttastofan halda áfram að fylgjast með nýjum vendingum í hugsanlegu formannskapphlaupi sem framundan er í Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Fréttaskýringar Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Formannskjör fer fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem áætlanir gera ráð fyrir að fari fram í febrúar næstkomandi. Hins vegar hefur verið uppi opinber orðrómur um að til greina komi að fresta landsfundi og enn sem komið er óljóst hvernig það fer. Eitt er víst að ekki eru allir á sama máli um það hvort fresta skuli landsfundi eða ekki. Allir úr ráðherrahópi flokksins verið nefndir Fjórir ráðherrar úr ríkisstjórn Bjarna sem lét af störfum fyrir jól hafa verið orðaðir við formannsframboð. Þá hafa nokkrir aðrir úr þingliðinu verið nefndir til sögunnar. Varaformaðurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki vilja ræða mögulegt formannsframboð að svo stöddu. Dagurinn í dag eigi að hennar mati fremur að snúast um ákvörðun Bjarna um að láta gott heita en Þórdís hefur ítrekað sagst tilbúin til að taka við forystu í flokknum ef til þess kæmi. „Ég hef alveg verið opin með það í töluverðan tíma að ég væri tilbúin að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina. Það er svo sem óbreytt,“ sagði Þórdís í samtali við Vísi fyrr í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur einnig verið sterklega orðuð við formannsframboð. Hún hefur að undanförnu þótt dugleg við að rækta bakland sitt í flokknum, hefur haldið viðburði og fundi, skrifað greinar og svo mætti áfram telja. Áslaug hefur ekki gefið færi á viðtali í dag en í færslu á Facebook segir hún ákvörðun Bjarna vera stórtíðindi. „Frá því ég steig mín fyrstu skref í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni verið mér mikilvægur félagi, vinur og leiðtogi. Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum og fyrir það verð ég alltaf þakklát,” skrifar Áslaug meðal annars. Áslaug hefur verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2016 og hefur áður gegnt hlutverki í forystu flokksins en hún var ritari flokksins frá 2015 þar til hún tók fyrst við ráðherraembætti árið 2019. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur sýnt áhuga á formannsembættinu í verki en hann laut í lægra haldi í formannskjöri gegn Bjarna á síðasta landsfundi flokksins árið 2022. Guðlaugur Þór á marga stuðningsmenn innan flokksins en hann sækir ákveðið kjarnafylgi til annarra hópa innan flokksins en þær Áslaug og Þórdís, sem segja má að njóti báðar meiri stuðnings meðal stuðningsfólks Bjarna. Guðlaugur Þór og Áslaug Arna hafa jafnframt mæst í hörðum innanflokksslag í prófkjörsbaráttu í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 2021. Í færslu á Facebook í dag gefur Guðlaugur Þór ekkert upp um það hvort hann ætli að gefa kost á sér á næsta landsfundi. Hann hins vegar hrósar Bjarna, sem hann segir vera „einn öflugasti forystumaður þjóðarinnar á okkar tímum“ fyrir sín störf. Bjarni sé „skemmtilegur félagi og hrókur alls fagnaðar.“ Í viðtali við Vísi fyrr í dag vildi Guðlaugur ekkert gefa upp um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns. Hann segist þó hugsa um það og að fólk hafi komið að máli við sig. Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í Suðurkjördæmi er sú úr fyrrverandi ráðherraliði flokksins sem hefur hvað stysta reynslu af þingstörfum. Hún hefur engu að síður verið orðuð við framboð og líkt og aðrir fyrrverandi ráðherrar í þingliði flokksins hefur Guðrún ekki útilokað neitt í þeim efnum. Hún hefur ekki svarað símtölum fréttastofu til þessa í dag. Aðrir þingmenn koma einnig til greina Ekki þykir heldur útilokað að aðrir þingmenn flokksins gefi kost á sér til forystu. Þar hefur nýkjörinn þingmaður flokksins úr Norðausturkjördæmi, Jens Garðar Helgason, einna helst verið orðaður við formannsembættið. Ólíkt þeim sem hér á undan hafa verið nefndir hefur Jens Garðar ekki gegnt þingmennsku áður en hann hefur í áratugi verið virkur í innra starfi og grasrót flokksins. Hvoru tveggja telja sumir vera kost fyrir nýjan formannskost, einkum þeir sem vilja sjá meiri endurnýjun í forystunni. Jens Garðar hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag. Jens Garðar hefur gegnt ýmsum hlutverkum innan Sjálfstæðisflokksins, meðal annars sem formaður atvinnuveganefndar, formaður fjármálaráðs flokksins og á sem slíkur sæti í miðstjórn flokksins.vísir/ívar Sú ákvörun Bjarna að hætta ekki aðeins sem formaður heldur einnig á þingi hefur það í för með sér að fyrsti varamaður á lista í Suðvesturkjördæmi, Jón Gunnarsson, tryggir sér sæti á Alþingi en hann náði ekki kjöri í kosningunum í nóvember. Jón, sem hefur áður gegnt ráðherraembættum fyrir flokkinn, sagði við Vísi í dag að hann hyggist taka þingsætið og útilokaði sjálfur ekki heldur að gefa kost á sér til formanns. Hann hafi þó ekki leitt hugann að því. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður hefur ekki sýnt formannsembætti áhuga opinberlega en hún þykir hafa staðið sig með prýði í hlutverki þingflokksformanns. Hildur sagði í samtali við fréttastofu í dag að þingflokknum hafi verið brugðið þegar Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. „Þetta var um margt sorgleg stund,“ sagði Hildur sem segist ekki íhuga formannsframboð að svo stöddu. Meðal annarra þingmanna flokksins sem komast á blað hjá veðmálafyrirtækinu Epicbet yfir hugsanlega formenn eru Ólafur Adolfsson, nýkjörinn þingmaður flokksins og oddviti í Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurþingmaðurinn Diljá Mist Einarsdóttir. Stuðlarnir á þau tvö eru þó öllu lægri eins og stendur en á fyrrverandi ráðherra flokksins. Reynsluboltar utan þingmannahópsins Nokkur nöfn hafa einnig borist í tal sem ekki tilheyra núverandi þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ber þar einna helst að nefna bæjarstjórana í Kópavogi og í Ölfusi, Elliða Vignisson og Ásdísi Kristjánsdóttur. Elliði sagðist í samtali við Vísi í dag aldrei hafa gefið kost á sér til forystu í flokknum og hann hafi ekki haft hug á því til þessa. Hann sagði hins vegar að nú væru mikil tækifæri framundan fyrir flokkinn og hann muni leggja sitt af mörkum. Hann var hins vegar nokkuð óræður í svörum um það hvort formannsframboð komi til greina. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur oft verið nefnd í þessu samhengi en hún hefur til þessa ekki sagst vera að íhuga formannsframboð. Ekki hefur hins vegar náðst í Ásdísi í síma í dag og óvíst að svo stöddu hvort ákvörðun Bjarna hafi orðið til þess að hún íhugi framboð. Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri í Kópavogi.vísir/vilhelm Aðrir sem einnig hafa verið nefndir til sögunnar eru Halldór Benjamín Þorbergsson, forseti fasteignafélagsins Heima og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is. Þótt hér hafi verið rakin nokkur þeirra nafna sem helst hafa verið nefnd í umræðunni um hugsanlega arftaka Bjarna Benediktssonar er ekki útilokað að fleiri komi til sögunnar þegar fram líða stundir og mun fréttastofan halda áfram að fylgjast með nýjum vendingum í hugsanlegu formannskapphlaupi sem framundan er í Sjálfstæðisflokknum.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Fréttaskýringar Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira