Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Kjartan Kjartansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 6. janúar 2025 15:23 Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir að mörgum þingmönnum hafi verið brugðið þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði að hætta sem formaður og þingmaður í dag. Nokkur tár hafi fallið. Bjarni tilkynnti félögum sínum á þingflokksfundi sjálfstæðismanna í dag að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins og að hann ætlaði ekki að taka sæti á Alþingi. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokksins, segir ákvörðunina hafa komið sér persónulega á óvart og að mörgum þingmönnum hafi verið brugðið við hana, ekki síst vegna þess að þetta reyndist síðasti þingflokksfundur Bjarna. „Þannig að það féllu nokkur tár þarna,“ sagði hún í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir fundinn. Einn mesti máttarstólpi íslenskra stjórnmála Um Bjarna sagði Hildur að nú væri að kveðja einn mesti máttarstólpi íslenskra stjórnmála. „Þannig að þetta var um margt erfið stund en líka falleg þar sem við auðvitað bara þökkuðum Bjarna fyrir hans framúrskarandi störf og vináttu í gegnum árin og við munum sakna hans mikið." Íslenskt samfélag hefði notið afskaplega góðs af því hvernig Bjarni hefði unnið síðasta áratuginn eða svo. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann muni einhvern daginn fá að njóta þess,“ sagði hún. Hildur sagðist ekki sjálf íhuga að bjóða sig fram til formanns á landsfundi en gera mætti ráð fyrir spennandi kapphlaupi um embættið. „Sjálfstæðisflokkurinn er heppinn. Mannvalið er mikið. Ég myndi gera ráð fyrir að það séu margir sem kannski hugsi sem svo að þeir geti lagt fram krafta sína,“ sagði hún. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Bjarni tilkynnti félögum sínum á þingflokksfundi sjálfstæðismanna í dag að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins og að hann ætlaði ekki að taka sæti á Alþingi. Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokksins, segir ákvörðunina hafa komið sér persónulega á óvart og að mörgum þingmönnum hafi verið brugðið við hana, ekki síst vegna þess að þetta reyndist síðasti þingflokksfundur Bjarna. „Þannig að það féllu nokkur tár þarna,“ sagði hún í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir fundinn. Einn mesti máttarstólpi íslenskra stjórnmála Um Bjarna sagði Hildur að nú væri að kveðja einn mesti máttarstólpi íslenskra stjórnmála. „Þannig að þetta var um margt erfið stund en líka falleg þar sem við auðvitað bara þökkuðum Bjarna fyrir hans framúrskarandi störf og vináttu í gegnum árin og við munum sakna hans mikið." Íslenskt samfélag hefði notið afskaplega góðs af því hvernig Bjarni hefði unnið síðasta áratuginn eða svo. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann muni einhvern daginn fá að njóta þess,“ sagði hún. Hildur sagðist ekki sjálf íhuga að bjóða sig fram til formanns á landsfundi en gera mætti ráð fyrir spennandi kapphlaupi um embættið. „Sjálfstæðisflokkurinn er heppinn. Mannvalið er mikið. Ég myndi gera ráð fyrir að það séu margir sem kannski hugsi sem svo að þeir geti lagt fram krafta sína,“ sagði hún.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40
Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39
Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent