Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar 6. janúar 2025 11:01 Nú í byrjun árs er gott að líta til baka yfir síðasta ár en horfa jafnframt til framtíðar. Kjaranefnd og stjórn Landsambands eldri borgara unnu mikla vinnu í málefnum sinna félagsmanna á síðasta ári, sérstaklega er snýr að kjaramálum þeirra. Þar má nefna hringferð formanns LEB og formanns kjaranefndar um landið til að heyra hljóðið í félagsmönnum. Helsta umræðuefnið var staðan í kjaramálum og hvað LEB væri að gera. Þessir fundir voru m.a. undirbúningur að kröfugerð LEB ásamt því að undirbúa eftirfylgni fyrir þingkosningarnar sem fram fóru þann 30. nóvember sl. Á öllum fundunum kom skýrt fram að stjórn og kjaranefnd LEB hefðu fullt umboð frá sínu öfluga baklandi. Eldri borgarar eru tilbúnir að berjast fyrir sínum kjörum. Öllum flokkum í framboði til alþingis voru sendar áherslur LEB í kjaramálum. Það kom í ljós að flestir flokkanna höfðu sett inn í sínar stefnuskrár tillögur LEB en mismikið þó. Haldinn var fundur með öllum framboðum sem buðu fram á landsvísu, alls tíu talsins. Fundinum var streymt. Við fengum til liðs við okkur Arnar Pál Hauksson fyrrverandi fréttamann sem stýrði fundinum af festu og öryggi. Það voru um 100 manns sem mættu á staðinn en í streyminu voru um 700 manns. Það var frábært að fá þennan fjölda og sýndi það að mikill áhugi var á að heyra hvað flokkarnir vildu segja við eldri borgara þessa lands. Á fundinum kom greinilega fram að sumir frambjóðendur voru mættir af áhuga á málefninu og komu með skýr markmið og hvað þeir leggðu áherslu á í sinni kosningabaráttu. Aðrir mættu meira af skyldurækni og höfðu fátt fram að færa. Ég tel að þeir sem komu undirbúnir á fundinn og voru með skýra sín á okkar málefnum hafi uppskorið í kosningunum 30. nóvember. Ég skrifaði grein fyrir kosningarnar um kosningaloforð og hvað svo? Því gladdi það mig mjög mikið þegar ég las stjórnarsáttmála nýju ríkistjórnarinnar en þar í áttunda lið er fjallað um málefni eldri borgara: „Með því að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris og stíga stór skref til að uppræta fátækt. Ríkisstjórnin mun hækka örorku- og ellilífeyri á hverju ári til samræmis við hækkun launavísitölu en þó aldrei minna en verðlag. Almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna. Sérstökum hagsmunafulltrúa eldra fólks verður falið að standa vörð um réttindi þess. Bundið verður í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Þá verður gripið til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun“. Þarna eru helstu áherslur Landsamband eldri borgara sem það setti á oddinn í sínum tillögum, og er frábært að sjá þetta í stjórnarsáttmálanum. En það vakna spurningar sem við í kjaranefnd LEB höfum áhuga á að fá svör við. Það kemur fram í stjórnarsáttmálanum að stoppa eigi gliðnunina á milli grunnlífeyris og taxta sem er frábært og löngu tímabært. Er von á að bilið á milli grunnlífeyris og taxta, sem er í dag rúmlega 102.000 kr. muni minnka? Hvað er meint með „frekari aðgerðir til handa þeim verst settu“? Hvenær mun frítekjumarkið vegna vaxtagreiðslna verða að veruleika? Almenna frítekjumarkið, hvernig eru skrefin úr 36.500 í kr. 60.000 tímasett? Ég óska nýrri ríkistjórn góðs gengis og bíð spenntur eftir efndunum. Við í LEB höfum sagt að málefni eldri borgara séu komin á dagskrá og það er svo sannarlega að sjá í stjórnarsáttmálanum. Við hjá kjaranefnd LEB munum fylgja okkar málum eftir og veita nýrri ríkistjórn aðhald á komandi misserum. Með þá von í hjarta fer ég inn í árið 2025 að bjartari tímar séu fram undan, sérstaklega hjá þeim sem minnst mega sín í hópi eldri borgara þessa lands. Höfundur er formaður kjaranefndar LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Eldri borgarar Björn Snæbjörnsson Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í byrjun árs er gott að líta til baka yfir síðasta ár en horfa jafnframt til framtíðar. Kjaranefnd og stjórn Landsambands eldri borgara unnu mikla vinnu í málefnum sinna félagsmanna á síðasta ári, sérstaklega er snýr að kjaramálum þeirra. Þar má nefna hringferð formanns LEB og formanns kjaranefndar um landið til að heyra hljóðið í félagsmönnum. Helsta umræðuefnið var staðan í kjaramálum og hvað LEB væri að gera. Þessir fundir voru m.a. undirbúningur að kröfugerð LEB ásamt því að undirbúa eftirfylgni fyrir þingkosningarnar sem fram fóru þann 30. nóvember sl. Á öllum fundunum kom skýrt fram að stjórn og kjaranefnd LEB hefðu fullt umboð frá sínu öfluga baklandi. Eldri borgarar eru tilbúnir að berjast fyrir sínum kjörum. Öllum flokkum í framboði til alþingis voru sendar áherslur LEB í kjaramálum. Það kom í ljós að flestir flokkanna höfðu sett inn í sínar stefnuskrár tillögur LEB en mismikið þó. Haldinn var fundur með öllum framboðum sem buðu fram á landsvísu, alls tíu talsins. Fundinum var streymt. Við fengum til liðs við okkur Arnar Pál Hauksson fyrrverandi fréttamann sem stýrði fundinum af festu og öryggi. Það voru um 100 manns sem mættu á staðinn en í streyminu voru um 700 manns. Það var frábært að fá þennan fjölda og sýndi það að mikill áhugi var á að heyra hvað flokkarnir vildu segja við eldri borgara þessa lands. Á fundinum kom greinilega fram að sumir frambjóðendur voru mættir af áhuga á málefninu og komu með skýr markmið og hvað þeir leggðu áherslu á í sinni kosningabaráttu. Aðrir mættu meira af skyldurækni og höfðu fátt fram að færa. Ég tel að þeir sem komu undirbúnir á fundinn og voru með skýra sín á okkar málefnum hafi uppskorið í kosningunum 30. nóvember. Ég skrifaði grein fyrir kosningarnar um kosningaloforð og hvað svo? Því gladdi það mig mjög mikið þegar ég las stjórnarsáttmála nýju ríkistjórnarinnar en þar í áttunda lið er fjallað um málefni eldri borgara: „Með því að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris og stíga stór skref til að uppræta fátækt. Ríkisstjórnin mun hækka örorku- og ellilífeyri á hverju ári til samræmis við hækkun launavísitölu en þó aldrei minna en verðlag. Almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna. Sérstökum hagsmunafulltrúa eldra fólks verður falið að standa vörð um réttindi þess. Bundið verður í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Þá verður gripið til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun“. Þarna eru helstu áherslur Landsamband eldri borgara sem það setti á oddinn í sínum tillögum, og er frábært að sjá þetta í stjórnarsáttmálanum. En það vakna spurningar sem við í kjaranefnd LEB höfum áhuga á að fá svör við. Það kemur fram í stjórnarsáttmálanum að stoppa eigi gliðnunina á milli grunnlífeyris og taxta sem er frábært og löngu tímabært. Er von á að bilið á milli grunnlífeyris og taxta, sem er í dag rúmlega 102.000 kr. muni minnka? Hvað er meint með „frekari aðgerðir til handa þeim verst settu“? Hvenær mun frítekjumarkið vegna vaxtagreiðslna verða að veruleika? Almenna frítekjumarkið, hvernig eru skrefin úr 36.500 í kr. 60.000 tímasett? Ég óska nýrri ríkistjórn góðs gengis og bíð spenntur eftir efndunum. Við í LEB höfum sagt að málefni eldri borgara séu komin á dagskrá og það er svo sannarlega að sjá í stjórnarsáttmálanum. Við hjá kjaranefnd LEB munum fylgja okkar málum eftir og veita nýrri ríkistjórn aðhald á komandi misserum. Með þá von í hjarta fer ég inn í árið 2025 að bjartari tímar séu fram undan, sérstaklega hjá þeim sem minnst mega sín í hópi eldri borgara þessa lands. Höfundur er formaður kjaranefndar LEB.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar