Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2025 13:48 Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í París. Liðið mætti Dönum í úrslitaleik en steinlá þar. Getty/Marco Wolf Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, vill sjá lið sitt sýna á HM í þessum mánuði að verðlaunin á Ólympíuleikunum í París voru engin tilviljun. Hann segir Þýskaland með sterkasta liðið í sínum riðli. Þjóðverjar hefja keppni á HM með leik við Pólverja í Herning í Danmörku eftir tíu daga. Þeir mæta svo Sviss og loks Tékklandi. Þrjú efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil, með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Alsír, Túnis), og tvö efstu liðin úr milliriðlinum komast í 8-liða úrslit. „Ég tel okkur vera með sterkasta liðið í riðlinum, án nokkurs vafa. Það hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta í mínum huga,“ sagði Alfreð hreinskilinn á blaðamannafundi í Hamburg í dag. „Fyrsti leikurinn við Pólland verður eins og úrslitaleikur fyrir okkur,“ bætti Alfreð við. Var í siglingu og svaraði ekki Alfreð Alfreð stýrði Þýskalandi til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í ágúst og getur að mestu treyst á hópinn sem hann var með þar. Tveir hafa þó helst úr lestinni, þeir Sebastian Heymann og Jannik Kohlbacher. Alfreð kallaði því í þá Tim Zechel og Lukas Stutzke, en það tók sinn tíma að ná í Zechel sem var í siglingu þegar Alfreð reyndi að ná í hann. „Ég var með þrjú símanúmer hjá honum og reyndi ítrekað en hann svaraði aldrei. Ég talaði síðan við Bennet Wiegert [hjá Magdeburg] sem náði loksins í hann þegar hann kom til hafnar,“ sagði Alfreð. „Sem betur fer var hann bara í Skandinavíu og ekki langt í burtu,“ sagði Alfreð en Zechel fór beint úr skipinu og til móts við þýska liðið í Hamburg. Fjórir veikir en ekkert alvarlegt Fjórir leikmenn hafa hins vegar glímt við veikindi og ekki komið strax til æfinga en Alfreð segir ekkert alvarlegt í því. Um er að ræða Franz Semper, Julian Köster, Renars Uscins og Nils Lichtlein en allir ættu að vera mættir og tilbúnir að æfa á morgun. „Ég taldi betra að menn héldu sig í burtu þar til að þeir væru alveg heilir heilsu,“ sagði Alfreð. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Þjóðverjar hefja keppni á HM með leik við Pólverja í Herning í Danmörku eftir tíu daga. Þeir mæta svo Sviss og loks Tékklandi. Þrjú efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil, með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Alsír, Túnis), og tvö efstu liðin úr milliriðlinum komast í 8-liða úrslit. „Ég tel okkur vera með sterkasta liðið í riðlinum, án nokkurs vafa. Það hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta í mínum huga,“ sagði Alfreð hreinskilinn á blaðamannafundi í Hamburg í dag. „Fyrsti leikurinn við Pólland verður eins og úrslitaleikur fyrir okkur,“ bætti Alfreð við. Var í siglingu og svaraði ekki Alfreð Alfreð stýrði Þýskalandi til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í ágúst og getur að mestu treyst á hópinn sem hann var með þar. Tveir hafa þó helst úr lestinni, þeir Sebastian Heymann og Jannik Kohlbacher. Alfreð kallaði því í þá Tim Zechel og Lukas Stutzke, en það tók sinn tíma að ná í Zechel sem var í siglingu þegar Alfreð reyndi að ná í hann. „Ég var með þrjú símanúmer hjá honum og reyndi ítrekað en hann svaraði aldrei. Ég talaði síðan við Bennet Wiegert [hjá Magdeburg] sem náði loksins í hann þegar hann kom til hafnar,“ sagði Alfreð. „Sem betur fer var hann bara í Skandinavíu og ekki langt í burtu,“ sagði Alfreð en Zechel fór beint úr skipinu og til móts við þýska liðið í Hamburg. Fjórir veikir en ekkert alvarlegt Fjórir leikmenn hafa hins vegar glímt við veikindi og ekki komið strax til æfinga en Alfreð segir ekkert alvarlegt í því. Um er að ræða Franz Semper, Julian Köster, Renars Uscins og Nils Lichtlein en allir ættu að vera mættir og tilbúnir að æfa á morgun. „Ég taldi betra að menn héldu sig í burtu þar til að þeir væru alveg heilir heilsu,“ sagði Alfreð.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira