Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar 5. janúar 2025 12:01 Ég hef í spjalli við ýmsa orðið þess áskynja að sumir trúa lyginni sem haldið hefur verið að fólki árum saman um „áframhald“ aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þannig hefur fólk í Viðreisn, Samfylkingu og aðrir með sambærilega siðferðisvitund hamrað á því að hægt sé að setjast niður í einhverskonar óformlegt kaffispjall við ESB í þeim tilgangi að komast að því „hvað sé í boði“ fyrir Ísland ef landið gengi í sambandið. Þegar þeir svo neyðast í rökræður um hvernig þessu er í raun háttað vísa þeir einatt í að Norðmenn hafi einmitt gert þetta áður. Á sama hátt og að fullyrðingin um „áframhald“ viðræðna er blekking, þá er það líka fals að halda því fram að Ísland geti fetað sömu slóð og Noregur á sínum tíma þar sem ESB breytti inngönguferli umsóknarríkja eftir seinni höfnun Noregs yfir í aðlögunarferli þar sem hvert umsóknarríki aðlagi lög, reglur og stofnanaumhverfi viðkomandi lands að kröfum ESB samhliða viðræðunum. Þannig verði umsóknarríkið búið að innleiða öll lög, allar reglur og allar aðrar kröfur sambandsins í lok viðræðnanna. Í þessu ljósi er önnur kosning almennings á þeim tímapunkti sýndarmennska og blekking. Íslendingar voru svo ólánsamir að fá yfir sig ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 sem sótti um aðild að Evrópusambandinu. Það gerði hún eftir stærstu kosningasvik Íslandssögunnar sem formaður Vinstri grænna, Steingrímur Jóhann Sigfússon, á „heiðurinn“ að. Hann lofaði ítrekað í aðdraganda kosninga að VG myndi aldrei taka þátt í að sækja um aðild að ESB kæmust þeir í ríkisstjórn. Út á þessi loforð fékk hann mjög mörg atkvæði fólks sem annars hefði aldrei kosið flokk hans, en kjósendur voru varla komnir út úr kjörklefanum þegar hnífasettið stóð í baki þeirra. Aðildarviðræður Íslendinga reyndust (eins og margir vissu) vera aðlögunarviðræður og á þeim tíma sem þær stóðu yfir véluðu ráðherrar og embættismenn um umbreytingu Íslands á þeim sviðum sem hverju sinni voru í umræðuferli. Aðlögunarferlið rak svo í rogastans þegar að því kom að gefa eftir stjórn sjávarauðlinda Íslands til skrifstofumanna í Brussel. Auðvitað vissu allir að það væri ein slæmra afleiðinga inngöngu í sambandið, en á þessum tímapunkti hættu blekkingar stjórnarliða að virka og Ísland slapp með skrekkinn þegar aðlögunarumsóknin var sett á ís. Næsta ríkisstjórn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stýrði tók svo að sér að loka endanlega fyrir blekkingaleik fyrri stjórnvalda með afgerandi hætti sem Evrópusambandið átti ekki annars kost en að taka undir. Í ljósi ofanritaðs má öllum vera ljóst að Ísland er ekki umsóknarríki um aðild að ESB. Þannig afhjúpast blekkingarleikur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um að kosið skuli um áframhald viðræðna við sambandið því ekki er hægt að taka upp þráðinn á því sem ekki er til staðar. Það er ekki heldur hægt að kjósa um að „kíkja í pakkann“, heldur þyrfti að sækja að nýju um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem er allt annar hlutur. Þá er með öllu óvíst að aðildarríki ESB kæri sig um aðra slíka umsókn vitandi það að hvorki ríkisstjórn Íslands, Alþingi eða íslenskur almenningur er samstíga um inngöngu. Í raun eru Íslendingar mótfallnir því að binda trúss sitt frekar en orðið er við ríkjasamband ESB vitandi að hagsmunir Íslendinga yrðu þar fyrir borð bornir, en í ljósi þess að mannfjöldi ríkjanna ræður valdahlutföllunum og í ESB eru um 500 milljónir manns á meðan Íslendingar eru innan við 400 þúsund. Íslendingar ættu að einbeita sér að þeim málum sem lagfæra þarf hér innanlands fremur en að steypa þjóðinni í uppnám næstu árin með umræðum um aðildarumsókn að ESB og öllum þeim gífurlega kostnaði sem slíkri umsókn myndi fylgja. Íslendingar eru stolt sjálfstæð þjóð sem þarf ekki að láta segja sér fyrir verkum og verandi utan ríkjabandalags Evrópusambandsins erum við þjóð meðal þjóða og höfum okkar eigin rödd. Höldum áfram að vera sjálfstæð fullvalda þjóð. Áfram Ísland. Höfundur er stoltur Íslendingur og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Högni Elfar Gylfason Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef í spjalli við ýmsa orðið þess áskynja að sumir trúa lyginni sem haldið hefur verið að fólki árum saman um „áframhald“ aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þannig hefur fólk í Viðreisn, Samfylkingu og aðrir með sambærilega siðferðisvitund hamrað á því að hægt sé að setjast niður í einhverskonar óformlegt kaffispjall við ESB í þeim tilgangi að komast að því „hvað sé í boði“ fyrir Ísland ef landið gengi í sambandið. Þegar þeir svo neyðast í rökræður um hvernig þessu er í raun háttað vísa þeir einatt í að Norðmenn hafi einmitt gert þetta áður. Á sama hátt og að fullyrðingin um „áframhald“ viðræðna er blekking, þá er það líka fals að halda því fram að Ísland geti fetað sömu slóð og Noregur á sínum tíma þar sem ESB breytti inngönguferli umsóknarríkja eftir seinni höfnun Noregs yfir í aðlögunarferli þar sem hvert umsóknarríki aðlagi lög, reglur og stofnanaumhverfi viðkomandi lands að kröfum ESB samhliða viðræðunum. Þannig verði umsóknarríkið búið að innleiða öll lög, allar reglur og allar aðrar kröfur sambandsins í lok viðræðnanna. Í þessu ljósi er önnur kosning almennings á þeim tímapunkti sýndarmennska og blekking. Íslendingar voru svo ólánsamir að fá yfir sig ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 sem sótti um aðild að Evrópusambandinu. Það gerði hún eftir stærstu kosningasvik Íslandssögunnar sem formaður Vinstri grænna, Steingrímur Jóhann Sigfússon, á „heiðurinn“ að. Hann lofaði ítrekað í aðdraganda kosninga að VG myndi aldrei taka þátt í að sækja um aðild að ESB kæmust þeir í ríkisstjórn. Út á þessi loforð fékk hann mjög mörg atkvæði fólks sem annars hefði aldrei kosið flokk hans, en kjósendur voru varla komnir út úr kjörklefanum þegar hnífasettið stóð í baki þeirra. Aðildarviðræður Íslendinga reyndust (eins og margir vissu) vera aðlögunarviðræður og á þeim tíma sem þær stóðu yfir véluðu ráðherrar og embættismenn um umbreytingu Íslands á þeim sviðum sem hverju sinni voru í umræðuferli. Aðlögunarferlið rak svo í rogastans þegar að því kom að gefa eftir stjórn sjávarauðlinda Íslands til skrifstofumanna í Brussel. Auðvitað vissu allir að það væri ein slæmra afleiðinga inngöngu í sambandið, en á þessum tímapunkti hættu blekkingar stjórnarliða að virka og Ísland slapp með skrekkinn þegar aðlögunarumsóknin var sett á ís. Næsta ríkisstjórn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stýrði tók svo að sér að loka endanlega fyrir blekkingaleik fyrri stjórnvalda með afgerandi hætti sem Evrópusambandið átti ekki annars kost en að taka undir. Í ljósi ofanritaðs má öllum vera ljóst að Ísland er ekki umsóknarríki um aðild að ESB. Þannig afhjúpast blekkingarleikur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um að kosið skuli um áframhald viðræðna við sambandið því ekki er hægt að taka upp þráðinn á því sem ekki er til staðar. Það er ekki heldur hægt að kjósa um að „kíkja í pakkann“, heldur þyrfti að sækja að nýju um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem er allt annar hlutur. Þá er með öllu óvíst að aðildarríki ESB kæri sig um aðra slíka umsókn vitandi það að hvorki ríkisstjórn Íslands, Alþingi eða íslenskur almenningur er samstíga um inngöngu. Í raun eru Íslendingar mótfallnir því að binda trúss sitt frekar en orðið er við ríkjasamband ESB vitandi að hagsmunir Íslendinga yrðu þar fyrir borð bornir, en í ljósi þess að mannfjöldi ríkjanna ræður valdahlutföllunum og í ESB eru um 500 milljónir manns á meðan Íslendingar eru innan við 400 þúsund. Íslendingar ættu að einbeita sér að þeim málum sem lagfæra þarf hér innanlands fremur en að steypa þjóðinni í uppnám næstu árin með umræðum um aðildarumsókn að ESB og öllum þeim gífurlega kostnaði sem slíkri umsókn myndi fylgja. Íslendingar eru stolt sjálfstæð þjóð sem þarf ekki að láta segja sér fyrir verkum og verandi utan ríkjabandalags Evrópusambandsins erum við þjóð meðal þjóða og höfum okkar eigin rödd. Höldum áfram að vera sjálfstæð fullvalda þjóð. Áfram Ísland. Höfundur er stoltur Íslendingur og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun