Sport

Sigur­björn Bárðar­son tekinn inn í Heiðurs­höll ÍSÍ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurbjörn hélt stutta ræðu eftir að hann var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ.
Sigurbjörn hélt stutta ræðu eftir að hann var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Sigurbjörn Bárðarson er 26. íþróttamaðurinn sem tekinn er inn í heiðurshöll ÍSÍ.

Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Lárus Blöndal, kynnti um valið á kjöri íþróttamanns ársins nú rétt í þessu.

Sigurbjörn er fæddur 2. febrúar árið 1952. Hann fæddist 2. febrúar í Reykjavík og ólst upp í Stangarholti 26. Hann var í Austurbæjarskólanum og varð snemma mjög íþróttalega sinnaður. Fljótt snerist áhuginn að hestamennsku og á hann einn lengsta keppnisferil í fremstu röð sem nokkur íþróttamaður hefur átt á Íslandi. 

Lárus Blöndal klappar fyrir Sigurbirni.Vísir/Hulda Margrét

Sigurbjörn hefur keppt í öllum greinum hestaíþrótta í 57 ár, er margfaldur Íslands- og heimsmethafi í skeiðgreinum, hann hefur 13 sinnum unnið til gullverðlauna á heimsmeistaramótum og unnið 120 Íslandsmeistaratitla. 

Hann var kjörinn íþróttamaður ársins árið 1993 og hefur fimm sinnum verið tilnefndur í hóp tíu efstu í kjörinu um íþróttamann ársins. Hann hefur gegnt starfi landsliðsþjálfara A-landsliðs LH frá árinu 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×