Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. janúar 2025 23:15 Pep í leik dagsins. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN „Nei,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, einfaldlega aðspurður hvort hans liðið væri komið aftur í gírinn eftir 4-1 sigur á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni. Eftir skelfilegt gengi að undanförnu hefur Man City nú unnið tvo leiki í röð og hefði að því virtist getað skorað töluvert fleiri mörk gegn Hömrunum ef vilji hefði verið fyrir hendi. „Það er jákvætt að vinna en við erum enn ekki á sama stað og við vorum, sama hver ástæðan er. Úrslit dagsins hjálpa til en við höfum átt erfitt.“ Brasilíumaðurinn Savinho átti frábæran leik í dag og fór illa með varnarmenn gestanna. Lagði hann upp þrjú af fjórum mörkum leiksins. „Hann var frábær. Hann er einn af fáum ferskum leikmönnum í hópnum. Hann sýndi brot af snilligáfu. Vinnuþrek hans var ótrúlegt en það vantar oft á tíðum ró í leik hans. Við vorum alltaf að flýta okkur,“ sagði Pep um vængmann sinn. „Við höfum átt erfitt uppdráttar undanfarið en það er jákvætt að vinna tvo leiki í röð. Nú eru líka þrír leikir síðan við töpuðum síðast leik. Að eiga erfitt uppdráttar í mánuð eða einn og hálfan á móti átta árum af velgengni er ekki slæmt að mínu mati.“ „Við vorum heppnir með fyrsta markið, þeir voru betri í upphafi leiks og hefðu getað skorað eitt eða tvö mörk. Seinna markið hjálpaði okkur mikið. Það var magnað mark en við vorum samt ekki eins og við eigum að vera,“ sagði Pep að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Eftir skelfilegt gengi að undanförnu hefur Man City nú unnið tvo leiki í röð og hefði að því virtist getað skorað töluvert fleiri mörk gegn Hömrunum ef vilji hefði verið fyrir hendi. „Það er jákvætt að vinna en við erum enn ekki á sama stað og við vorum, sama hver ástæðan er. Úrslit dagsins hjálpa til en við höfum átt erfitt.“ Brasilíumaðurinn Savinho átti frábæran leik í dag og fór illa með varnarmenn gestanna. Lagði hann upp þrjú af fjórum mörkum leiksins. „Hann var frábær. Hann er einn af fáum ferskum leikmönnum í hópnum. Hann sýndi brot af snilligáfu. Vinnuþrek hans var ótrúlegt en það vantar oft á tíðum ró í leik hans. Við vorum alltaf að flýta okkur,“ sagði Pep um vængmann sinn. „Við höfum átt erfitt uppdráttar undanfarið en það er jákvætt að vinna tvo leiki í röð. Nú eru líka þrír leikir síðan við töpuðum síðast leik. Að eiga erfitt uppdráttar í mánuð eða einn og hálfan á móti átta árum af velgengni er ekki slæmt að mínu mati.“ „Við vorum heppnir með fyrsta markið, þeir voru betri í upphafi leiks og hefðu getað skorað eitt eða tvö mörk. Seinna markið hjálpaði okkur mikið. Það var magnað mark en við vorum samt ekki eins og við eigum að vera,“ sagði Pep að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira