Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. janúar 2025 20:46 Þórir kvaddur með stæl. EPA/Liselotte Sabroe Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta, er þjálfari ársins 2024 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. Þá var Þórir kjörinn þjálfari ársins í Noregi. Þóri þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum en hann er einn sigursælasti þjálfari Íslandssögunnar - þó svo að titlar hans hafi komið með kvennalandsliði Noregs. Hann var í 2. sæti kjörsins í fyrra en gerði gott betur í ár og vann með miklum yfirburðum. Þórir hlaut 116 atkvæði á meðan Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, var í 2. sæti með 48 stig og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, var í 3. sæti með 17 stig. Þetta er í þriðja sinn sem Þórir er kjörinn þjálfari ársins en hann hlaut verðlaunin árin 2021 og 2022. Þá hefur hann fjórum sinnum verið í 2. sæti í kjörinu. Þórir þakkaði fyrir sig í gegnum myndband sem birt var.Vísir/Hulda Margrét Þórir hefur ákveðið að hætta með norska kvennalandsliðið og verður ekki annað sagt en hann hafi hætt á toppnum. Vann hann til tveggja gullverðlauna á sínu síðasta ári sem þjálfari liðsins. Þær norsku stóðu uppi sem Ólympíumeistarar í París í ágúst á síðasta ári og í desember bættu þeir Evrópumeistaratitlinum við. Það kemur því ekki á óvart að liðið hafi verið kjörið lið ársins í Noregi. Alls vann norska kvennalandsliðið vann alls 11 gullverðlaun undir stjórn Þóris frá 2009 til 2024. Ekki nóg með að vera kjörinn þjálfari ársins á Íslandi heldur var Þórir einnig kjörinn þjálfari ársins í Noregi. Geri aðrir betur. Alls tóku 24 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu og valdi hver og einn þrjá bestu þjálfara ársins að sínu mati. Fimm stig fengust fyrir efsta sæti, þrjú fyrir 2. sæti og eitt stig fyrir það þriðja. Þjálfari ársins 1. Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta 116 2. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta 48 3. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta 17 4. Alfreð Gíslason, þjálfari karlaliðs Þýskalands í handbolta 15 5. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta 9 6. Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta 6 7. Freyr Alexandersson, þjálfari karlaliðs Kortrijk í fótbolta 5 Íþróttamaður ársins Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Sjá meira
Þóri þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum en hann er einn sigursælasti þjálfari Íslandssögunnar - þó svo að titlar hans hafi komið með kvennalandsliði Noregs. Hann var í 2. sæti kjörsins í fyrra en gerði gott betur í ár og vann með miklum yfirburðum. Þórir hlaut 116 atkvæði á meðan Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, var í 2. sæti með 48 stig og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, var í 3. sæti með 17 stig. Þetta er í þriðja sinn sem Þórir er kjörinn þjálfari ársins en hann hlaut verðlaunin árin 2021 og 2022. Þá hefur hann fjórum sinnum verið í 2. sæti í kjörinu. Þórir þakkaði fyrir sig í gegnum myndband sem birt var.Vísir/Hulda Margrét Þórir hefur ákveðið að hætta með norska kvennalandsliðið og verður ekki annað sagt en hann hafi hætt á toppnum. Vann hann til tveggja gullverðlauna á sínu síðasta ári sem þjálfari liðsins. Þær norsku stóðu uppi sem Ólympíumeistarar í París í ágúst á síðasta ári og í desember bættu þeir Evrópumeistaratitlinum við. Það kemur því ekki á óvart að liðið hafi verið kjörið lið ársins í Noregi. Alls vann norska kvennalandsliðið vann alls 11 gullverðlaun undir stjórn Þóris frá 2009 til 2024. Ekki nóg með að vera kjörinn þjálfari ársins á Íslandi heldur var Þórir einnig kjörinn þjálfari ársins í Noregi. Geri aðrir betur. Alls tóku 24 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu og valdi hver og einn þrjá bestu þjálfara ársins að sínu mati. Fimm stig fengust fyrir efsta sæti, þrjú fyrir 2. sæti og eitt stig fyrir það þriðja. Þjálfari ársins 1. Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta 116 2. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta 48 3. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta 17 4. Alfreð Gíslason, þjálfari karlaliðs Þýskalands í handbolta 15 5. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta 9 6. Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta 6 7. Freyr Alexandersson, þjálfari karlaliðs Kortrijk í fótbolta 5
Íþróttamaður ársins Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Sjá meira