„Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. janúar 2025 14:34 Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti þessa mynd af aðstæðum við Hvítá í gær. mynd/eldfjalla- og náttúruvárhópur suðurlands Flóð vegna klakastíflu í Hvítá við Brúnastaði er að mestu samt við sig miðað við í gærkvöldi og hafa litlar breytingar orðið á svæðinu að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Lögreglan á Suðurlandi, almannavarnir og Veðurstofan fylgjast grannt með stöðu mála. Vatn tók að flæða yfir bakka Hvítár við Brúnastaði á fimmtudaginn vegna klakastíflu sem hefur myndast þar undanfarna daga. Steinunn Helgadóttir, náttúrúvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofunni, segir í samtali við Vísi að miðað við mælingar sé það eina nýja í stöðunni að vatnshæðin hafi farið mjög hægt lækkandi síðan í gærkvöldi. Vatnshæðin sé nú komin rétt fyrir neðan hæð stíflu flóaveitunnar. Enn sé þó gert ráð fyrir að það flæði yfir bakkanna. „Við erum með gulan borða á vefsíðunni þar sem hægt er að fræðast um þetta og líka inni á fréttatilkynningunni okkar í gær. Þar er hægt að opna skýrslu sem var gerð árið 2019, þar sem farið er yfir ýmsar sviðsmyndir um hvað getur gerst. Sumar sviðsmyndirnar eru rosalega ofsafengnar og eru ekki líklegar núna, því það flæðir ekki jafn mikið úr ánni og var gert fyrir í þeirri skýrslu.“ Hún tekur fram að þó að vatnshæðin fari lækkandi má búast við að ástandið taki ekki miklum breytingum á næstu dögum vegna frosts. Spurð hvort að það séu einhver ákveðin tilmæli til almennings vegna flóðsins segir Steinunn: „Það er bara þetta almenna, að fara varlega á þessu svæði og þetta helsta. Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu. Ég held að þau séu vön að það flæði á þessu svæði. Það er algengt að það verði ísstífla á þessu svæði.“ Lítið sé hægt að segja fyrir vissu um stöðuna að svo stöddu en von er á myndefni frá lögreglunni á Selfossi hvað úr hverju. Lögreglan hélt í átt að Hvítá, fyrr í dag til að taka myndir af ánni með dróna. Flóahreppur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Vatn tók að flæða yfir bakka Hvítár við Brúnastaði á fimmtudaginn vegna klakastíflu sem hefur myndast þar undanfarna daga. Steinunn Helgadóttir, náttúrúvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofunni, segir í samtali við Vísi að miðað við mælingar sé það eina nýja í stöðunni að vatnshæðin hafi farið mjög hægt lækkandi síðan í gærkvöldi. Vatnshæðin sé nú komin rétt fyrir neðan hæð stíflu flóaveitunnar. Enn sé þó gert ráð fyrir að það flæði yfir bakkanna. „Við erum með gulan borða á vefsíðunni þar sem hægt er að fræðast um þetta og líka inni á fréttatilkynningunni okkar í gær. Þar er hægt að opna skýrslu sem var gerð árið 2019, þar sem farið er yfir ýmsar sviðsmyndir um hvað getur gerst. Sumar sviðsmyndirnar eru rosalega ofsafengnar og eru ekki líklegar núna, því það flæðir ekki jafn mikið úr ánni og var gert fyrir í þeirri skýrslu.“ Hún tekur fram að þó að vatnshæðin fari lækkandi má búast við að ástandið taki ekki miklum breytingum á næstu dögum vegna frosts. Spurð hvort að það séu einhver ákveðin tilmæli til almennings vegna flóðsins segir Steinunn: „Það er bara þetta almenna, að fara varlega á þessu svæði og þetta helsta. Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu. Ég held að þau séu vön að það flæði á þessu svæði. Það er algengt að það verði ísstífla á þessu svæði.“ Lítið sé hægt að segja fyrir vissu um stöðuna að svo stöddu en von er á myndefni frá lögreglunni á Selfossi hvað úr hverju. Lögreglan hélt í átt að Hvítá, fyrr í dag til að taka myndir af ánni með dróna.
Flóahreppur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira