Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2025 07:03 Perlan þróunarfélagið er á lokametrunum í kaupum á Perlunni í Öskjuhlíð á ríflega þrjá og hálfan milljarð króna. Forstjóri segir aðeins eiga eftir að ganga frá formsatriðum og skrifa undir kaupsamninginn við Reykjavíkurborg. Aðsend Eigendur Perlunnar þróunarfélags eru að ganga frá kaupum á Perlunni og tveimur tönkum í Öskjuhlíð af Reykjavíkurborg. Kaupverðið er rúmlega þrír og hálfur milljarður króna. Aðilar eiga eftir að klára samninginn og svo skrifum við undir segir forstjóri þróunarfélagsins. Borgarráð ákvað í júní í fyrra að hefja söluferli á Perlunni og tveimur vatnstönkum. Lágmarksverð var tiltekið þrír og hálfur milljarður króna. Reykjavíkurborg keypti Perluna af Orkuveitunni árið 2013 en húsið var fyrst opnað við hátíðlega athöfn árið 1991. Á meðal kvaðanna sem borgin lagði á herðar áhugasamra kaupenda var að leggja fram upplýsingar um áform þeirra um eignina, veita borginni forkaupsrétt að eigninni, leyfa grunnskólabörnum að heimsækja safn sem verður rekið í Perlunni tvisvar á skólagöngu sinni og halda húsnæðinu, bílastæðinu og lóðinni opinni almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegu gjaldi. Kaupferlið þrír mánuðir Viðræður um kaup á eigninni hófust svo í nóvember á síðasta ári við Perluna þróunarfélag um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan norðursins sem er í eigu sömu aðila hefur verið leigutaki í húsnæðinu síðustu átta ár. Félagið hefur m.a. verið með jökla- og íshellasýningu í húsnæðinu, norðurljósa- og eldgosasýningar og sýningu sem kallast Öfl náttúrunnar. Á síðasta ári heimsóttu ríflega 434 þúsund gestir sýningarnar. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar segir kaupin á lokametrunum, unnið sé að skjalagerð og síðan verði gengið frá undirskrift. Kaupverðið sé rúmlega þrír og hálfur milljarður króna. „Ástæðan fyrir því að ekki náðist að ljúka við samningsdrögin er að við vorum erlendis allan desember að vinna að nýrri sýningu í Perlunni. Við munum í ár bæta við núverandi sýningar og opna einstaka upplifunarsýningu þar sem gestir upplifa virkt eldfjall og fara þaðan 2.000 metra niður í jörðina,“ segir Gunnar. Salan á Perlunni Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf. um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Í tilkynningu frá borginni segir að Perlan þróunarfélag ehf. hafi verið leigutaki síðustu átta ár. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að gengið verði til samningaviðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal og 125 bílastæði í bílakjallara Hörpu. 7. nóvember 2024 17:59 Eignasala fjármagnar taprekstur Kostulegt var að sjá fyrirsagnir miðlanna í kjölfar birtingu uppgjörs og fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Á einum miðlinum var talað um „Hagnað upp á hálfan milljarð”, og á hinum ýmist um „viðsnúning“ og að „hagræðingaraðgerðir“ væru að bera árangur. 7. nóvember 2024 09:56 Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum. 5. nóvember 2024 19:32 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Borgarráð ákvað í júní í fyrra að hefja söluferli á Perlunni og tveimur vatnstönkum. Lágmarksverð var tiltekið þrír og hálfur milljarður króna. Reykjavíkurborg keypti Perluna af Orkuveitunni árið 2013 en húsið var fyrst opnað við hátíðlega athöfn árið 1991. Á meðal kvaðanna sem borgin lagði á herðar áhugasamra kaupenda var að leggja fram upplýsingar um áform þeirra um eignina, veita borginni forkaupsrétt að eigninni, leyfa grunnskólabörnum að heimsækja safn sem verður rekið í Perlunni tvisvar á skólagöngu sinni og halda húsnæðinu, bílastæðinu og lóðinni opinni almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegu gjaldi. Kaupferlið þrír mánuðir Viðræður um kaup á eigninni hófust svo í nóvember á síðasta ári við Perluna þróunarfélag um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan norðursins sem er í eigu sömu aðila hefur verið leigutaki í húsnæðinu síðustu átta ár. Félagið hefur m.a. verið með jökla- og íshellasýningu í húsnæðinu, norðurljósa- og eldgosasýningar og sýningu sem kallast Öfl náttúrunnar. Á síðasta ári heimsóttu ríflega 434 þúsund gestir sýningarnar. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar segir kaupin á lokametrunum, unnið sé að skjalagerð og síðan verði gengið frá undirskrift. Kaupverðið sé rúmlega þrír og hálfur milljarður króna. „Ástæðan fyrir því að ekki náðist að ljúka við samningsdrögin er að við vorum erlendis allan desember að vinna að nýrri sýningu í Perlunni. Við munum í ár bæta við núverandi sýningar og opna einstaka upplifunarsýningu þar sem gestir upplifa virkt eldfjall og fara þaðan 2.000 metra niður í jörðina,“ segir Gunnar.
Salan á Perlunni Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf. um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Í tilkynningu frá borginni segir að Perlan þróunarfélag ehf. hafi verið leigutaki síðustu átta ár. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að gengið verði til samningaviðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal og 125 bílastæði í bílakjallara Hörpu. 7. nóvember 2024 17:59 Eignasala fjármagnar taprekstur Kostulegt var að sjá fyrirsagnir miðlanna í kjölfar birtingu uppgjörs og fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Á einum miðlinum var talað um „Hagnað upp á hálfan milljarð”, og á hinum ýmist um „viðsnúning“ og að „hagræðingaraðgerðir“ væru að bera árangur. 7. nóvember 2024 09:56 Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum. 5. nóvember 2024 19:32 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf. um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Í tilkynningu frá borginni segir að Perlan þróunarfélag ehf. hafi verið leigutaki síðustu átta ár. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að gengið verði til samningaviðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal og 125 bílastæði í bílakjallara Hörpu. 7. nóvember 2024 17:59
Eignasala fjármagnar taprekstur Kostulegt var að sjá fyrirsagnir miðlanna í kjölfar birtingu uppgjörs og fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Á einum miðlinum var talað um „Hagnað upp á hálfan milljarð”, og á hinum ýmist um „viðsnúning“ og að „hagræðingaraðgerðir“ væru að bera árangur. 7. nóvember 2024 09:56
Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum. 5. nóvember 2024 19:32