Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2025 07:30 Dagný Brynjarsdóttir með sonum sínum Brynjari Atla og Andreas Leó sem báðir eru Ómarssynir. Myndin er tekin eftir leik með West Ham. @dagnybrynjars Íslenska knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir þurfti að skilja syni sína eftir á Íslandi þegar hún fór aftur til vinnu sinnar í Englandi. Dagný er atvinnukona hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham og framundan er seinni hluti tímabilsins. Hún hefur lagt mikla vinnu á sig í endurkomunni eftir að hafa eignast sitt annað barn í febrúar. Nú er tími til að uppskera og skila mikilvægu hlutverki á miðjunni hjá West Ham. Dagný sagði frá því á samfélagsmiðlum hversu erfitt það var að skilja strákana sína eftir á Íslandi. Brynjar Atli er sex ára og Andreas Leó er tíu mánaða. „Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi. Þakklát fyrir að hafa varið nýársmorgni með fjölskyldunni en kveðjustundin í dag var erfið þrátt fyrir að ég hafi haft tvo mánuði til að undirbúa mig,“ skrifaði Dagný. „Málið er að það er oft bara ógeðslega erfitt að vera afreksíþrótta mamma og að búa í öðru landi gerir hlutina oft ennþá erfiðari,“ skrifaði Dagný. Hún er ein af mörgum íslenskum íþróttakonum sem hafa sýnt og það og sannað að það er möguleiki að komast aftur í fremstu röð eftir barnsburð. „Í dag flaug ég alein út. Strákarnir voru eftir á Íslandi með pabba sínum þar sem hann þarf líka að mæta til vinnu og stuðningsnetið okkar er þar,“ skrifaði Dagný. „Ég þarf á hjálp að halda í næsta mánuði og valdi að nýta aðstoðina frekar þá. Ég hef aldrei kvatt yngri son minn fyrr en í morgun. Hann fékk líka seinustu brjóstagjöfina í dag sem gerir allt örugglega miklu erfiðara enda er hann brjóstasjúkur og við höfum elskað þennan tíma saman,“ skrifaði Dagný. „Ég veit hins vegar að fyrir sjálfa mig og mína orku inn á vellinum að þá er það best að þessu ljúki núna þó að ég sé langt frá því tilbúin til þess,“ skrifaði Dagný. Dagný hefur sýnt mikinn styrk í að halda áfram á hæsta stigi fótboltans þrátt fyrir að hafa eignast barn númer tvö. Það sést samt á þessum pistli hennar að þetta kallar á miklar fórnir sem reyna gríðarlega mikið á móðurhjartað. Sjá má pistil hennar hér fyrir neðan. @dagnybrynjars Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira
Dagný er atvinnukona hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham og framundan er seinni hluti tímabilsins. Hún hefur lagt mikla vinnu á sig í endurkomunni eftir að hafa eignast sitt annað barn í febrúar. Nú er tími til að uppskera og skila mikilvægu hlutverki á miðjunni hjá West Ham. Dagný sagði frá því á samfélagsmiðlum hversu erfitt það var að skilja strákana sína eftir á Íslandi. Brynjar Atli er sex ára og Andreas Leó er tíu mánaða. „Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi. Þakklát fyrir að hafa varið nýársmorgni með fjölskyldunni en kveðjustundin í dag var erfið þrátt fyrir að ég hafi haft tvo mánuði til að undirbúa mig,“ skrifaði Dagný. „Málið er að það er oft bara ógeðslega erfitt að vera afreksíþrótta mamma og að búa í öðru landi gerir hlutina oft ennþá erfiðari,“ skrifaði Dagný. Hún er ein af mörgum íslenskum íþróttakonum sem hafa sýnt og það og sannað að það er möguleiki að komast aftur í fremstu röð eftir barnsburð. „Í dag flaug ég alein út. Strákarnir voru eftir á Íslandi með pabba sínum þar sem hann þarf líka að mæta til vinnu og stuðningsnetið okkar er þar,“ skrifaði Dagný. „Ég þarf á hjálp að halda í næsta mánuði og valdi að nýta aðstoðina frekar þá. Ég hef aldrei kvatt yngri son minn fyrr en í morgun. Hann fékk líka seinustu brjóstagjöfina í dag sem gerir allt örugglega miklu erfiðara enda er hann brjóstasjúkur og við höfum elskað þennan tíma saman,“ skrifaði Dagný. „Ég veit hins vegar að fyrir sjálfa mig og mína orku inn á vellinum að þá er það best að þessu ljúki núna þó að ég sé langt frá því tilbúin til þess,“ skrifaði Dagný. Dagný hefur sýnt mikinn styrk í að halda áfram á hæsta stigi fótboltans þrátt fyrir að hafa eignast barn númer tvö. Það sést samt á þessum pistli hennar að þetta kallar á miklar fórnir sem reyna gríðarlega mikið á móðurhjartað. Sjá má pistil hennar hér fyrir neðan. @dagnybrynjars
Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira