Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. janúar 2025 16:56 Þorgerður Katrín segir Íslendinga þurfa tala skýrari röddu varðandi mál Palestínu. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, tjáði sig um málefni Ísraels og Palestínu í Kryddsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 á gamlársdag. „Við getum farið í sama lagatæknilegu skilgreiningu hvort sem að það sé þjóðarmorð, ofbeldi eða hryðjuverk. Ástandið á Gasa er algjörlega óþolandi og alþjóðasamfélagið verður að tala skýrar og meira. Það er mín skoðun,“ sagði Þorgerður Katrín. Hlusta má á svar Þorgerðar í Kryddsíldinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ítrekar að atburðirnir á Gasa sé hryllilegir. „Við vitum að allur grunnurinn að þessu er hryðjuverkaárás Hamas 7. október fyrir rúmu ári síðan. En það hvernig Ísraelsmenn hafa brugðist við, hvernig þeir hafa með yfirgengilegum, hræðilegum hætti ráðist inn á Gasa og farið markvisst núna að spítölum, að innviðum...“ Þverpólitísk samstaða Alþingismanna „Ég fagna sérstaklega að þingið hérna heima náði þverpólitískt, og þá voru átta flokkar, að sameinast um ákveðna yfirlýsingu þegar kemur að þessu og fordæmingu á framferði Ísraelsmanna þegar kemur að þessum átökum fyrir botni Miðjarðarhafs,“ segir Þorgerður. Hún vill að Íslandi tali skýrari röddu en áður og þurfi að veita fólki í neyð, líkt og þeim sem búa á Gasa, hjálp og aðstoð. „Við þurfum líka, við Íslendingar höfum tekið undir það og síðasti utanríkisráðherra gerði það, að við verðum að mótmæla því þegar Ísrael er að gera allt til þess að stoppa meðal annars hjálparstofnun eins og UNRWA og fleira,“ segir Þorgerður. Þá vilji hún fylgja stefnu Norðurlanda en sú stefna er ekki skýr þar sem ekki er einhugur með allra Norðurlandanna. Norðmenn hafi verið ákveðnastir þegar komi að málefnum Palestínu. Þá hafi alþjóðasamfélagið í heild brugðist. „Mér finnst alþjóðasamfélagið að einhverju leyti hafa brugðist hvað það varðar, alveg eins og það hefur brugðist líka við það að taka á ýmsum öðrum þáttum og rótum þessa vanda.“ Lagatæknileg skilgreining „Eins og ég segi, mín skoðun er að horfa á þetta, ef að þjóðarmorð er það [hugtak] að lýsa yfir hryllilegum aðstæðum, gríðarlegu ofbeldi þá getur fólk talað um að það sé þjóðarmorð. Það er bara lagatæknileg skilgreining á alþjóðavísu sem þú þarft að falla undir. Ég veit bara ekki hvort það falli undir,“ segir Þorgerður. „Þetta er hræðilegt og við getum notað hvaða orð sem er.“ Að neðan má sjá Kryddsíld í heild sinni. Átök í Ísrael og Palestínu Kryddsíld Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Tengdar fréttir Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera búin að ákveða sig hvaða „flotti einstaklingur“ verði formaður þingflokksins. Hins vegar eigi eftir að greiða um það atkvæði á þingflokksfundi. 2. janúar 2025 11:56 „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa. 2. janúar 2025 11:31 Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Eins og hefð er fyrir lauk Kryddsíld fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi á hróshring meðal formanna flokkanna. Þar skiptust þau á fallegum orðum í garð hvors annars og kvöddu árið með hlýju í hjarta. 31. desember 2024 17:07 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, tjáði sig um málefni Ísraels og Palestínu í Kryddsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 á gamlársdag. „Við getum farið í sama lagatæknilegu skilgreiningu hvort sem að það sé þjóðarmorð, ofbeldi eða hryðjuverk. Ástandið á Gasa er algjörlega óþolandi og alþjóðasamfélagið verður að tala skýrar og meira. Það er mín skoðun,“ sagði Þorgerður Katrín. Hlusta má á svar Þorgerðar í Kryddsíldinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ítrekar að atburðirnir á Gasa sé hryllilegir. „Við vitum að allur grunnurinn að þessu er hryðjuverkaárás Hamas 7. október fyrir rúmu ári síðan. En það hvernig Ísraelsmenn hafa brugðist við, hvernig þeir hafa með yfirgengilegum, hræðilegum hætti ráðist inn á Gasa og farið markvisst núna að spítölum, að innviðum...“ Þverpólitísk samstaða Alþingismanna „Ég fagna sérstaklega að þingið hérna heima náði þverpólitískt, og þá voru átta flokkar, að sameinast um ákveðna yfirlýsingu þegar kemur að þessu og fordæmingu á framferði Ísraelsmanna þegar kemur að þessum átökum fyrir botni Miðjarðarhafs,“ segir Þorgerður. Hún vill að Íslandi tali skýrari röddu en áður og þurfi að veita fólki í neyð, líkt og þeim sem búa á Gasa, hjálp og aðstoð. „Við þurfum líka, við Íslendingar höfum tekið undir það og síðasti utanríkisráðherra gerði það, að við verðum að mótmæla því þegar Ísrael er að gera allt til þess að stoppa meðal annars hjálparstofnun eins og UNRWA og fleira,“ segir Þorgerður. Þá vilji hún fylgja stefnu Norðurlanda en sú stefna er ekki skýr þar sem ekki er einhugur með allra Norðurlandanna. Norðmenn hafi verið ákveðnastir þegar komi að málefnum Palestínu. Þá hafi alþjóðasamfélagið í heild brugðist. „Mér finnst alþjóðasamfélagið að einhverju leyti hafa brugðist hvað það varðar, alveg eins og það hefur brugðist líka við það að taka á ýmsum öðrum þáttum og rótum þessa vanda.“ Lagatæknileg skilgreining „Eins og ég segi, mín skoðun er að horfa á þetta, ef að þjóðarmorð er það [hugtak] að lýsa yfir hryllilegum aðstæðum, gríðarlegu ofbeldi þá getur fólk talað um að það sé þjóðarmorð. Það er bara lagatæknileg skilgreining á alþjóðavísu sem þú þarft að falla undir. Ég veit bara ekki hvort það falli undir,“ segir Þorgerður. „Þetta er hræðilegt og við getum notað hvaða orð sem er.“ Að neðan má sjá Kryddsíld í heild sinni.
Átök í Ísrael og Palestínu Kryddsíld Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Tengdar fréttir Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera búin að ákveða sig hvaða „flotti einstaklingur“ verði formaður þingflokksins. Hins vegar eigi eftir að greiða um það atkvæði á þingflokksfundi. 2. janúar 2025 11:56 „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa. 2. janúar 2025 11:31 Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Eins og hefð er fyrir lauk Kryddsíld fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi á hróshring meðal formanna flokkanna. Þar skiptust þau á fallegum orðum í garð hvors annars og kvöddu árið með hlýju í hjarta. 31. desember 2024 17:07 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera búin að ákveða sig hvaða „flotti einstaklingur“ verði formaður þingflokksins. Hins vegar eigi eftir að greiða um það atkvæði á þingflokksfundi. 2. janúar 2025 11:56
„Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa. 2. janúar 2025 11:31
Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Eins og hefð er fyrir lauk Kryddsíld fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi á hróshring meðal formanna flokkanna. Þar skiptust þau á fallegum orðum í garð hvors annars og kvöddu árið með hlýju í hjarta. 31. desember 2024 17:07