Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2025 12:19 Það var 22. ágúst sem vitni hafði samband við lögreglu af því að bíll hjónanna var horfinn og ekki náðist samband við þau símleiðis. Vísir/Vilhelm Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. RÚV greindi fyrst frá útgáfu ákærunnar en málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 6. janúar. Fram kemur í ákærunni að Alfreð hafi veist að hjónunum innandyra með hamri og slegið þau endurtekið, sérstaklega í höfuðið. Þau hafi hlotið umfangsmikla áverka á höfði og víðar, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Þau létust bæði vegna áverka á höfði. Sjúkraflutningamenn sem mættu fyrstir viðbragðsaðila á vettvang fundu hjónin á baðherberginu. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á dögunum að vitni hefðu tjáð lögreglu að hafa heyrt þung bankhljóð af heimili hjónanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Alfreð Erling vel kunnugur hjónunum. Til hans sást samkvæmt upplýsingum lögreglu við hús hjónanna kvöldið áður. Vitni sagðist hafa reynt að setja sig í samband við hjónin en ekki náð í þau símleiðis. Vitnið hafi farið að húsinu og tekið eftir að bíll þeirra var ekki á sínum stað. Lögregla leitaði bílsins og í ljós kom að honum hafði verið ekið frá Neskaupstað á höfuðborgarsvæðið. Alfreð var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á bílnum í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Í skýrslutöku hjá lögreglu neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. 50 milljóna króna bótakrafa Landsréttur úrskurðaði í desember að maðurinn skildi vistaður á viðeigandi stofnun að kröfu lögreglu sem vill tryggja að ekki verði háski af honum. Hann sæti því öruggri gæslu. Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn stjórnaðist af alvarlegu geðrofi. Veikindin væru alvarleg, langvinn og inngróin. Vegna þeirra væri hann hættulegur öðrum og þyrfti sérhæfða meðferð vegna þeirra til lengri tíma. Alfreð er krafinn um samanlagt 48 milljónir króna í miskabætur af fjórum ættingjum hjónanna og tæplega þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna kostnaðar við útför hjónanna og þrifa á heimili þeirra. Þá er Alfreð ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa sunnudaginn 12. maí utandyra við Kaupvang á Egilsstöðum verið með hníf með fimmtán sentimetralöngu blaði á sér. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Dómsmál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá útgáfu ákærunnar en málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 6. janúar. Fram kemur í ákærunni að Alfreð hafi veist að hjónunum innandyra með hamri og slegið þau endurtekið, sérstaklega í höfuðið. Þau hafi hlotið umfangsmikla áverka á höfði og víðar, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Þau létust bæði vegna áverka á höfði. Sjúkraflutningamenn sem mættu fyrstir viðbragðsaðila á vettvang fundu hjónin á baðherberginu. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á dögunum að vitni hefðu tjáð lögreglu að hafa heyrt þung bankhljóð af heimili hjónanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Alfreð Erling vel kunnugur hjónunum. Til hans sást samkvæmt upplýsingum lögreglu við hús hjónanna kvöldið áður. Vitni sagðist hafa reynt að setja sig í samband við hjónin en ekki náð í þau símleiðis. Vitnið hafi farið að húsinu og tekið eftir að bíll þeirra var ekki á sínum stað. Lögregla leitaði bílsins og í ljós kom að honum hafði verið ekið frá Neskaupstað á höfuðborgarsvæðið. Alfreð var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á bílnum í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Í skýrslutöku hjá lögreglu neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. 50 milljóna króna bótakrafa Landsréttur úrskurðaði í desember að maðurinn skildi vistaður á viðeigandi stofnun að kröfu lögreglu sem vill tryggja að ekki verði háski af honum. Hann sæti því öruggri gæslu. Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn stjórnaðist af alvarlegu geðrofi. Veikindin væru alvarleg, langvinn og inngróin. Vegna þeirra væri hann hættulegur öðrum og þyrfti sérhæfða meðferð vegna þeirra til lengri tíma. Alfreð er krafinn um samanlagt 48 milljónir króna í miskabætur af fjórum ættingjum hjónanna og tæplega þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna kostnaðar við útför hjónanna og þrifa á heimili þeirra. Þá er Alfreð ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa sunnudaginn 12. maí utandyra við Kaupvang á Egilsstöðum verið með hníf með fimmtán sentimetralöngu blaði á sér.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Dómsmál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira