Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2025 09:12 Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels. epa/Michael Reynolds Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú í Ísrael, tilkynnti um afsögn sína sem þingmaður á nýársdag. Bæði Gallant og Netanjahú eiga handtökuskipun vegna stríðsglæpa í stríðinu við Hamas yfir höfði sér. Netanjahú sparkaði Gallant úr ríkisstjórn sinni í nóvember en varnarmálaráðherrann var oft á öndverðum meiði við forsætisráðherrann og harðlínumenn í ríkisstjórninni. Í myndbandsávarpi í gær tilkynnti Gallant að hann ætlaði að segja af sér þingmennsku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er eins á vígvellinum og í almannaþjónustu. Það eru augnablik þar sem maður verður að staldra við, meta stöðuna og velja stefnuna til þess að ná settum markmiðum,“ sagði Gallant. Gallant, sem er fyrrverandi hershöfðingi úr Ísraelsher, var meðal annars ósammála Netanjahú og félögum um undanþágur frá herskyldu fyrir strangtrúaða gyðinga. Hann vildi ganga lengra í að afnema undanþáguna sem hefur verið við lýði í áratugi í Ísrael. Netanjahú rak Gallant fyrst í mars 2023 eftir að varnarmálaráðherrann lagðist gegn afar umdeildum áformum ríkisstjórnarinnar um að draga úr áhrifum hæstaréttar landsins. Brottreksturinn varð kveikjan að fjöldamótmælum. Netanjahú sá sér þann kost vænstan að draga brottreksturinn til baka vegna þeirra. Alþjóðasakamáladómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur báðum mönnum vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í stríði Ísraelshers gegn Hamas á Gasaströndinni í nóvember. Leiðtogar Hamas eru einnig sakaðir um sömu glæpi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 21. nóvember 2024 12:13 Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur verið gert að víkja úr starfi af Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. 5. nóvember 2024 18:34 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Sjá meira
Netanjahú sparkaði Gallant úr ríkisstjórn sinni í nóvember en varnarmálaráðherrann var oft á öndverðum meiði við forsætisráðherrann og harðlínumenn í ríkisstjórninni. Í myndbandsávarpi í gær tilkynnti Gallant að hann ætlaði að segja af sér þingmennsku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er eins á vígvellinum og í almannaþjónustu. Það eru augnablik þar sem maður verður að staldra við, meta stöðuna og velja stefnuna til þess að ná settum markmiðum,“ sagði Gallant. Gallant, sem er fyrrverandi hershöfðingi úr Ísraelsher, var meðal annars ósammála Netanjahú og félögum um undanþágur frá herskyldu fyrir strangtrúaða gyðinga. Hann vildi ganga lengra í að afnema undanþáguna sem hefur verið við lýði í áratugi í Ísrael. Netanjahú rak Gallant fyrst í mars 2023 eftir að varnarmálaráðherrann lagðist gegn afar umdeildum áformum ríkisstjórnarinnar um að draga úr áhrifum hæstaréttar landsins. Brottreksturinn varð kveikjan að fjöldamótmælum. Netanjahú sá sér þann kost vænstan að draga brottreksturinn til baka vegna þeirra. Alþjóðasakamáladómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur báðum mönnum vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í stríði Ísraelshers gegn Hamas á Gasaströndinni í nóvember. Leiðtogar Hamas eru einnig sakaðir um sömu glæpi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 21. nóvember 2024 12:13 Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur verið gert að víkja úr starfi af Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. 5. nóvember 2024 18:34 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Sjá meira
Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 21. nóvember 2024 12:13
Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur verið gert að víkja úr starfi af Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. 5. nóvember 2024 18:34