Maðurinn sem ók bíl inn í mannfjölda í New Orleans í Bandaríkjunum var skotinn til bana af lögreglu rétt eftir árásina. Minnst tíu létust og þrjátíu eru særðir.
Forseti Íslands veitti fjórtán fálkaorður á Bessastöðum í dag. Elsti handhafi orðunnar segist ekki vera stolt af neinu, hún hafi bara verið að vinna vinnuna sína. Það sé þó mikill heiður að vera sæmdur riddarakross og hvatning til að standa sig enn betur.
Þá fylgjumst við með sjósundgörpum sem hófu nýja árið á köldu baði og sjáum frá nýársávarpi forseta.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: