Veður

Kalt og ró­legt veður á fyrsta degi ársins

Atli Ísleifsson skrifar
Áfram er gert ráð fyrir köldu veðri.
Áfram er gert ráð fyrir köldu veðri. Vísir/Vilhelm

Á þessum fyrsta degi ársins er útlit fyrir rólegt veður víðast hvar. Reikna má með hægum vindi og léttskýjuðu veðri, en norðvestan strekkingi og dálitlum éljum fyrir austan.

Á vef Veðurstofunnar segir að það veðri áfram kalt í veðri, þriggja til átján stiga frost þar sem kaldast verður inn til landsins.

„Seint í kvöld þykknar upp vestanlands með lítilsháttar éljum og dregur úr frosti. Vestlæg átt á morgun, víða stinningsgola, og él. Frost 0 til 10 stig, en hiti 1 til 4 stig suðvestanlands.

Breytileg átt á föstudag og él eða snjókoma, en þurrt að kalla á Norðausturlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og él, en bjart að mestu suðaustanlands. Frost 0 til 10 stig, en frostlaust suðvestantil.

Á föstudag: Breytileg átt, 3-10 og víða él eða snjókoma, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Norðan 5-10 og lítilsháttar él, en léttir til sunnan heiða. Herðir á frosti.

Á sunnudag og mánudag: Norðlæg átt og él, en bjartviðri sunnantil. Frost 5 til 15 stig, kaldast inn til landsins.

Á þriðjudag: Útlit fyrir hæga breytilega átt og bjartviðri, en dálítil él á Norðausturlandi. Kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×