Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2024 19:09 Maciej og fjölskylda hans. Foreldrar hans og þrettán ára systir urðu vitni að slysinu í ítalska bænum Nola. Elsta systirin bíður heimkomu fjölskyldu sinnar hér á Íslandi. úr einkasafni Foreldrar tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum vita ekki enn þá hvenær þau komast heim til Íslands með líkamsleifar sonar síns. Fjölskylduvinur, sem stendur að söfnun handa fjölskyldunni, segir samfélagið í Árbæ syrgja ljúfan og hæfileikaríkan dreng. Maciej Andrzej Bieda var í jólafríi ásamt fjölskyldu sinni, foreldrum og eldri systur, á Ítalíu þegar slysið varð. Fjölskyldan, sem er pólsk en búsett á Íslandi, var að fara yfir götu rétt við járnbrautarteina í bænum Nola þegar kona, sem kepptist við að aka yfir teinana áður en lest færi hjá, ók bíl sínum á Maciej, með þeim afleiðingum að hann lést. Foreldrar og þrettán ára systir Maciej urðu vitni að allri atburðarásinni. Elsta dóttirin bíður á Íslandi Á sama tíma og þau takast á við sorgina þurfa þau að standa í flókinni skriffinsku í ókunnugu landi. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur sem verið hefur í stöðugum samskiptum við fjölskylduna frá því slysið varð, segir stöðuna átakanlega. „Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma heim. Þetta er bundið allskonar pappírum, þetta er miklu stærra heldur en að taka við honum og fara heim. Það er ekki að auðvelda neitt. Þetta tekur virkilega á. Svo er elsta dóttir þeirra hér á Íslandi og bíður eftir að fá foreldra sína heim með systkini sín. Þannig að þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Sonja. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur.Vísir/Sigurjón Ljúfur og brosmildur strákur Fjölskyldan flutti til Íslands árið 2018 og varð mjög fljótt virk í samfélaginu. Macije var í fimmta bekk í Árbæjarskóla og æfði fótbolta með Fylki Hvernig strákur var hann? „Ljúfur strákur. Brosmildur. Það fór ekki endilega mikið fyrir honum. En hann var yndislegur strákur og vinamikill, hann átti marga vini hér í kring. Og var bara mjög vinsæll strákur. Góður í fótbolta,“ segir Sonja. Slysið hefur fengið mjög á íbúa í Árbæ. Um tvö hundruð manns komu saman á kyrrðarstund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast Macije. Ljós lifði enn á einu kerti uppi við altari kirkjunnar í dag, í minningu Macije. Fyrir aftan kertið stóð sérstakt minningarljós sem gestur kyrrðarstundarinnar kom með í gær; áletrað með orðunum Við elskum, við munum á pólsku. „Það er gríðarleg sorg í öllu samfélaginu. Og í Árbæ, sérstaklega, Norðlingaholti líka. Þar er mikil tenging í fótboltanum. Þetta er bara endalaus sorg,“ segir Sonja. Safnað fyrir sligandi kostnaði Fram kom í frétt ítalska miðilsins Il Mattino á föstudag að konan sem ók á Macije hefði verið kærð fyrir manndráp. Samkvæmt upplýsingum sem Sonja hefur frá fjölskyldunni var konunni sleppt úr haldi í dag. Sonja segir fjölskylduna ákaflega snortna yfir samkenndinni sem Íslendingar hafi sýnt. Bálför var haldin úti á Ítalíu í gær og fjölskyldan stendur nú frammi fyrir sligandi kostnaði í tengslum við flutning líkamsleifanna og aðrar ráðstafanir í framhaldinu. Sonja hrinti því af stað söfnun til styrktar fjölskyldunni í nafni Önnu, móður Maciej, sem hún hvetur aflögufæra til að leggja lið. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan. Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829 Ítalía Samgönguslys Tengdar fréttir Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. 30. desember 2024 11:40 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Maciej Andrzej Bieda var í jólafríi ásamt fjölskyldu sinni, foreldrum og eldri systur, á Ítalíu þegar slysið varð. Fjölskyldan, sem er pólsk en búsett á Íslandi, var að fara yfir götu rétt við járnbrautarteina í bænum Nola þegar kona, sem kepptist við að aka yfir teinana áður en lest færi hjá, ók bíl sínum á Maciej, með þeim afleiðingum að hann lést. Foreldrar og þrettán ára systir Maciej urðu vitni að allri atburðarásinni. Elsta dóttirin bíður á Íslandi Á sama tíma og þau takast á við sorgina þurfa þau að standa í flókinni skriffinsku í ókunnugu landi. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur sem verið hefur í stöðugum samskiptum við fjölskylduna frá því slysið varð, segir stöðuna átakanlega. „Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma heim. Þetta er bundið allskonar pappírum, þetta er miklu stærra heldur en að taka við honum og fara heim. Það er ekki að auðvelda neitt. Þetta tekur virkilega á. Svo er elsta dóttir þeirra hér á Íslandi og bíður eftir að fá foreldra sína heim með systkini sín. Þannig að þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Sonja. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur.Vísir/Sigurjón Ljúfur og brosmildur strákur Fjölskyldan flutti til Íslands árið 2018 og varð mjög fljótt virk í samfélaginu. Macije var í fimmta bekk í Árbæjarskóla og æfði fótbolta með Fylki Hvernig strákur var hann? „Ljúfur strákur. Brosmildur. Það fór ekki endilega mikið fyrir honum. En hann var yndislegur strákur og vinamikill, hann átti marga vini hér í kring. Og var bara mjög vinsæll strákur. Góður í fótbolta,“ segir Sonja. Slysið hefur fengið mjög á íbúa í Árbæ. Um tvö hundruð manns komu saman á kyrrðarstund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast Macije. Ljós lifði enn á einu kerti uppi við altari kirkjunnar í dag, í minningu Macije. Fyrir aftan kertið stóð sérstakt minningarljós sem gestur kyrrðarstundarinnar kom með í gær; áletrað með orðunum Við elskum, við munum á pólsku. „Það er gríðarleg sorg í öllu samfélaginu. Og í Árbæ, sérstaklega, Norðlingaholti líka. Þar er mikil tenging í fótboltanum. Þetta er bara endalaus sorg,“ segir Sonja. Safnað fyrir sligandi kostnaði Fram kom í frétt ítalska miðilsins Il Mattino á föstudag að konan sem ók á Macije hefði verið kærð fyrir manndráp. Samkvæmt upplýsingum sem Sonja hefur frá fjölskyldunni var konunni sleppt úr haldi í dag. Sonja segir fjölskylduna ákaflega snortna yfir samkenndinni sem Íslendingar hafi sýnt. Bálför var haldin úti á Ítalíu í gær og fjölskyldan stendur nú frammi fyrir sligandi kostnaði í tengslum við flutning líkamsleifanna og aðrar ráðstafanir í framhaldinu. Sonja hrinti því af stað söfnun til styrktar fjölskyldunni í nafni Önnu, móður Maciej, sem hún hvetur aflögufæra til að leggja lið. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan. Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829
Ítalía Samgönguslys Tengdar fréttir Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. 30. desember 2024 11:40 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. 30. desember 2024 11:40