Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. desember 2024 13:41 Liam Payne lést í Buenos Aires í október 2024. EPA/VICKIE FLORES Fimm manns hafa verið ákærðir fyrir andlát tónlistarmannsins Liam Payne. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Liam Payne lést þann 16. október síðastliðinn eftir af hafa fallið af hótelsvölum á þriðju hæð. Payne var í fríi í Buenos Aires þegar hann lést og gisti á hótelinu CasaSur. Gilda Martin, hótelstjóri, Esteban Grassi, starfsmaður hótelsins og Roger Nores, vinur Payne, hafa verið ákærð fyrir manndráp. Þá hafa tveir aðrir starfsmenn hótelsins, Braian Paiz og Ezequiel Pereyre verið ákærðir fyrir að útvega Payne fíkniefni. Í umfjöllun breska miðilsins BBC kemur fram að tveir af þessum fimm hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þessir tveir aðilar þurfa að mæta í dómsal innan sólarhrings. Samkvæmt skrifstofu saksóknara var Payne nær meðvitundarlaus þegar atvikið átti sér stað. Því er talið að Payne hafi ekki vitað hvað hann væri að gera eða hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Samkvæmt rannsóknum lögreglu á svæðinu var Payne undir áhrifum áfengis, kókaín og þunglyndislyfja þegar hann lést. Kvöldið sem hann lést höfðu starfsmenn hótelsins hringt í neyðarlínuna vegna gests sem var fullur, undir áhrifum fíkniefna og að eyðileggja hótelherbergið sitt. Payne er helst þekktur fyrir að vera meðlimur strákahljómsveitarinnar One Direction. Þá hóf hann sólóferil eftir að hljómsveitin lagði upp laupana árið 2015. Andlát Liam Payne Argentína Tengdar fréttir Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Það var eðli málsins samkvæmt þungt yfir viðstöddum í bænum Amersham í Englandi í dag þar sem jarðarför bresku stórstjörnunnar og söngvarans Liam Payne fór fram. Payne lést fyrir um mánuði síðan eftir fall af svölum á hóteli sínu í Buenos Aires í Argentínu. 20. nóvember 2024 14:30 Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Þrír hafa verið handteknir í Argentínu og standa frammi fyrir ákærum vegna dauða Liam Payne, tónlistarmanns og fyrrverandi meðlims í One Direction. Payne lést í Buenos Aires í síðasta mánuði þegar hann féll fram af svölum á þriðju hæð. 7. nóvember 2024 22:35 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Liam Payne lést þann 16. október síðastliðinn eftir af hafa fallið af hótelsvölum á þriðju hæð. Payne var í fríi í Buenos Aires þegar hann lést og gisti á hótelinu CasaSur. Gilda Martin, hótelstjóri, Esteban Grassi, starfsmaður hótelsins og Roger Nores, vinur Payne, hafa verið ákærð fyrir manndráp. Þá hafa tveir aðrir starfsmenn hótelsins, Braian Paiz og Ezequiel Pereyre verið ákærðir fyrir að útvega Payne fíkniefni. Í umfjöllun breska miðilsins BBC kemur fram að tveir af þessum fimm hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þessir tveir aðilar þurfa að mæta í dómsal innan sólarhrings. Samkvæmt skrifstofu saksóknara var Payne nær meðvitundarlaus þegar atvikið átti sér stað. Því er talið að Payne hafi ekki vitað hvað hann væri að gera eða hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Samkvæmt rannsóknum lögreglu á svæðinu var Payne undir áhrifum áfengis, kókaín og þunglyndislyfja þegar hann lést. Kvöldið sem hann lést höfðu starfsmenn hótelsins hringt í neyðarlínuna vegna gests sem var fullur, undir áhrifum fíkniefna og að eyðileggja hótelherbergið sitt. Payne er helst þekktur fyrir að vera meðlimur strákahljómsveitarinnar One Direction. Þá hóf hann sólóferil eftir að hljómsveitin lagði upp laupana árið 2015.
Andlát Liam Payne Argentína Tengdar fréttir Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Það var eðli málsins samkvæmt þungt yfir viðstöddum í bænum Amersham í Englandi í dag þar sem jarðarför bresku stórstjörnunnar og söngvarans Liam Payne fór fram. Payne lést fyrir um mánuði síðan eftir fall af svölum á hóteli sínu í Buenos Aires í Argentínu. 20. nóvember 2024 14:30 Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Þrír hafa verið handteknir í Argentínu og standa frammi fyrir ákærum vegna dauða Liam Payne, tónlistarmanns og fyrrverandi meðlims í One Direction. Payne lést í Buenos Aires í síðasta mánuði þegar hann féll fram af svölum á þriðju hæð. 7. nóvember 2024 22:35 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Það var eðli málsins samkvæmt þungt yfir viðstöddum í bænum Amersham í Englandi í dag þar sem jarðarför bresku stórstjörnunnar og söngvarans Liam Payne fór fram. Payne lést fyrir um mánuði síðan eftir fall af svölum á hóteli sínu í Buenos Aires í Argentínu. 20. nóvember 2024 14:30
Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Þrír hafa verið handteknir í Argentínu og standa frammi fyrir ákærum vegna dauða Liam Payne, tónlistarmanns og fyrrverandi meðlims í One Direction. Payne lést í Buenos Aires í síðasta mánuði þegar hann féll fram af svölum á þriðju hæð. 7. nóvember 2024 22:35