„Eldurinn aðeins farinn að koma upp úr þakinu og leit út fyrir að meira en það reyndist vera. Þetta voru ungir drengir að leika sér með flugelda og það kviknaði í hjá þeim þarna,“ segir Rúnar í samtali við fréttastofu.
„Þetta gekk vel en hefði getað farið verr,“ segi Rúnar. Drengirnir hafi allir komist út úr húsinu og enginn inni þegar slökkvilið kom á vettvang.
Hann segir húsið gamalt og í eigu sveitarfélagsins. Húsið er staðsett við höfnina og er ekki í notkun. Hann segir eldinn hafa komið upp í suðausturenda hússins. Það hafi kviknað í við útvegg og eldurinn náð að læsa sig í loftklæðningu og upp í þak.
„Það var aðeins farið að brenna þar. Við vorum þarna í rétt rúman klukkutíma. Gengum úr skugga um að það væri slökkt í öllum glæðum og að það myndi ekkert vera eftir.“

Hann ítrekar að fólk fari varlega með flugelda og noti almenna skynsemi.
Hann segir talsverðan eril hafa verið hjá sjúkraflutningum í nótt. Þá hafi slökkvilið farið í útkall í morgun vegna bruna í rafmagnsskáp.