RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar 30. desember 2024 08:00 Ég man þegar að það var eftirvænting eftir því að sjónvarpsefni kæmi út, ég er ekki að segja að þessi eftirvænting sé ekki til staðar lengur en það er langt síðan að jafn lítið hefur verið talað um íslenskt sjónvarp og innlenda þáttagerð, hvað þá sérstaklega leikið efni. Mér líður eins og viðhorf til sjónvarps hafi breyst, sería kemur út, við borðum hana eins og máltíð á skyndibitastað, fljótlegt og auðvelt í neyslu en gleymist jafn hratt. Í stað þess að sería sé heimalöguð máltið sem þú borðar með nánustu og tekur svo spjallið eftir á. Hvað hefur breyst? Mögulega er skortur á fjölbreytileika vandamálið. Er þetta höfundum og framleiðendum að kenna? Það stórefast ég um, mikill hæfileiki ríkir á Íslandi hvað varðar sjónvarps- og kvikmyndagerð og hefur hann svo sannarlega ekki dvalað á síðustu árum. Sjónvarpsgláp er í hæstu hæðum og hefur sjaldan verið horft jafn mikið á sjónvarp, Síminn gaf út 6 glænýjar leiknar þáttaseríur á liðnu ári á móti þeim 2. sem að RÚV gaf út (samkvæmt talningu og kvikmyndavef). Taka þarf fram að höfundur er ekki óhlutdrægur þar sem að hann gerði eina af þessum 6 fyrir Símann. Stöð 2 gaf einnig út fleiri leiknar þáttaraðir á árinu heldur en RÚV. Hvernig stendur á því að tvær einkareknar stöðvar standi sig betur en RÚV í að framleiða íslenskt sjónvarp og þar af leiðandi efli og styðji betur við tungumálið okkar og menningu? Er þá ekki grundvöllur til þess að fara að skoða verkferla? Einnig má benda á það hversu lítið af sjónvarpi höfðar til yngri kynslóðar. Það er nánast ekkert fyrir þau til að horfa á á Íslensku þannig að þau leita þá frekar til samfélagsmiðla eða streymisveitna á ensku. Ég átta mig á því að fjármunir skipti máli og standa þeir ekki eins á milli stofnanna en maður má bera upp spurninguna hvort að fjármunum RÚV sé varið skynsamlega, það verður að segjast að einhverskonar einokun hafi skapast á RÚV síðustu ár þar sem að sömu stóru framleiðslufyrirtækin gera stórar seríur fyrir fjármuni frá RÚV. Á meðan að Stöð 2 og Síminn hafa verið dugleg að styðja við upprennandi kvikmyndagerðarfólk með því að fjármagna t.d. aðeins ódýrari seríur og þar af leiðandi geta gert fleiri, ferskari og gefið fleiri fólki rödd. Og fólk er að horfa. Afhverju beinast spjótin að RÚV? Jú, RÚV er í eigu hins opinbera og fylgja því ákveðnar skyldur gagnvart menningu og þjóðfélagi. Ég er ekki að gefa í skyn að RÚV eigi að gera það að meginhlutverki sínu að stuðla að því að ungt fólk geti komið sér á framfæri en það er nánast eins og stofnunin grafi undan því að veita yngri kynslóðum sem eru upprennandi að fá að nota miðla sína til að koma sér áfram í bransanum og í stað þess hamli starf ungs fólks sem er að reyna láta ljós sitt skína. Hér er smá dæmisaga: Árið 2020 var höfundur tvítugur, hann var nýútskrifaður með stúdentspróf og hafði sér þann draum að verða kvikmyndagerðarmaður, enda vissi hann að hann hafði burði til þess. Í lok ársins fór hann ásamt góðum vinum og skaut kvikmynd fyrir pening úr eigin vasa sem hann hafði skrifað sumarið áður og gekk það prýðum vel. Myndin komst inn á hátíðir úti í heimi, ferðast var til Evrópu til þess að sýna myndina fyrir erlendum kvikmyndaunnendum en ferðalagið var hamlað vegna Covid. Í kjölfar af þessari velgengni tóku SAMbíóin við keflinu og gáfu þessari sjálfstæðu kvikmynd heimili sem þykir góð viðurkenning og var hún frumsýnd á Íslandi í febrúar árið 2021. Eftir meiri velgengni enn og aftur kemur að því að selja myndina til íslenskra sjónvarpsstöðva, allar komu þær til greina en vegna þess að höfundur hafði það efst í huga að koma sér á framfæri sem kvikmyndagerðarmaður varð RÚV fyrir valinu, þrátt fyrir að hefði verið hægt að fá meiri summu frá öðrum stöðvum. RÚV er með góða dreifingu sem nær til allra á Íslandi og það frítt, sem var hugsunin á bakvið ákvörðunina, þó að ágætis summa hafi komið úr viðskiptunum. Núna er að koma 2025, fjögur ár liðin síðan að myndin var seld til RÚV í þeirri von um að þau myndu sýna hana og gefa höfundi það umtal sem hann leitaðist eftir á þeim tíma en hins vegar hefur myndin ekki enn verið sýnd í sjónvarpi RÚV, þrátt fyrir endalausar fyrirspurnir til þeirra og hálfbökuð/óskýr svör til baka. Nánast allar myndir sem RÚV hefur öðlast síðan þá hafa verið sýndar, hver er munurinn? Mögulega sá að höfundur kvikmyndarinnar var ungur, og lítið varið í hann, eigi bara að vera gera stuttmyndir eða vera í skóla? Þrátt fyrir þetta lét hann ekkert stoppa sig, hann ætlaði ekki einungis að reiða sig á RÚV heldur leitaði hann til aðra einkarekna stöðva og fékk þar hlýjar móttökur. Gerði þætti sem komu út í febrúar á Sjónvarpi Símans og fengu frábærar viðtökur, er núna með sitt eigið framleiðslufyrirtæki og þónokkur verkefni í bígerð, þar má nefna ævisögu tónlistarskáldsins Bubba Morthens. Einnig má nefna að höfundur vinnur líka að verkefni fyrir RÚV, þannig þetta er ekki væmnispistill til þess að fá eitthvað verkefni að veruleika, heldur í þeirri von að RÚV (og flestir) taki betur mark á ungu fólki, sem er upprennandi, spennandi og gefi því séns, hlusti á það. Afhverju núna? Jú, dagskrárstjóri RÚV lætur nú af störfum eftir áramót og styttist í að nýr arftaki taki við. Ég hef ekkert á móti núverandi dagskrárstjóra, né neinum sem er vísað í í fréttinni, ég er einungis að benda á hvað betur mætti fara með uppbyggjandi gagnrýni. Ef það vill svo til að framtíðar- dagskrárstjóri RÚV sé að lesa þetta má sá aðili endilega taka mið af því sem hér hefur verið skrifað af því að það er svo mikið af spennandi og hæfileikaríki ungu fólki, höfundum, leikurum, kvikmyndagerðarfólki o.sfv sem eru bara rétt handan við hornið. Höfundur er framleiðandi og kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Ég man þegar að það var eftirvænting eftir því að sjónvarpsefni kæmi út, ég er ekki að segja að þessi eftirvænting sé ekki til staðar lengur en það er langt síðan að jafn lítið hefur verið talað um íslenskt sjónvarp og innlenda þáttagerð, hvað þá sérstaklega leikið efni. Mér líður eins og viðhorf til sjónvarps hafi breyst, sería kemur út, við borðum hana eins og máltíð á skyndibitastað, fljótlegt og auðvelt í neyslu en gleymist jafn hratt. Í stað þess að sería sé heimalöguð máltið sem þú borðar með nánustu og tekur svo spjallið eftir á. Hvað hefur breyst? Mögulega er skortur á fjölbreytileika vandamálið. Er þetta höfundum og framleiðendum að kenna? Það stórefast ég um, mikill hæfileiki ríkir á Íslandi hvað varðar sjónvarps- og kvikmyndagerð og hefur hann svo sannarlega ekki dvalað á síðustu árum. Sjónvarpsgláp er í hæstu hæðum og hefur sjaldan verið horft jafn mikið á sjónvarp, Síminn gaf út 6 glænýjar leiknar þáttaseríur á liðnu ári á móti þeim 2. sem að RÚV gaf út (samkvæmt talningu og kvikmyndavef). Taka þarf fram að höfundur er ekki óhlutdrægur þar sem að hann gerði eina af þessum 6 fyrir Símann. Stöð 2 gaf einnig út fleiri leiknar þáttaraðir á árinu heldur en RÚV. Hvernig stendur á því að tvær einkareknar stöðvar standi sig betur en RÚV í að framleiða íslenskt sjónvarp og þar af leiðandi efli og styðji betur við tungumálið okkar og menningu? Er þá ekki grundvöllur til þess að fara að skoða verkferla? Einnig má benda á það hversu lítið af sjónvarpi höfðar til yngri kynslóðar. Það er nánast ekkert fyrir þau til að horfa á á Íslensku þannig að þau leita þá frekar til samfélagsmiðla eða streymisveitna á ensku. Ég átta mig á því að fjármunir skipti máli og standa þeir ekki eins á milli stofnanna en maður má bera upp spurninguna hvort að fjármunum RÚV sé varið skynsamlega, það verður að segjast að einhverskonar einokun hafi skapast á RÚV síðustu ár þar sem að sömu stóru framleiðslufyrirtækin gera stórar seríur fyrir fjármuni frá RÚV. Á meðan að Stöð 2 og Síminn hafa verið dugleg að styðja við upprennandi kvikmyndagerðarfólk með því að fjármagna t.d. aðeins ódýrari seríur og þar af leiðandi geta gert fleiri, ferskari og gefið fleiri fólki rödd. Og fólk er að horfa. Afhverju beinast spjótin að RÚV? Jú, RÚV er í eigu hins opinbera og fylgja því ákveðnar skyldur gagnvart menningu og þjóðfélagi. Ég er ekki að gefa í skyn að RÚV eigi að gera það að meginhlutverki sínu að stuðla að því að ungt fólk geti komið sér á framfæri en það er nánast eins og stofnunin grafi undan því að veita yngri kynslóðum sem eru upprennandi að fá að nota miðla sína til að koma sér áfram í bransanum og í stað þess hamli starf ungs fólks sem er að reyna láta ljós sitt skína. Hér er smá dæmisaga: Árið 2020 var höfundur tvítugur, hann var nýútskrifaður með stúdentspróf og hafði sér þann draum að verða kvikmyndagerðarmaður, enda vissi hann að hann hafði burði til þess. Í lok ársins fór hann ásamt góðum vinum og skaut kvikmynd fyrir pening úr eigin vasa sem hann hafði skrifað sumarið áður og gekk það prýðum vel. Myndin komst inn á hátíðir úti í heimi, ferðast var til Evrópu til þess að sýna myndina fyrir erlendum kvikmyndaunnendum en ferðalagið var hamlað vegna Covid. Í kjölfar af þessari velgengni tóku SAMbíóin við keflinu og gáfu þessari sjálfstæðu kvikmynd heimili sem þykir góð viðurkenning og var hún frumsýnd á Íslandi í febrúar árið 2021. Eftir meiri velgengni enn og aftur kemur að því að selja myndina til íslenskra sjónvarpsstöðva, allar komu þær til greina en vegna þess að höfundur hafði það efst í huga að koma sér á framfæri sem kvikmyndagerðarmaður varð RÚV fyrir valinu, þrátt fyrir að hefði verið hægt að fá meiri summu frá öðrum stöðvum. RÚV er með góða dreifingu sem nær til allra á Íslandi og það frítt, sem var hugsunin á bakvið ákvörðunina, þó að ágætis summa hafi komið úr viðskiptunum. Núna er að koma 2025, fjögur ár liðin síðan að myndin var seld til RÚV í þeirri von um að þau myndu sýna hana og gefa höfundi það umtal sem hann leitaðist eftir á þeim tíma en hins vegar hefur myndin ekki enn verið sýnd í sjónvarpi RÚV, þrátt fyrir endalausar fyrirspurnir til þeirra og hálfbökuð/óskýr svör til baka. Nánast allar myndir sem RÚV hefur öðlast síðan þá hafa verið sýndar, hver er munurinn? Mögulega sá að höfundur kvikmyndarinnar var ungur, og lítið varið í hann, eigi bara að vera gera stuttmyndir eða vera í skóla? Þrátt fyrir þetta lét hann ekkert stoppa sig, hann ætlaði ekki einungis að reiða sig á RÚV heldur leitaði hann til aðra einkarekna stöðva og fékk þar hlýjar móttökur. Gerði þætti sem komu út í febrúar á Sjónvarpi Símans og fengu frábærar viðtökur, er núna með sitt eigið framleiðslufyrirtæki og þónokkur verkefni í bígerð, þar má nefna ævisögu tónlistarskáldsins Bubba Morthens. Einnig má nefna að höfundur vinnur líka að verkefni fyrir RÚV, þannig þetta er ekki væmnispistill til þess að fá eitthvað verkefni að veruleika, heldur í þeirri von að RÚV (og flestir) taki betur mark á ungu fólki, sem er upprennandi, spennandi og gefi því séns, hlusti á það. Afhverju núna? Jú, dagskrárstjóri RÚV lætur nú af störfum eftir áramót og styttist í að nýr arftaki taki við. Ég hef ekkert á móti núverandi dagskrárstjóra, né neinum sem er vísað í í fréttinni, ég er einungis að benda á hvað betur mætti fara með uppbyggjandi gagnrýni. Ef það vill svo til að framtíðar- dagskrárstjóri RÚV sé að lesa þetta má sá aðili endilega taka mið af því sem hér hefur verið skrifað af því að það er svo mikið af spennandi og hæfileikaríki ungu fólki, höfundum, leikurum, kvikmyndagerðarfólki o.sfv sem eru bara rétt handan við hornið. Höfundur er framleiðandi og kvikmyndagerðarmaður.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun