Ítalskir blaðamenn fullyrtu að Paulo Fonseca yrði rekinn í gær en það er athyglisvert að fréttir um eftirmann hans hafi komið fram í dagsljósið áður en hann var formlega látinn taka pokann sinn.
Fonseca vissi ekki að brottrekstrinum eftir leik liðsins í gær en blaðamenn gengu á hann með það.
Seinna um kvöldið var brottrekstur Fonseca hins vegar staðfestur en þá voru ítalskir fjölmiðlamenn löngu byrjaðir að slá því upp að Conceicao tæki við liðinu.
Samkvæmt frétt Fabrizio Romano þá voru Conceicao og umboðsmaður hans Mendes að bíða eftir þessari formlegu tilkynningu frá AC Milan. Conceicao hafði þá þegar samþykkt að taka við ítalska liðinu þegar félagið myndi reka Fonseca. Hann gerir samning til ársins 2026.
AC Milan gerði 1-1 jafntefli á móti Roma í gærkvöldi og er í áttunda sæti deildarinnar, fjórtán stigum frá toppsætinu og átta stigum frá Meistaradeildarsæti.
Hin 49 ára gamli Conceicao hefur verið þjálfari Porto frá árinu 2017 og undir hans stjórn hefur liðið þrisvar sinnum orðið portúgalskur meistari.