Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. desember 2024 23:01 Kristján Leó Guðmundsson er einn hugmyndasmiða síðunnar. Vísir Ungur forritari hvetur fólk til að nota nýja vefsíðu sem segir til um hve mikil umferð er á höfuðborgarsvæðinu. Vefsíðan geti komið sér vel, nú þegar fólk er í óða önn að undirbúa áramótin. Ný vefsíða sem ber heitið ErUmferð.is reiknar út hve mikil umferð er á höfuðborgarsvæðinu að hverju sinni. Vefsíðan gefur þá upp nýja vísitölu sem uppfærist á fimm mínútna fresti og notar gögn frá mælum Landupplýsingakerfi sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Orkuveitunnar og Mílu til að reikna meðaltal umferðar í borginni. Rúmlega tvítugur forritari á bak við vefsíðuna segir að hugmyndin hafi sprottið upp þegar að hann og vinur hans, Valdimar Örn Sverrisson, sem kom einnig að þróun vefsíðunnar voru að grúska í gögnum Landupplýsingakerfisins sem þeir hafi báðir mjög gaman af. „Við tökum sem sagt vegið meðaltal af hraða bíla í borginni. Við notum alla þessa mæla, og þegar bílarnir fara hægt er umferðin lítil en þegar þeir fara hratt er hún mikil,“ segir Kristján Leó Guðmundsson hugmyndasmiður vefsíðunnar. Drengirnir á bak við vefsíðuna hafi fengið góð viðbrögð frá þeim sem noti síðuna sem sé í stöðugri þróun. „Við bættum við um daginn svona umferðarspá fram í tímann. Ef maður skrollar niður á síðunni má sjá svona spá fram í tímann yfir daginn. Hversu mikil umferð verður á hverjum tímapunkti. Við höfðum hugsað okkur að bæta aðeins þessa spá og taka inn í þetta eins og veður og fleira. Ef það er slæmt veður er yfirleitt meiri umferð,“ segir Kristján Hann segist hafa tekið eftir því að umferðin nær hámarki klukkan korter yfir fjögur, oftast á þriðjudögum. „Svo passið ykkur á því,“ segir Kristján og hlær. Tækni Umferð Samgöngur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Ný vefsíða sem ber heitið ErUmferð.is reiknar út hve mikil umferð er á höfuðborgarsvæðinu að hverju sinni. Vefsíðan gefur þá upp nýja vísitölu sem uppfærist á fimm mínútna fresti og notar gögn frá mælum Landupplýsingakerfi sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Orkuveitunnar og Mílu til að reikna meðaltal umferðar í borginni. Rúmlega tvítugur forritari á bak við vefsíðuna segir að hugmyndin hafi sprottið upp þegar að hann og vinur hans, Valdimar Örn Sverrisson, sem kom einnig að þróun vefsíðunnar voru að grúska í gögnum Landupplýsingakerfisins sem þeir hafi báðir mjög gaman af. „Við tökum sem sagt vegið meðaltal af hraða bíla í borginni. Við notum alla þessa mæla, og þegar bílarnir fara hægt er umferðin lítil en þegar þeir fara hratt er hún mikil,“ segir Kristján Leó Guðmundsson hugmyndasmiður vefsíðunnar. Drengirnir á bak við vefsíðuna hafi fengið góð viðbrögð frá þeim sem noti síðuna sem sé í stöðugri þróun. „Við bættum við um daginn svona umferðarspá fram í tímann. Ef maður skrollar niður á síðunni má sjá svona spá fram í tímann yfir daginn. Hversu mikil umferð verður á hverjum tímapunkti. Við höfðum hugsað okkur að bæta aðeins þessa spá og taka inn í þetta eins og veður og fleira. Ef það er slæmt veður er yfirleitt meiri umferð,“ segir Kristján Hann segist hafa tekið eftir því að umferðin nær hámarki klukkan korter yfir fjögur, oftast á þriðjudögum. „Svo passið ykkur á því,“ segir Kristján og hlær.
Tækni Umferð Samgöngur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira