Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2024 21:42 Paulo Fonseca var mögulega að stýra AC Milan í síðasta sinn í kvöld. Hann entist ekki út fyrri hálfleikinn. Luca Amedeo Bizzarri/Getty Images Paulo Fonseca gæti hafa verið að stýra AC Milan í síðasta sinn er liðið tók á móti Roma í ítölsku deildinni í knattspyrnu í kvöld. Hávær orðrómur hefur verið á kreiki um að Fonseca sé valtur í starfi hjá AC Milan eftir slæmt gengi liðsins á tímabilinu. Fyrir leik kvöldsins sat liðið í áttunda sæti ítölsku deildarinnar með aðeins 26 stig eftir 16 leiki. Fonseca náði líklega ekki að koma sér í mjúkinn hjá stjórnarmönnum Mílanóliðsins í kvöld, en hann var sendur upp í stúku með tvö gul spjöld, og þar með rautt, stuttu fyrir hálfleikshléið. 🔴⚫️ Key game ahead for Paulo Fonseca as AC Milan face AS Roma.Sérgio Conceição, main candidate to replace Fonseca if AC Milan decide to sack him in the next days. 👀🇵🇹 pic.twitter.com/GfXDuBFwNj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 29, 2024 Fyrra gula spjaldið fékk Fonseca á 40. mínútu þegar hann vildi fá brot úti á velli og það seinna fékk hann þremur mínútum síðar þegar lið hans fékk ekki vítaspyrnu. Þjálfarinn hafði vissulega ýmislegt fyrir sér þegar Tijjani Reijnders var felldur innan vítateigs, en missti algjörlega stjórn á skapi sínu á hliðarlínunni og var sendur upp í stúku. Áðurnefndur Reijnders skoraði einmitt mark AC Milan snemma leiks stuttu áður en Paulo Dybala jafnaði metin fyrir gestina og þar við sat. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli í mögulega síðasta leik Fonseca sem þjálfari AC Milan. Liðið situr enn í áttunda sæti deildarinnar, nú með 27 stig eftir 17 leiki. Roma er hins vegar í enn verri málum í deildinni og situr í tíunda sæti með 20 stig eftir 18 leiki. Ítalski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Sjá meira
Hávær orðrómur hefur verið á kreiki um að Fonseca sé valtur í starfi hjá AC Milan eftir slæmt gengi liðsins á tímabilinu. Fyrir leik kvöldsins sat liðið í áttunda sæti ítölsku deildarinnar með aðeins 26 stig eftir 16 leiki. Fonseca náði líklega ekki að koma sér í mjúkinn hjá stjórnarmönnum Mílanóliðsins í kvöld, en hann var sendur upp í stúku með tvö gul spjöld, og þar með rautt, stuttu fyrir hálfleikshléið. 🔴⚫️ Key game ahead for Paulo Fonseca as AC Milan face AS Roma.Sérgio Conceição, main candidate to replace Fonseca if AC Milan decide to sack him in the next days. 👀🇵🇹 pic.twitter.com/GfXDuBFwNj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 29, 2024 Fyrra gula spjaldið fékk Fonseca á 40. mínútu þegar hann vildi fá brot úti á velli og það seinna fékk hann þremur mínútum síðar þegar lið hans fékk ekki vítaspyrnu. Þjálfarinn hafði vissulega ýmislegt fyrir sér þegar Tijjani Reijnders var felldur innan vítateigs, en missti algjörlega stjórn á skapi sínu á hliðarlínunni og var sendur upp í stúku. Áðurnefndur Reijnders skoraði einmitt mark AC Milan snemma leiks stuttu áður en Paulo Dybala jafnaði metin fyrir gestina og þar við sat. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli í mögulega síðasta leik Fonseca sem þjálfari AC Milan. Liðið situr enn í áttunda sæti deildarinnar, nú með 27 stig eftir 17 leiki. Roma er hins vegar í enn verri málum í deildinni og situr í tíunda sæti með 20 stig eftir 18 leiki.
Ítalski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Sjá meira