Sandra Erlingsdóttir og stöllur hennar í Metzingen unnu sterkan fimm marka sigur gegn Neckarsulmer, 30-25, þar sem Sandra skoraði eitt og lagði upp annað fyrir heimakonur.
Með sigrinum stökk Metzingen upp um þrjú sæti í þýsku deildinni og situr nú í áttunda sæti með sjö stig eftir tíu leiki.
Þá máttu þær Andra Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir þola átta marka tap með liði sínu Blomberg-Lippe gegn Ludwigsburg, 32-24.
Andrea skoraði þtjú mörk fyrir gestina, en Díana komst ekki á blað.