Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2024 20:04 Mæðgurnar Aðalbjörg og Guðný á Selfossi, sem eiga heiðurinn af ullarsokkaprjónaverkefninu fyrir hermennina í Úkraínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hópur kvenna á Suðurlandi vinnur nú hörðum höndum þessa dagana við að prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu eftir að ósk barst frá hermönnunum um hlýja og góða sokka. Stefnt er að því að senda um hundrað pör af sokkum til Úkraínu um miðjan næsta mánuð. Mæðgurnar Aðalbjörg Runólfsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir eru í forsvari fyrir ullarsokkaverkefnið en þær eru búsettar á Selfossi og hafa fengið margar konur í viðbót með sér í verkefnið en vilja endilega að fleiri taki þátt í verkefninu. Mæðgurnar hafa einu sinni áður tekið svona verkefni að sér fyrir Úkraínu og sendu þá stóra sendingu út af ullarsokkum, sem mikil ánægja var með. Aðalbjörg á íslenskan vin í Úkraínu með konu og börn, sem hefur tekið að sér að koma ullarsokkunum til hermannanna. „Þetta gefur okkur rosalega mikið að gera þetta, alveg ofboðslega mikið. Manni líður svo vel og þetta einhvern vegin lífgar upp á dimma veturinn hjá okkur,” segir Aðalbjörg og bætir við. „Þetta eru hlýir og góðir sokkar, sem við prjónum úr íslenskri ull, sem er það besta, sem þú færð.” Aðalbjörg segist með daglegum störfum vera tvö kvöld að prjóna parið en hún vill endilega fá fleiri með í verkefnið þannig að það sé hægt að senda stóra sending af sokkum til Úkraínu 15. janúar næstkomandi. „Stelpur, verið duglegar að prjóna ullarsokka fyrir hermenn, stærð 41 til 47,” segir hún alsæl með prjónaverkefni þeirra mæðgna. Aðalbjörg segir að það taki sig tvö kvöld að prjóna sokkapar af ullarsokkum. Hún hvetur alla sem vilja vera með að setja sig í samband við sig á Facebook til að fá nánari upplýsingar um verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona að við fáum, sem flestar konur til þess að hjálpa okkur við að koma þessu út. Karlmannssokka með háu stroffi, það er óskin. Ég er búin að virkja margar af mínum kunningjakonum til þess að prjóna,” segir Guðný. En hvað með karlana, geta þeir ekki líka prjónað ullarsokka? „Jú auðvitað, þeir eiga alveg eins að getað prjónað sokka eins og við, maðurinn minn prjónaði þegar hann var ungur,” segir Guðný. Facebooksíða Aðalbjargar vegna prjónaverkefnisins Árborg Úkraína Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Mæðgurnar Aðalbjörg Runólfsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir eru í forsvari fyrir ullarsokkaverkefnið en þær eru búsettar á Selfossi og hafa fengið margar konur í viðbót með sér í verkefnið en vilja endilega að fleiri taki þátt í verkefninu. Mæðgurnar hafa einu sinni áður tekið svona verkefni að sér fyrir Úkraínu og sendu þá stóra sendingu út af ullarsokkum, sem mikil ánægja var með. Aðalbjörg á íslenskan vin í Úkraínu með konu og börn, sem hefur tekið að sér að koma ullarsokkunum til hermannanna. „Þetta gefur okkur rosalega mikið að gera þetta, alveg ofboðslega mikið. Manni líður svo vel og þetta einhvern vegin lífgar upp á dimma veturinn hjá okkur,” segir Aðalbjörg og bætir við. „Þetta eru hlýir og góðir sokkar, sem við prjónum úr íslenskri ull, sem er það besta, sem þú færð.” Aðalbjörg segist með daglegum störfum vera tvö kvöld að prjóna parið en hún vill endilega fá fleiri með í verkefnið þannig að það sé hægt að senda stóra sending af sokkum til Úkraínu 15. janúar næstkomandi. „Stelpur, verið duglegar að prjóna ullarsokka fyrir hermenn, stærð 41 til 47,” segir hún alsæl með prjónaverkefni þeirra mæðgna. Aðalbjörg segir að það taki sig tvö kvöld að prjóna sokkapar af ullarsokkum. Hún hvetur alla sem vilja vera með að setja sig í samband við sig á Facebook til að fá nánari upplýsingar um verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona að við fáum, sem flestar konur til þess að hjálpa okkur við að koma þessu út. Karlmannssokka með háu stroffi, það er óskin. Ég er búin að virkja margar af mínum kunningjakonum til þess að prjóna,” segir Guðný. En hvað með karlana, geta þeir ekki líka prjónað ullarsokka? „Jú auðvitað, þeir eiga alveg eins að getað prjónað sokka eins og við, maðurinn minn prjónaði þegar hann var ungur,” segir Guðný. Facebooksíða Aðalbjargar vegna prjónaverkefnisins
Árborg Úkraína Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira