Fótbolti

Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jason Daði Svanþórsson skoraði þriðja mark Grimsby í dag.
Jason Daði Svanþórsson skoraði þriðja mark Grimsby í dag. Michael Regan/Getty Images

Jason Daði Svanþórsson skoraði þriðja mark Grimsby er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Port Vale í ensku D-deildinni í knattspyrnu í dag.

Jason hóf leik á varamannabekk Grimsby, en kom inn á eftir klukkutíma leik. Þá var staðan 1-0, Grimsby í vil, eftir að varnarmaðurinn Cameron McJannett hafði komið liðinu yfir í fyrri hálfleik.

Douglas Tharme tvöfaldaði svo forystu liðsins þegar um tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma áður en Jason Daði gulltryggði sigurinn með marki á annarri mínútu uppbótartíma.

Niðurstaðan því 3-0 sigur Grimsby sem nú situr í fimmta sæti deildarinnar með 37 stig eftir 23 leiki, jafn mörg og Port Vale sem situr í fjórða sæti. Raunar eru fjögur lið jöfn að stigum með 37 stig, frá öðru sæti niður í það fimmta. Baráttan um að komast upp í C-deildina ætlar því að verða afar hörð í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×