Innlent

Borgarísjaki utan við Blöndu­ós

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Stærð ísjakans sést enn betur þegar maður sér hann svona frá landi.
Stærð ísjakans sést enn betur þegar maður sér hann svona frá landi. Róbert Daníel Jónsson

Borgarísjaki birtist í Húnafirði um fjórum kílómetrum fyrir utan Blönduós í dag. Magnaðar myndir náðust af ísjakanum í sólarlaginu.

Heimamaðurinn Róbert Daníel Jónsson flaug flygildi sínu að ísjakanum um eittleytið í dag og náði frábærum myndum og myndbandi af honum. 

Hér fyrir neðan má sjá ísjakann baðaðan í appelsínugulri birtu sólarlagsins við Vatnsdalsfjall í Austur-Húnavatnssýslu.

Í bakgrunni má sjá sólina setjast við Vatnsdalsfjall.Róbert Daníel Jónsson
Það hefur snjóað aðeins á meðan flygildið flaug í kringum ísjakann sem býr til þessa frábæru áferð á myndinni.Róbert Daníel Jónsson
Ísjakinn skagar þrískiptur upp úr sjónum.Róbert Daníel Jónsson
Ísjakinn úr fjarska meðfram yfirborði sjávar.Róbert Daníel Jónsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×