Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2024 14:03 Mjög mikið er byggt af nýju húsnæði í Hveragerði og sömu sögu er að segja um Sveitarfélagið Ölfuss og Sveitarfélagið Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjaldan eða aldrei hefur verið byggt eins mikið af nýju íbúðarhúsnæði í Hveragerði eins og á þessu ári enda fjölgar fólki ört í bæjarfélaginu. Bæjarstjórinn segir greinilegt að ungt fólk sé að horfa frá höfuðborgarsvæðinu austur fyrir fjall. Mikil uppbygging hefur átt sér á Árborgarsvæðinu á árinu 2024, sem er nú senn að ljúka en þá er átt við Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Hveragerðisbæ. Öll sveitarfélögin hafa samþykkt fjárhagsáætlun fyrir nýtt ár og gefa þær allar fyrirheit um áframhaldandi uppbyggingu og vöxt í sveitarfélögunum. Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir að nýtt ár líti mjög vel út hjá Hveragerðisbæ. „Það er náttúrulega mikið af verkefnum, mikið af fjárfestingum hérna. Við erum í heilmikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja, íþróttahús og gervigrasvöllur og svo erum við að brjóta land og götur. Þannig að það er mikið um að vera og þetta svæði í heildinni verður örugglega það svæði á sveitarstjórnarstiginu, sem er mest spenna fyrir næstu 10 til 20 árin og jafnvel lengur. Það er bara ofboðsleg gæði hérna og Hveragerðisbær hefur alveg ótrúlegan reit, ótrúlegt hreiður, sem að skapar okkur sérstöðu og hér mun fólk vilja búa í meira mæli,” segir Pétur. Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem segir að ungt fólk sé að horfa frá höfuðborgarsvæðinu yfir heiðina austur yfir og koma fyrir sér fótunum og byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur hrósar bæjarfulltrúum í Hveragerði, þar sé góð eining og allir vinni saman, sem sé mjög mikilvægt eins og í kringum fjárhagsáætlunargerð og fleiri stór verkefni. Og íbúum í Hveragerði fjölgar og fjölgar enda byggt og byggt. „Já og maður finnur að ungt fólk er að horfa frá höfuðborgarsvæðinu yfir heiðina austur yfir og koma fyrir sér fótunum og byggja”, segir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Hveragerði Árborg Ölfus Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Mikil uppbygging hefur átt sér á Árborgarsvæðinu á árinu 2024, sem er nú senn að ljúka en þá er átt við Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Hveragerðisbæ. Öll sveitarfélögin hafa samþykkt fjárhagsáætlun fyrir nýtt ár og gefa þær allar fyrirheit um áframhaldandi uppbyggingu og vöxt í sveitarfélögunum. Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir að nýtt ár líti mjög vel út hjá Hveragerðisbæ. „Það er náttúrulega mikið af verkefnum, mikið af fjárfestingum hérna. Við erum í heilmikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja, íþróttahús og gervigrasvöllur og svo erum við að brjóta land og götur. Þannig að það er mikið um að vera og þetta svæði í heildinni verður örugglega það svæði á sveitarstjórnarstiginu, sem er mest spenna fyrir næstu 10 til 20 árin og jafnvel lengur. Það er bara ofboðsleg gæði hérna og Hveragerðisbær hefur alveg ótrúlegan reit, ótrúlegt hreiður, sem að skapar okkur sérstöðu og hér mun fólk vilja búa í meira mæli,” segir Pétur. Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem segir að ungt fólk sé að horfa frá höfuðborgarsvæðinu yfir heiðina austur yfir og koma fyrir sér fótunum og byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur hrósar bæjarfulltrúum í Hveragerði, þar sé góð eining og allir vinni saman, sem sé mjög mikilvægt eins og í kringum fjárhagsáætlunargerð og fleiri stór verkefni. Og íbúum í Hveragerði fjölgar og fjölgar enda byggt og byggt. „Já og maður finnur að ungt fólk er að horfa frá höfuðborgarsvæðinu yfir heiðina austur yfir og koma fyrir sér fótunum og byggja”, segir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Hveragerði Árborg Ölfus Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira