Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 14:17 Heung-Min Son, Mohamed Salah og Kevin De Bruyne gætu allir farið frítt frá félögum sínum í sumar. Vísir/Getty Óhætt er að segja að það séu nokkur stór nöfn á listanum yfir þá leikmenn sem renna út á samningi í ensku úrvalsdeildinni næsta sumar. Liverpool, Manchester City og Tottenham eru meðal þeirra liða sem geta átt í hættu á því að missa frá sér sínar stærstu stjörnur í sumar og þeir leikmenn sem renna út á samningi að tímabilinu loknu geta farið að ræða við erlend lið strax í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman lista yfir þá helstu sem verða að öllu óbreyttu samningslausir í sumar. Salah, Trent og Van Dijk á lista Liverpool Ef allt fer á versta veg gæti Liverpool misst þrjá af sínum bestu leikmönnum í sumar. Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk verða allir samningslausir í sumar ef liðinu tekst ekki að endursemja við þá. Salah hefur, að öðrum ólöstuðum, verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Egyptinn hefur skorað 16 mörk og lagt upp önnur 11 í aðeins 17 leikjum. Mohamed Salah hefur verið magnaður á tímabilinu.vísir/Getty Þá hefur Van Dijk verið meðal bestu varnarmanna deildarinnar undanfarin ár og Trent Alexander-Arnold hefur verið einn besti bakvörður heims, í það minnsta þegar kemur að sóknarframlagi bakvarða. Gætu De Bruyne og Son farið? Englandsmeistar síðustu fjögurra ára gætu einnig verið að missa einn af sinn dáðustu sonum. Samningur Kevins De Bruyne rennur út í sumar og gæti einn besti miðjumaður sem deildin hefur sé því verið á útleið. Tímabilið hefur hins vegar ekki verið gott hjá Belganum, ekki frekar en öðrum hjá meisturunum ríkjandi. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá De Bruyne undanfarin ár og hefur hann aðeins komið við sögu í 16 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Kevin De Bruyne hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Manchester City undanfarið.Carl Recine/Getty Images Þá gæti annar leikmaður sem er ekki að eiga sitt besta tímabil yfirgefið sitt félag. Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, er á sínu síðasta samningsári og gæti því yfirgefið félagið. Son hefur verið burðarás í liði Tottenham frá árinu 2018 og er átjándi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 125 mörk. Hann hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu og hefur aðeins komið boltanum fimm sinnum í netið fyrir þá hvítklæddu. Aðrir sem gætu farið Salah, Van Dijk, Trent, De Bruyne og Son eru ekki einu leikmennirnir sem gætu farið frítt frá sínum liðumí sumar. Chris Wood, sem hefur raðað inn mörkum fyrir spútniklið Nottingham Forest, er á sínu síðasta samningsári og gæti því farið. Það sama má segja um leikmenn á borð við Amad Diallo, Harry Maguire, Victor Lindelof, Thomas Partey, Callum Wilson, Tyrick Mitchell og Sean Longstaff. Chris Wood hefur raðað inn fyrir Nottingham Forest í vetur.Carl Recine/Getty Images Enski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Í beinni: PSG - Aston Villa | Gerir PSG öðru ensku liði grikk? Í beinni: Barcelona - Dortmund | Börsungar búnir að vera sjóðheitir Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Sjá meira
Liverpool, Manchester City og Tottenham eru meðal þeirra liða sem geta átt í hættu á því að missa frá sér sínar stærstu stjörnur í sumar og þeir leikmenn sem renna út á samningi að tímabilinu loknu geta farið að ræða við erlend lið strax í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman lista yfir þá helstu sem verða að öllu óbreyttu samningslausir í sumar. Salah, Trent og Van Dijk á lista Liverpool Ef allt fer á versta veg gæti Liverpool misst þrjá af sínum bestu leikmönnum í sumar. Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk verða allir samningslausir í sumar ef liðinu tekst ekki að endursemja við þá. Salah hefur, að öðrum ólöstuðum, verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Egyptinn hefur skorað 16 mörk og lagt upp önnur 11 í aðeins 17 leikjum. Mohamed Salah hefur verið magnaður á tímabilinu.vísir/Getty Þá hefur Van Dijk verið meðal bestu varnarmanna deildarinnar undanfarin ár og Trent Alexander-Arnold hefur verið einn besti bakvörður heims, í það minnsta þegar kemur að sóknarframlagi bakvarða. Gætu De Bruyne og Son farið? Englandsmeistar síðustu fjögurra ára gætu einnig verið að missa einn af sinn dáðustu sonum. Samningur Kevins De Bruyne rennur út í sumar og gæti einn besti miðjumaður sem deildin hefur sé því verið á útleið. Tímabilið hefur hins vegar ekki verið gott hjá Belganum, ekki frekar en öðrum hjá meisturunum ríkjandi. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá De Bruyne undanfarin ár og hefur hann aðeins komið við sögu í 16 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Kevin De Bruyne hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Manchester City undanfarið.Carl Recine/Getty Images Þá gæti annar leikmaður sem er ekki að eiga sitt besta tímabil yfirgefið sitt félag. Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, er á sínu síðasta samningsári og gæti því yfirgefið félagið. Son hefur verið burðarás í liði Tottenham frá árinu 2018 og er átjándi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 125 mörk. Hann hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu og hefur aðeins komið boltanum fimm sinnum í netið fyrir þá hvítklæddu. Aðrir sem gætu farið Salah, Van Dijk, Trent, De Bruyne og Son eru ekki einu leikmennirnir sem gætu farið frítt frá sínum liðumí sumar. Chris Wood, sem hefur raðað inn mörkum fyrir spútniklið Nottingham Forest, er á sínu síðasta samningsári og gæti því farið. Það sama má segja um leikmenn á borð við Amad Diallo, Harry Maguire, Victor Lindelof, Thomas Partey, Callum Wilson, Tyrick Mitchell og Sean Longstaff. Chris Wood hefur raðað inn fyrir Nottingham Forest í vetur.Carl Recine/Getty Images
Enski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Í beinni: PSG - Aston Villa | Gerir PSG öðru ensku liði grikk? Í beinni: Barcelona - Dortmund | Börsungar búnir að vera sjóðheitir Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Sjá meira