Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 08:02 Hákon Rafn Valdimarsson er tuttugasti Íslendingurinn til að leika í ensku úrvalsdeildinni. Alex Pantling/Getty Images Hákon Rafn Valdimarsson varð í gær 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi. Hákon kom inn af bekknum fyrir Brentford á 36. mínútu í markalausu jafntefli gegn Brighton vegna meiðsla aðalmarkvarðar liðsins, Mark Flekken. Þetta var fyrsti leikur Hákons fyrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni og gerði Gróttumaðurinn fyrrverandi vel í að halda marki gestanna hreinu í um það bil klukkustund í þessari sterku deild. Það er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar eignumst nýjan leikmann í ensku úrvalsdeildinni, en Hákon varð í gær aðeins 21. Íslendingurinn til að spila leik í efstu deild Englands. Albert Guðmundsson, sem fékk undanþágu til að leika tvo leiki sem áhugamaður með Arsenal árið 1946, var fyrstur Íslendinga til að afreka það. Alls hafa sex íslenskir leikmenn leikið yfir hundrað leiki í ensku úrvalsdeildinni og er Hermann Hreiðarsson þeirra leikjahæstur með 332 leiki. Þar á eftir kemur Gylfi Þór Sigurðsson með 318 leiki og á eftir honum er Eiður Smári Guðjohnsen með 211 leiki. Áðurnefndir Gylfi Þór og Eiður Smári eru markahæstu Íslendingarnir í ensku úrvalsdeildinni með 67 og 55 mörk og Heiðar Helguson er þriðji markahæstur með 28 mörk. Íslendingar í efstu deild Englands Hermann Hreiðarsson - 332 leikir og 14 mörk Gylfi Þór Sigurðsson - 318 leikir og 67 mörk Eiður Smári Guðjohnsen - 211 leikir og 55 mörk Guðni Bergsson - 201 leikur og 10 mörk Jóhann Berg Guðmundsson - 162 leikir og 10 mörk Grétar Rafn Steinsson - 126 leikir og 4 mörk Heiðar Helguson - 96 leikir og 28 mörk Sigurður Jónsson - 75 leikir og 5 mörk Ívar Ingimarsson - 72 leikir og 4 mörk Aron Einar Gunnarsson - 51 leikur og 2 mörk Arnar Gunnlaugsson - 45 leikir og 3 mörk Brynjar Björn Gunnarsson - 43 leikir og 3 mörk Þorvaldur Örlygsson - 37 leikir og 2 mörk Jóhannes Karl Guðjónsson - 32 leikir og 2 mörk Lárus Orri Sigurðsson - 29 leikir og 0 mörk Þórður Guðjónsson - 10 leikir og 1 mark Jóhann Birnir Guðmundsson - 9 leikir og 0 mörk Eggert Gunnþór Jónsson - 3 leikir og 0 mörk Albert Guðmundsson - 2 leikir og 0 mörk Rúnar Alex Rúnarsson - 1 leikur og 0 mörk Hákon Rafn Valdimarsson - 1 leikur og 0 mörk Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Hákon kom inn af bekknum fyrir Brentford á 36. mínútu í markalausu jafntefli gegn Brighton vegna meiðsla aðalmarkvarðar liðsins, Mark Flekken. Þetta var fyrsti leikur Hákons fyrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni og gerði Gróttumaðurinn fyrrverandi vel í að halda marki gestanna hreinu í um það bil klukkustund í þessari sterku deild. Það er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar eignumst nýjan leikmann í ensku úrvalsdeildinni, en Hákon varð í gær aðeins 21. Íslendingurinn til að spila leik í efstu deild Englands. Albert Guðmundsson, sem fékk undanþágu til að leika tvo leiki sem áhugamaður með Arsenal árið 1946, var fyrstur Íslendinga til að afreka það. Alls hafa sex íslenskir leikmenn leikið yfir hundrað leiki í ensku úrvalsdeildinni og er Hermann Hreiðarsson þeirra leikjahæstur með 332 leiki. Þar á eftir kemur Gylfi Þór Sigurðsson með 318 leiki og á eftir honum er Eiður Smári Guðjohnsen með 211 leiki. Áðurnefndir Gylfi Þór og Eiður Smári eru markahæstu Íslendingarnir í ensku úrvalsdeildinni með 67 og 55 mörk og Heiðar Helguson er þriðji markahæstur með 28 mörk. Íslendingar í efstu deild Englands Hermann Hreiðarsson - 332 leikir og 14 mörk Gylfi Þór Sigurðsson - 318 leikir og 67 mörk Eiður Smári Guðjohnsen - 211 leikir og 55 mörk Guðni Bergsson - 201 leikur og 10 mörk Jóhann Berg Guðmundsson - 162 leikir og 10 mörk Grétar Rafn Steinsson - 126 leikir og 4 mörk Heiðar Helguson - 96 leikir og 28 mörk Sigurður Jónsson - 75 leikir og 5 mörk Ívar Ingimarsson - 72 leikir og 4 mörk Aron Einar Gunnarsson - 51 leikur og 2 mörk Arnar Gunnlaugsson - 45 leikir og 3 mörk Brynjar Björn Gunnarsson - 43 leikir og 3 mörk Þorvaldur Örlygsson - 37 leikir og 2 mörk Jóhannes Karl Guðjónsson - 32 leikir og 2 mörk Lárus Orri Sigurðsson - 29 leikir og 0 mörk Þórður Guðjónsson - 10 leikir og 1 mark Jóhann Birnir Guðmundsson - 9 leikir og 0 mörk Eggert Gunnþór Jónsson - 3 leikir og 0 mörk Albert Guðmundsson - 2 leikir og 0 mörk Rúnar Alex Rúnarsson - 1 leikur og 0 mörk Hákon Rafn Valdimarsson - 1 leikur og 0 mörk
Hermann Hreiðarsson - 332 leikir og 14 mörk Gylfi Þór Sigurðsson - 318 leikir og 67 mörk Eiður Smári Guðjohnsen - 211 leikir og 55 mörk Guðni Bergsson - 201 leikur og 10 mörk Jóhann Berg Guðmundsson - 162 leikir og 10 mörk Grétar Rafn Steinsson - 126 leikir og 4 mörk Heiðar Helguson - 96 leikir og 28 mörk Sigurður Jónsson - 75 leikir og 5 mörk Ívar Ingimarsson - 72 leikir og 4 mörk Aron Einar Gunnarsson - 51 leikur og 2 mörk Arnar Gunnlaugsson - 45 leikir og 3 mörk Brynjar Björn Gunnarsson - 43 leikir og 3 mörk Þorvaldur Örlygsson - 37 leikir og 2 mörk Jóhannes Karl Guðjónsson - 32 leikir og 2 mörk Lárus Orri Sigurðsson - 29 leikir og 0 mörk Þórður Guðjónsson - 10 leikir og 1 mark Jóhann Birnir Guðmundsson - 9 leikir og 0 mörk Eggert Gunnþór Jónsson - 3 leikir og 0 mörk Albert Guðmundsson - 2 leikir og 0 mörk Rúnar Alex Rúnarsson - 1 leikur og 0 mörk Hákon Rafn Valdimarsson - 1 leikur og 0 mörk
Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira