Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2024 23:35 Loftmynd af Laugardalslaug. Vísir/Vilhelm Kuldakast sem er í veðurkortunum gæti haft áhrif á sundlaugarnar yfir áramótin. Veitur biðla til fólks að fara sparlega með heita vatnið á meðan það gengur yfir. Eftir stutta hvíld á vonskuveðri sem gerði landsmönnum lífið leitt um jólin er nú von á kuldakasti en á sunnudaginn kólnar verulega samkvæmt veðurspám. Á gamlársdag nær svo frostið tveggja stafa tölum. Þessi kuldi gæti haft töluverð áhrif á hitaveituna og mögulega fá stórnotendur minna af heitu vatni. „Ef þetta verður langt kuldakast þá er alveg við því búið að við þurfum að grípa til einhverra ráðstafana en það er alltaf neyðarúrræði sem við gerum það,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Hún segir starfsfólk veitna hafa sett sig í samand við stórnotendur, þar á meðal sveitafélögin vegna þessa. „Stórnotendur eru sundlaugar og baðlón og snjóbræðslukerfi í knattspyrnuvöllum öðrum slíku. Það eru þá stórnotendur sem eru á skerðanlegum taxta hjá okkur,“ segir Silja. Þannig gæti komið til þess að loka þurfi sundlaugum og baðlónum á höfuðborgarsvæðinu en ákvörðun um slíkt verði þó ekki tekin strax. Hún biðar til fólks að fara sparlega með heita vatnið á meðan mesti kuldinnn gengur yfir. „Halda hitanum inni og það er kannski sérstaklega mikilvægt um áramótin þegar fólk er að fara út og inn að halda hitanum sem mest inni.“ „Kannski að sleppa því að láta renna í heitapottinn og hafa lok á heita pottinum og svo er auðvitað mikilvægt með gardínur og sófa svona beint fyrir framan ofan að leyfa hitanum svolítið að flæða frá ofnunum um rýmið. Það hitar betur,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Veður Sundlaugar og baðlón Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Eftir stutta hvíld á vonskuveðri sem gerði landsmönnum lífið leitt um jólin er nú von á kuldakasti en á sunnudaginn kólnar verulega samkvæmt veðurspám. Á gamlársdag nær svo frostið tveggja stafa tölum. Þessi kuldi gæti haft töluverð áhrif á hitaveituna og mögulega fá stórnotendur minna af heitu vatni. „Ef þetta verður langt kuldakast þá er alveg við því búið að við þurfum að grípa til einhverra ráðstafana en það er alltaf neyðarúrræði sem við gerum það,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Hún segir starfsfólk veitna hafa sett sig í samand við stórnotendur, þar á meðal sveitafélögin vegna þessa. „Stórnotendur eru sundlaugar og baðlón og snjóbræðslukerfi í knattspyrnuvöllum öðrum slíku. Það eru þá stórnotendur sem eru á skerðanlegum taxta hjá okkur,“ segir Silja. Þannig gæti komið til þess að loka þurfi sundlaugum og baðlónum á höfuðborgarsvæðinu en ákvörðun um slíkt verði þó ekki tekin strax. Hún biðar til fólks að fara sparlega með heita vatnið á meðan mesti kuldinnn gengur yfir. „Halda hitanum inni og það er kannski sérstaklega mikilvægt um áramótin þegar fólk er að fara út og inn að halda hitanum sem mest inni.“ „Kannski að sleppa því að láta renna í heitapottinn og hafa lok á heita pottinum og svo er auðvitað mikilvægt með gardínur og sófa svona beint fyrir framan ofan að leyfa hitanum svolítið að flæða frá ofnunum um rýmið. Það hitar betur,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Veitum.
Veður Sundlaugar og baðlón Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira