Pólóborg ehf. rekur verslanir Póló á höfuðborgarsvæðinu, Bláu sjoppuna og Nýju sjoppuna.
Félagið auglýsti nikótínvörur á síðum sínum á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Samkvæmt lögum má ekki auglýsa nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar á rafrettur.
Þá auglýsti félagið einnig vefverslun sína, rafrettur.is, á auglýsingaskilti á versluninni Póló á Bústaðavegi. Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að talsmenn Pólóborgar ehf. segja auglýsingaskiltið ekki brjóta lög þar sem þar sé verið að auglýsa lén vefverslun félagsins.
Þar sem að orðið „rafretta“ stóð á auglýsingaskiltinu taldi Neytendastofa að félagið væri að brjóta lög um auglýsingar á nikótínvörur.
Pólóborg ehf. þarf að greiða þrjú hundruð þúsund króna sekt vegna auglýsinganna.