Fótbolti

Ættingi Endricks skotinn til bana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hinn átján ára Endrick þykir mikið efni.
Hinn átján ára Endrick þykir mikið efni. getty/Alvaro Medranda

Fótboltastjarnan unga hjá Real Madrid, Endrick, varð fyrir miklu áfalli um jólin þegar ættingi hans var skotinn til bana í Brasilíu.

Mauricio Nunes Goncalves var myrtur á bar í Samambaia nálægt Brasilíuborg, höfuðborg Brasilíu, á jóladag. Hann var 38 ára.

Í fyrstu fréttum af morðinu var talað um Goncalves sem mág Endricks. Það ku ekki vera rétt því hann var bróðir eiginmanns eldri systur Endricks.

Morðið er til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið handtekinn.

Endrick gekk í raðir Real Madrid fyrir þetta tímabil. Hann hefur fengið fá tækifæri með Evrópumeisturunum í vetur og aðeins skorað tvö mörk í fimmtán leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×