Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 17:25 Villa-menn lentu í slæmum skelli á St. James Park. Stu Forster/Getty Images Aston Villa tapaði 3-0 gegn Newcastle og Jhon Duran var rekinn af velli. Fimm fóru fimm leikir fram síðdegis í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa tapaði 3-0 gegn Newcastle og Jhon Duran var rekinn af velli. Fimm fóru fimm leikir fram síðdegis í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa var í tómum vandræðum á St. James Park. Heimamenn Newcastle voru komnir yfir eftir aðeins eina og hálfa mínútu. Joelinton átti þá gott hlaup upp miðsvæðið, losaði boltann svo til vinstri Anthony Gordon sem skoraði með stórkostlegu hægri fótar skoti fyrir utan teig. Joelinton lagði upp fyrsta og skoraði þriðja markið.Ian MacNicol/Getty Images Þeir héldu áfram að vaða í færum og vont átti eftir að versna fyrir Aston Villa því þeirra helsta sóknarógn, Jhon Duran, var rekinn af velli eftir rétt rúman hálftíma fyrir að stíga viljandi á varnarmanninn Fabian Schar. Jhon Duran steig á Fabian Schar og fékk rautt spjald.Ian MacNicol/Getty Images Newcastle var algjörlega með yfirhöndina en tvöfaldaði ekki forystuna fyrr en í seinni hálfleik. Bruno Guimares gaf góða sendingu inn fyrir vörnina á Jacob Murphy og hann lagði til hliðar á Alexander Isak sem kláraði auðvelt færi. Joelinton átti svo eftir að bæta marki við áður en yfir stóð. Einhliða leiknum lauk með 3-0 sigri Newcastle, sem kom sér upp í fimmta sæti deildarinnar. Aston Villa er aðeins einu stigi á eftir en í níunda sæti. Lesa má um aðra leiki sem fóru fram síðdegis: Chelsea og Fulham hér og Nott. Forest og Tottenham hér, sem og hádegisleik Manchester City og Everton hér. Southampton tapaði á móti West Ham í mjög fjörugum leik sem sá sex skot á markið í fyrri hálfleik en ekkert mark. Seinni hálfleikur hafði hins vegar farið rólega af stað og ekki séð eitt einasta skot þegar ísinn var brotinn af Jarrod Bowen á 59. mínútu. Markið kom upp úr hornspyrnu og eftir smá skallatennis í teignum datt boltinn fyrir Bowen sem potaði honum yfir línuna. Lokaniðurstaðan 0-1, stigin þrjú komu West Ham upp í þrettánda sæti. Fleiri mörk litu hins vegar ekki dagsins ljós í og tap varð niðurstaðan í fyrsta leik botnliðsins Southampton undir stjórn króatans Ivan Juric. Bournemouth og Crystal Palace mættust einnig síðdegis og gerðu markalaust jafntefli sín á milli. Fyrri hálfleikur fór frekar rólega af stað en eftir rúmar tuttugu mínútur tóku liðin við sér og fóru að ógna. Heimamenn sköpuðu sér örlítið hættulegri færi en hvorugt lið kom marki að. Isamaila Sarr hélt að hann hefði unnið leikinn í seinni hálfleik fyrir Crystal Palace, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hann bjargaði svo á eigin marklínu skömmu síðar. Bournemouth er í sjötta sæti og tók aftur einu stigi fram úr Manchester City. West Ham er í þrettánda sæti með 23 stig. Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Aston Villa tapaði 3-0 gegn Newcastle og Jhon Duran var rekinn af velli. Fimm fóru fimm leikir fram síðdegis í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa var í tómum vandræðum á St. James Park. Heimamenn Newcastle voru komnir yfir eftir aðeins eina og hálfa mínútu. Joelinton átti þá gott hlaup upp miðsvæðið, losaði boltann svo til vinstri Anthony Gordon sem skoraði með stórkostlegu hægri fótar skoti fyrir utan teig. Joelinton lagði upp fyrsta og skoraði þriðja markið.Ian MacNicol/Getty Images Þeir héldu áfram að vaða í færum og vont átti eftir að versna fyrir Aston Villa því þeirra helsta sóknarógn, Jhon Duran, var rekinn af velli eftir rétt rúman hálftíma fyrir að stíga viljandi á varnarmanninn Fabian Schar. Jhon Duran steig á Fabian Schar og fékk rautt spjald.Ian MacNicol/Getty Images Newcastle var algjörlega með yfirhöndina en tvöfaldaði ekki forystuna fyrr en í seinni hálfleik. Bruno Guimares gaf góða sendingu inn fyrir vörnina á Jacob Murphy og hann lagði til hliðar á Alexander Isak sem kláraði auðvelt færi. Joelinton átti svo eftir að bæta marki við áður en yfir stóð. Einhliða leiknum lauk með 3-0 sigri Newcastle, sem kom sér upp í fimmta sæti deildarinnar. Aston Villa er aðeins einu stigi á eftir en í níunda sæti. Lesa má um aðra leiki sem fóru fram síðdegis: Chelsea og Fulham hér og Nott. Forest og Tottenham hér, sem og hádegisleik Manchester City og Everton hér. Southampton tapaði á móti West Ham í mjög fjörugum leik sem sá sex skot á markið í fyrri hálfleik en ekkert mark. Seinni hálfleikur hafði hins vegar farið rólega af stað og ekki séð eitt einasta skot þegar ísinn var brotinn af Jarrod Bowen á 59. mínútu. Markið kom upp úr hornspyrnu og eftir smá skallatennis í teignum datt boltinn fyrir Bowen sem potaði honum yfir línuna. Lokaniðurstaðan 0-1, stigin þrjú komu West Ham upp í þrettánda sæti. Fleiri mörk litu hins vegar ekki dagsins ljós í og tap varð niðurstaðan í fyrsta leik botnliðsins Southampton undir stjórn króatans Ivan Juric. Bournemouth og Crystal Palace mættust einnig síðdegis og gerðu markalaust jafntefli sín á milli. Fyrri hálfleikur fór frekar rólega af stað en eftir rúmar tuttugu mínútur tóku liðin við sér og fóru að ógna. Heimamenn sköpuðu sér örlítið hættulegri færi en hvorugt lið kom marki að. Isamaila Sarr hélt að hann hefði unnið leikinn í seinni hálfleik fyrir Crystal Palace, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hann bjargaði svo á eigin marklínu skömmu síðar. Bournemouth er í sjötta sæti og tók aftur einu stigi fram úr Manchester City. West Ham er í þrettánda sæti með 23 stig.
Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira