Sport

Dag­skráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Luke Humphries er ríkjandi heimsmeistari í pílukasti. 
Luke Humphries er ríkjandi heimsmeistari í pílukasti.  Vísir/Getty

Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst að nýju í dag. Þá verður þriðji þáttur Íslandsmeistara frumsýndur, kvennalið Breiðabliks er tekið fyrir, og Lokasóknin ætlar að fara yfir allt það helsta úr næstsíðustu umferð NFL deildarinnar. 

Stöð 2 Sport

20:00 – Íslandsmeistarar: Breiðablik. Rætt við leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn um leið kvennaliðsins að titlinum.

Stöð 2 Sport 2

20:00 – Lokasóknin: Fjallað um allt það helsta úr 16. umferð NFL-deildarinnar.

Vodafone Sport

12:30 – World Darts Championship: Fyrri hluti tíunda dags á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Þriðja umferð, þrjátíu manna úrslit að hefjast.

18:55 – World Darts Championship: Seinni hluti tíunda dags á heimsmeistaramótinu í pílukasti.

00:05 – Detroit Red Wings og Toronto Maple Leafs mætast í NHL íshokkídeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×