Handbolti

Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ólafur Andrés skoraði mark en tókst, líkt og öðrum, ekki að setja sigurmarkið.
Ólafur Andrés skoraði mark en tókst, líkt og öðrum, ekki að setja sigurmarkið.

Ólafur Andrés Guðmundsson gerði eitt mark og var tvisvar vikið af velli í tvær mínútur, þegar lið hans HF Karlskrona gerði 35-35 jafntefli gegn IK Sävehof .

Leikurinn var æsispennandi og engin leið var til að skilja liðin að undir lokin. Síðasta markið var skorað þegar rúmar tvær mínútur voru eftir, jöfnunarmark hjá Malte Celander í liði sænsku meistaranna Sävehof og þar við sat.

Dagur Sverrir Kristjánsson spilaði einnig en komst ekki á blað fyrir Karlskrona, sem er í öðru sæti eftir sigurinn með 22 stig eftir 17 umferðir spilaðar. Sävehof er tveimur stigum neðar í fjórða sætinu.

Þorgils Jón Svövu Baldursson er einnig leikmaður Karlskrona en er meiddur, líkt og Tryggvi Þórisson sem er leikmaður Sävehof .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×