Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lands­meistarar og stórleikur í NBA

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Fjallað verður um Íslandsmeistaralið Breiðabliks í þætti kvöldsins.
Fjallað verður um Íslandsmeistaralið Breiðabliks í þætti kvöldsins. vísir / anton

Aðfangadagur kom og fór án stórra íþróttaviðburða þetta árið. Nú hefst veislan aftur að nýju og finna má fjöruga dagskrá á jóladag á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone.

Klukkan átta á Stöð 2 Sport verður frumsýndur fyrsti þáttur af fjórum í seríunni Íslandsmeistarar. Karlalið Breiðabliks í fótbolta verður viðfangsefnið, rætt verður við Halldór Árnason þjálfara og leikmenn liðsins um leiðina að titlinum.

Ríkjandi meistarar NBA deildarinnar, Boston Celtics, stíga svo á stokk í stærsta jólaleik ársins, gegn Philadelphia 76ers. Leikurinn hefst klukkan 22:00.

Celtics eru í öðru sæti austurdeildarinnar en 76ers hafa átt erfitt tímabil og eru í tólfta sæti. Liðin hafa mæst nokkrum sinnum í úrslitakeppninni undanfarin ár og alltaf hafa Celtics yfirhöndina. 

Viaplay fylgir líka með áskrift að Sportpakkanum og þar má finna enn meira efni. Ellefu leikir í NHL íshokkídeildinni eru á dagskrá í nótt, útsendingar hófust á miðnætti og enda snemma morguns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×