Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. desember 2024 09:35 Rob Cross sýndi óánægju sína með handahreyfingum og svipbrigðum. James Fearn/Getty Images Fyrrum heimsmeistarinn Rob Cross varð síðastur til að falla úr leik fyrir jólafrí á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar hann tapaði einvígi gegn góðvini sínum Scott Williams. Cross vann mótið í frumraun sinni árið 2018 en hefur ekki náð sama árangri síðan. Hann tók opnunarsettið gegn Williams í gærkvöldi en tapaði svo rest nokkuð sannfærandi. Þetta var þriðja árið í röð sem hann fellur út í þriðju umferð. Hann varð einnig fjórtándi leikmaðurinn sem er á heimslistanum til að falla úr leik fyrir jól, það hefur aldrei gerst áður. ANOTHER SEED CRASHES OUT AS WILLIAMS BEATS CROSS! ❌Revenge for two years ago for Scott Williams as he beats Rob Cross 3-1. He nearly blew it with some INSANE decision making, but gets over the line!📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/hnsQ9d5osE— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2024 Þetta var enn eitt einvígið á mótinu í ár þar sem lítilmagninn vinnur. Rob Cross er í fimmta sæti heimslistans en Scott Williams í 37. sæti. Það gerðist einnig í einvígi David Chisnall (sjötta sæti) og Ricky Evans (45. sæti) í gær, en þar gerði Chisnall mistök í útreikningum útskots. Hann náði þó að tryggja oddasett en tapaði þar. Nú er líka orðið ljóst hverjir mætast í þriðju umferð, 32 manna úrslitum, eftir jól. Keppni hefst að nýju í Alexandria Palace klukkan hálf eitt föstudaginn 27. desember. Dagurinn mun byrja á einvígi Stephen Bunting og Madars Razma. Jonny Clayton og Daryl Gurney og Damon Heta og Luke Woodhouse eigast svo einnig við. Á föstudagskvöld mun ríkjandi heimsmeistarinn Luke Humphries mun halda titilvörn sinni áfram gegn Nick Kenny en fyrrum heimsmeistararnir Gerwyn Price og Peter Wright munu mæta Joe Cullen annars vegar og Jermaine Wattimena hins vegar. Laugardagurinn hefst á einvígi Ryan Joyce og Ryan Searle. Síðan spilar Scott Williams gegn Ricardo Pietreczko og Nathan Aspinall mætir Andrew Gliding. Á laugardagskvöld stígur svo Luke Littler aftur á svið, gegn Ian White. Eftir að þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen spilar við Brendan Dolan og Chris Dobey spilar við Josh Rock. Þriðja umferðin klárast svo á sunnudag þegar meistari opna breska mótsins Dimitri Van den Bergh spilar við Callan Ryds og Kevin Doets mætir Krzyszstof Ratajski. Lokaeinvígið fer fram um kvöldið en þar mætast Ricky Evans og Robert Owen. Pílukast Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Cross vann mótið í frumraun sinni árið 2018 en hefur ekki náð sama árangri síðan. Hann tók opnunarsettið gegn Williams í gærkvöldi en tapaði svo rest nokkuð sannfærandi. Þetta var þriðja árið í röð sem hann fellur út í þriðju umferð. Hann varð einnig fjórtándi leikmaðurinn sem er á heimslistanum til að falla úr leik fyrir jól, það hefur aldrei gerst áður. ANOTHER SEED CRASHES OUT AS WILLIAMS BEATS CROSS! ❌Revenge for two years ago for Scott Williams as he beats Rob Cross 3-1. He nearly blew it with some INSANE decision making, but gets over the line!📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/hnsQ9d5osE— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2024 Þetta var enn eitt einvígið á mótinu í ár þar sem lítilmagninn vinnur. Rob Cross er í fimmta sæti heimslistans en Scott Williams í 37. sæti. Það gerðist einnig í einvígi David Chisnall (sjötta sæti) og Ricky Evans (45. sæti) í gær, en þar gerði Chisnall mistök í útreikningum útskots. Hann náði þó að tryggja oddasett en tapaði þar. Nú er líka orðið ljóst hverjir mætast í þriðju umferð, 32 manna úrslitum, eftir jól. Keppni hefst að nýju í Alexandria Palace klukkan hálf eitt föstudaginn 27. desember. Dagurinn mun byrja á einvígi Stephen Bunting og Madars Razma. Jonny Clayton og Daryl Gurney og Damon Heta og Luke Woodhouse eigast svo einnig við. Á föstudagskvöld mun ríkjandi heimsmeistarinn Luke Humphries mun halda titilvörn sinni áfram gegn Nick Kenny en fyrrum heimsmeistararnir Gerwyn Price og Peter Wright munu mæta Joe Cullen annars vegar og Jermaine Wattimena hins vegar. Laugardagurinn hefst á einvígi Ryan Joyce og Ryan Searle. Síðan spilar Scott Williams gegn Ricardo Pietreczko og Nathan Aspinall mætir Andrew Gliding. Á laugardagskvöld stígur svo Luke Littler aftur á svið, gegn Ian White. Eftir að þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen spilar við Brendan Dolan og Chris Dobey spilar við Josh Rock. Þriðja umferðin klárast svo á sunnudag þegar meistari opna breska mótsins Dimitri Van den Bergh spilar við Callan Ryds og Kevin Doets mætir Krzyszstof Ratajski. Lokaeinvígið fer fram um kvöldið en þar mætast Ricky Evans og Robert Owen.
Pílukast Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira