Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. desember 2024 09:35 Rob Cross sýndi óánægju sína með handahreyfingum og svipbrigðum. James Fearn/Getty Images Fyrrum heimsmeistarinn Rob Cross varð síðastur til að falla úr leik fyrir jólafrí á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar hann tapaði einvígi gegn góðvini sínum Scott Williams. Cross vann mótið í frumraun sinni árið 2018 en hefur ekki náð sama árangri síðan. Hann tók opnunarsettið gegn Williams í gærkvöldi en tapaði svo rest nokkuð sannfærandi. Þetta var þriðja árið í röð sem hann fellur út í þriðju umferð. Hann varð einnig fjórtándi leikmaðurinn sem er á heimslistanum til að falla úr leik fyrir jól, það hefur aldrei gerst áður. ANOTHER SEED CRASHES OUT AS WILLIAMS BEATS CROSS! ❌Revenge for two years ago for Scott Williams as he beats Rob Cross 3-1. He nearly blew it with some INSANE decision making, but gets over the line!📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/hnsQ9d5osE— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2024 Þetta var enn eitt einvígið á mótinu í ár þar sem lítilmagninn vinnur. Rob Cross er í fimmta sæti heimslistans en Scott Williams í 37. sæti. Það gerðist einnig í einvígi David Chisnall (sjötta sæti) og Ricky Evans (45. sæti) í gær, en þar gerði Chisnall mistök í útreikningum útskots. Hann náði þó að tryggja oddasett en tapaði þar. Nú er líka orðið ljóst hverjir mætast í þriðju umferð, 32 manna úrslitum, eftir jól. Keppni hefst að nýju í Alexandria Palace klukkan hálf eitt föstudaginn 27. desember. Dagurinn mun byrja á einvígi Stephen Bunting og Madars Razma. Jonny Clayton og Daryl Gurney og Damon Heta og Luke Woodhouse eigast svo einnig við. Á föstudagskvöld mun ríkjandi heimsmeistarinn Luke Humphries mun halda titilvörn sinni áfram gegn Nick Kenny en fyrrum heimsmeistararnir Gerwyn Price og Peter Wright munu mæta Joe Cullen annars vegar og Jermaine Wattimena hins vegar. Laugardagurinn hefst á einvígi Ryan Joyce og Ryan Searle. Síðan spilar Scott Williams gegn Ricardo Pietreczko og Nathan Aspinall mætir Andrew Gliding. Á laugardagskvöld stígur svo Luke Littler aftur á svið, gegn Ian White. Eftir að þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen spilar við Brendan Dolan og Chris Dobey spilar við Josh Rock. Þriðja umferðin klárast svo á sunnudag þegar meistari opna breska mótsins Dimitri Van den Bergh spilar við Callan Ryds og Kevin Doets mætir Krzyszstof Ratajski. Lokaeinvígið fer fram um kvöldið en þar mætast Ricky Evans og Robert Owen. Pílukast Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira
Cross vann mótið í frumraun sinni árið 2018 en hefur ekki náð sama árangri síðan. Hann tók opnunarsettið gegn Williams í gærkvöldi en tapaði svo rest nokkuð sannfærandi. Þetta var þriðja árið í röð sem hann fellur út í þriðju umferð. Hann varð einnig fjórtándi leikmaðurinn sem er á heimslistanum til að falla úr leik fyrir jól, það hefur aldrei gerst áður. ANOTHER SEED CRASHES OUT AS WILLIAMS BEATS CROSS! ❌Revenge for two years ago for Scott Williams as he beats Rob Cross 3-1. He nearly blew it with some INSANE decision making, but gets over the line!📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/hnsQ9d5osE— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2024 Þetta var enn eitt einvígið á mótinu í ár þar sem lítilmagninn vinnur. Rob Cross er í fimmta sæti heimslistans en Scott Williams í 37. sæti. Það gerðist einnig í einvígi David Chisnall (sjötta sæti) og Ricky Evans (45. sæti) í gær, en þar gerði Chisnall mistök í útreikningum útskots. Hann náði þó að tryggja oddasett en tapaði þar. Nú er líka orðið ljóst hverjir mætast í þriðju umferð, 32 manna úrslitum, eftir jól. Keppni hefst að nýju í Alexandria Palace klukkan hálf eitt föstudaginn 27. desember. Dagurinn mun byrja á einvígi Stephen Bunting og Madars Razma. Jonny Clayton og Daryl Gurney og Damon Heta og Luke Woodhouse eigast svo einnig við. Á föstudagskvöld mun ríkjandi heimsmeistarinn Luke Humphries mun halda titilvörn sinni áfram gegn Nick Kenny en fyrrum heimsmeistararnir Gerwyn Price og Peter Wright munu mæta Joe Cullen annars vegar og Jermaine Wattimena hins vegar. Laugardagurinn hefst á einvígi Ryan Joyce og Ryan Searle. Síðan spilar Scott Williams gegn Ricardo Pietreczko og Nathan Aspinall mætir Andrew Gliding. Á laugardagskvöld stígur svo Luke Littler aftur á svið, gegn Ian White. Eftir að þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen spilar við Brendan Dolan og Chris Dobey spilar við Josh Rock. Þriðja umferðin klárast svo á sunnudag þegar meistari opna breska mótsins Dimitri Van den Bergh spilar við Callan Ryds og Kevin Doets mætir Krzyszstof Ratajski. Lokaeinvígið fer fram um kvöldið en þar mætast Ricky Evans og Robert Owen.
Pílukast Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira