Margur stuðningsmaður United bíður þess að Portúgalinn snúi gengi félagsins við en það hefur verið gloppótt frá komu hans frá Sporting í Lissabon. United tapaði fyrir Tottenham í deildabikarnum í miðri viku áður en kom að tapi gærdagsins.
„Hjá félagi eins og Manchester United, að tapa 3-0 á heimavelli, er virkilega erfitt fyrir alla.
„Auðvitað eru stuðningsmennirnir mjög vonsviknir og þreyttir. Maður finnur fyrir því á leikvanginum í fyrsta leik. Við fyrstu markspyrnu Andre Onana er hann að hugsa um hvað hann eigi að gera og ýtir við hinum strákunum og allir eru svo áhyggjufullir,“ sagði Amorim.
„Ég skil það, en við verðum að horfast í augu við það,“ sagði Amorim enn fremur.
Portúgalinn hefur stýrt United í níu leikjum hingað til. Fjórir hafa unnist, jafn margir tapast og einn farið jafntefli. United mætir Wolves á útivelli á annan dag jóla og fær Newcastle United í heimsókn 30. desember.