Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 08:03 Albert Guðmundsson og Edoardo Bove komu báðir til Fiorentina í sumar. Getty/Gabriele Maltinti Albert Guðmundsson verður á ferðinni með Fiorentina gegn Udinese í kvöld, í síðasta heimaleik Fiorentina á þessu ári. Búast má við að vel verði klappað fyrir Edoardo Bove sem snýr aftur á Artemio Franchi leikvanginn eftir að hafa farið í hjartastopp. Bove hneig niður í leik gegn Inter þann 1. desember og var óttast um líf hans. Leiknum var hætt og þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús en var byrjaður að anda að nýju þegar hann kom upp í sjúkrabílinn. Bjargráður hefur nú verið græddur í Bove en það er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Hann var svo útskrifaður af sjúkrahúsinu og fékk um þarsíðustu helgi að hitta liðsfélaga sína að nýju, og var að vonum vel fagnað. INSIEME💜⚜️ pic.twitter.com/nfkdXzQNzP— ACF Fiorentina (@acffiorentina) December 14, 2024 Bove verður svo gestur á heimaleiknum gegn Udinese í kvöld þar sem Fiorentina gæti með sigri jafnað Lazio og mögulega Inter að stigum. Fiorentina er í 5. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 15 leiki, en á tvo leiki til góða á efstu liðin Atalanta (40 stig) og Napoli (38 stig). Þessi 22 ára leikmaður kom líkt og Albert til Fiorentina í sumar, að láni frá Roma með möguleika á kaupum. Hann hafði skorað eitt mark og átt fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum fyrir Fiorentina. Reglur ítölsku A-deildarinnar í fótbolta banna Bove að spila með bjargráð. Hægt er að fjarlægja tækið en Bove gæti einnig farið þá leið að spila annars staðar, líkt og Daninn Christian Eriksen sem fór til Englands og leikur nú með Manchester United. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. 10. desember 2024 08:31 Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Stöðva þurfti leik Firoentina og Inter er liðin mættust í Serie A á Ítalíu í dag eftir að Edoardo Bove hneig niður snemma leiks. 1. desember 2024 18:54 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Bove hneig niður í leik gegn Inter þann 1. desember og var óttast um líf hans. Leiknum var hætt og þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús en var byrjaður að anda að nýju þegar hann kom upp í sjúkrabílinn. Bjargráður hefur nú verið græddur í Bove en það er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Hann var svo útskrifaður af sjúkrahúsinu og fékk um þarsíðustu helgi að hitta liðsfélaga sína að nýju, og var að vonum vel fagnað. INSIEME💜⚜️ pic.twitter.com/nfkdXzQNzP— ACF Fiorentina (@acffiorentina) December 14, 2024 Bove verður svo gestur á heimaleiknum gegn Udinese í kvöld þar sem Fiorentina gæti með sigri jafnað Lazio og mögulega Inter að stigum. Fiorentina er í 5. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 15 leiki, en á tvo leiki til góða á efstu liðin Atalanta (40 stig) og Napoli (38 stig). Þessi 22 ára leikmaður kom líkt og Albert til Fiorentina í sumar, að láni frá Roma með möguleika á kaupum. Hann hafði skorað eitt mark og átt fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum fyrir Fiorentina. Reglur ítölsku A-deildarinnar í fótbolta banna Bove að spila með bjargráð. Hægt er að fjarlægja tækið en Bove gæti einnig farið þá leið að spila annars staðar, líkt og Daninn Christian Eriksen sem fór til Englands og leikur nú með Manchester United.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. 10. desember 2024 08:31 Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Stöðva þurfti leik Firoentina og Inter er liðin mættust í Serie A á Ítalíu í dag eftir að Edoardo Bove hneig niður snemma leiks. 1. desember 2024 18:54 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. 10. desember 2024 08:31
Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Stöðva þurfti leik Firoentina og Inter er liðin mættust í Serie A á Ítalíu í dag eftir að Edoardo Bove hneig niður snemma leiks. 1. desember 2024 18:54