Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 23. desember 2024 00:30 Logi Einarsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir faðmast við lyklaskiptin. Vísir/Viktor Ellefu ráðherrar tóku við lyklum að ráðuneytum sínum í dag. Það var gert ýmist með handaböndum eða faðmlögum. Í dag tók daginn að lengja á nýjan leik sem segja má að sé merki um nýtt upphaf þegar ráðherrar tóku við lyklum. Lyklaskiptunum voru gerð góð skil í kvöldfréttum Stöðvar 2 líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Dagurinn hófst í Stjórnarráðinu þar sem að Kristrún Frostadóttir tók við lyklum frá Bjarna Benediktssyni en hann átti reyndar eftir að afhenda tvenna lykla til viðbótar. Kristrún tekin við Stjórnarráðinu af Bjarna.Vísir/Viktor Næst var það utanríkisráðuneytið en þar tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við lyklum frá Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur en þær áttu tilfinningaríka stund saman. „Ég er mjög glöð að þú sért að taka við þessu ráðuneyti,“ sagði Þórdís við arftaka sinn Þorgerði. Þórdís og Þorgerður féllust í faðma.Vísir/Viktor Bjarni og Inga Sæland féllust síðan í faðma í félagsráðuneytinu og hinu megin við ganginn í sama húsi varð Alma Möller fyrsti læknirinn til að taka við lyklum að heilbrigðisráðuneytinu. Þá tók Hanna Katrín Friðriksson við lyklum að atvinnuvegaráðuneytinu, áður matvælaráðuneytinu þangað sem fleiri málaflokkar verða færðir undir. Alma Möller tók við lykli úr hönd ráðuneytisstjóra.Vísir/Viktor Í dómsmálaráðuneytinu var skipt á lykli og nútímalegu korti þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók við lyklavöldum af Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Í umhverfisráðuneytinu kom Guðlaugur Þór klyfjaður gjöfum og veitti Jóhanni Páli Jóhannsyni arftaka sínum ítarlegt lesefni en í fjármálaráðuneytinu gaf Sigurður Ingi Jóhannsson nýjum fjármálaráðherra, Daða Má Kristóferssyni bók um ála. Sigurður Ingi og Daði Már kátir við lyklaskiptin.Vísir/Viktor Eyjólfur Ármannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, nýjir ráðherrar Flokks fólksins, fengu einnig lykla að sínum ráðuneytum. Loks tók Logi Einarsson við lyklum í háskóla- og nýsköpunarráðuneytinu, en hann tók einnig myndskreytingar Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í sátt. Áslaug lét Loga hafa lykil.Vísir/Viktor Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tímamót Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Lyklaskiptunum voru gerð góð skil í kvöldfréttum Stöðvar 2 líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Dagurinn hófst í Stjórnarráðinu þar sem að Kristrún Frostadóttir tók við lyklum frá Bjarna Benediktssyni en hann átti reyndar eftir að afhenda tvenna lykla til viðbótar. Kristrún tekin við Stjórnarráðinu af Bjarna.Vísir/Viktor Næst var það utanríkisráðuneytið en þar tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við lyklum frá Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur en þær áttu tilfinningaríka stund saman. „Ég er mjög glöð að þú sért að taka við þessu ráðuneyti,“ sagði Þórdís við arftaka sinn Þorgerði. Þórdís og Þorgerður féllust í faðma.Vísir/Viktor Bjarni og Inga Sæland féllust síðan í faðma í félagsráðuneytinu og hinu megin við ganginn í sama húsi varð Alma Möller fyrsti læknirinn til að taka við lyklum að heilbrigðisráðuneytinu. Þá tók Hanna Katrín Friðriksson við lyklum að atvinnuvegaráðuneytinu, áður matvælaráðuneytinu þangað sem fleiri málaflokkar verða færðir undir. Alma Möller tók við lykli úr hönd ráðuneytisstjóra.Vísir/Viktor Í dómsmálaráðuneytinu var skipt á lykli og nútímalegu korti þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók við lyklavöldum af Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Í umhverfisráðuneytinu kom Guðlaugur Þór klyfjaður gjöfum og veitti Jóhanni Páli Jóhannsyni arftaka sínum ítarlegt lesefni en í fjármálaráðuneytinu gaf Sigurður Ingi Jóhannsson nýjum fjármálaráðherra, Daða Má Kristóferssyni bók um ála. Sigurður Ingi og Daði Már kátir við lyklaskiptin.Vísir/Viktor Eyjólfur Ármannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, nýjir ráðherrar Flokks fólksins, fengu einnig lykla að sínum ráðuneytum. Loks tók Logi Einarsson við lyklum í háskóla- og nýsköpunarráðuneytinu, en hann tók einnig myndskreytingar Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í sátt. Áslaug lét Loga hafa lykil.Vísir/Viktor
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tímamót Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira