Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2024 10:03 Sveindís Jane Jónsdóttir glaðbeitt með boltann sem hún fékk til eignar eftir að hún skoraði fernuna sína í Meistaradeildinni. Getty/Boris Streubel Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir er komin heim í jólafrí og hún ætlar að hitta aðdáendur sína í Smáralindinni í dag. Sveindís Jane komst heldur betur í fréttirnar á dögunum þegar hún varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fernu í Meistaradeildinni. Sveindís kom þá inn á sem varamaður hjá Wolfsburg í mikilvægum leik á móti Ítalíumeisturum Roma og skoraði fjögur mörk á hálftíma. Sigurinn tryggði liðinu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís er að gefa út bók fyrir jólin í ár. Það er ný barnabók eftir hana og Sæmund Norðfjörð. Bókin ber heitið Sveindís Jane - saga af stelpu í landsliði og vill Sveindís með útgáfu bókarinnar veita ungum lesendum innblástur til að stunda reglubundna hreyfingu. Sveindís mætir í Smáralindina í dag og mun þar árita bókina sína. Hún verður í verslun Pennans frá eitt til þrjú. Það má búast við því að margir vilji þar hitta einsu stærstu íþróttastjörnu Íslands í dag. Bókin hennar hvetur lesendur til að eltast við drauma sína og stökkva á tækifæri þrátt fyrir að ýmsar áskoranir kunni að verða á leiðinni. Reynsla hennar og saga hafi verið innblástur sem bókin byggir á og hún vilji koma á framfæri við ungt fólk. „Það er einlæg von mín að bókin sem við Sæmundur skrifuðum verði börnum hvatning til að láta að sér kveða í íþróttum, en sem dæmi þá hóf ég ekki að æfa fótbolta, fyrr en ég var 9 ára,“ er haft eftir landsliðskonunni í kynningu á bókinni. „Saga mín í fótboltanum er saga stelpu af Reykjanesi sem var send í markið þar sem enginn hafði trú á mér úti á vellinum. Það átti eftir að breytast og fljótlega eignaðist ég draum um að ná langt í heimi knattspyrnunnar. Nú er ég á góðri leið, spila með einu sterkasta félagsliði heims, hef staðið í víglínu íslenska landsliðsins og fram undan eru fleiri ævintýri. Bókin segir sögu mína með skáldlegu ívafi, en aðalatriðin eru til staðar og vonandi veitir bókin lesendum bæði gleði og innblástur,“ segir Sveindís. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu um áritun Sveindísar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Sveindís Jane komst heldur betur í fréttirnar á dögunum þegar hún varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fernu í Meistaradeildinni. Sveindís kom þá inn á sem varamaður hjá Wolfsburg í mikilvægum leik á móti Ítalíumeisturum Roma og skoraði fjögur mörk á hálftíma. Sigurinn tryggði liðinu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís er að gefa út bók fyrir jólin í ár. Það er ný barnabók eftir hana og Sæmund Norðfjörð. Bókin ber heitið Sveindís Jane - saga af stelpu í landsliði og vill Sveindís með útgáfu bókarinnar veita ungum lesendum innblástur til að stunda reglubundna hreyfingu. Sveindís mætir í Smáralindina í dag og mun þar árita bókina sína. Hún verður í verslun Pennans frá eitt til þrjú. Það má búast við því að margir vilji þar hitta einsu stærstu íþróttastjörnu Íslands í dag. Bókin hennar hvetur lesendur til að eltast við drauma sína og stökkva á tækifæri þrátt fyrir að ýmsar áskoranir kunni að verða á leiðinni. Reynsla hennar og saga hafi verið innblástur sem bókin byggir á og hún vilji koma á framfæri við ungt fólk. „Það er einlæg von mín að bókin sem við Sæmundur skrifuðum verði börnum hvatning til að láta að sér kveða í íþróttum, en sem dæmi þá hóf ég ekki að æfa fótbolta, fyrr en ég var 9 ára,“ er haft eftir landsliðskonunni í kynningu á bókinni. „Saga mín í fótboltanum er saga stelpu af Reykjanesi sem var send í markið þar sem enginn hafði trú á mér úti á vellinum. Það átti eftir að breytast og fljótlega eignaðist ég draum um að ná langt í heimi knattspyrnunnar. Nú er ég á góðri leið, spila með einu sterkasta félagsliði heims, hef staðið í víglínu íslenska landsliðsins og fram undan eru fleiri ævintýri. Bókin segir sögu mína með skáldlegu ívafi, en aðalatriðin eru til staðar og vonandi veitir bókin lesendum bæði gleði og innblástur,“ segir Sveindís. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu um áritun Sveindísar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira