Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir og Kári Garðarsson skrifa 19. desember 2024 13:32 Það er tjáningarfrelsi á Íslandi. Þetta er staðreynd - og sem betur fer. Lýðræðislegt samfélag á allt sitt undir því að tjáningarfrelsi sé tryggt og virt, það þekkjum við hinsegin fólk vel. Hins vegar eru tjáningarfrelsinu settar ákveðnar skorður, bæði í almennum hegningarlögum og í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar segir: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þetta eru æðstu lögin í landinu, mörkin sem við höfum sett okkur sem samfélag. Mörk frelsis hvers einstaklings til tjáningar eru þannig almennt dregin við frelsi annarrar manneskju til þess að fá að vera til í friði. Rétt eins og ferðafrelsi okkar takmarkast almennt af þröskuldi næsta manns, þá eru skorður settar á tjáningarfrelsi okkar. Snorri Másson, nýkjörinn alþingismaður Miðflokksins, skrifar í Morgunblaðið í dag og á Facebook-síðu sína. Þar fjallar hann um tjáningarfrelsið og leggur út af kæru Samtakanna ‘78 á hendur Eldi Smára Kristinssyni fyrir hatursorðræðu. Í grein sinni velur Snorri ein kærð ummæli af sjö til þess að taka sérstaklega fyrir, væntanlega þau sem hann telur fela í sér minnstan grófleika. Ljóst er að honum finnst kæran ekki eiga rétt á sér. Síðar í greininni tekur hann þó fram að í kærunni séu einnig „ummæli [...] sem lýsa heift og fyrirlitningu og eru alls ekki við hæfi í siðgæddri umræðu“. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að félag hinsegin fólks á Íslandi láti reyna á þau lög sem eru í landinu til verndar hinsegin fólki. Snorri kallar eftir ábyrgð Samtakanna ‘78, sem hann segir ranglega að séu alfarið fjármögnuð af hinu opinbera, en óljóst er hvort hann á bara við þessi einu ummæli eða kæruna í heild sinni. Rétt er að taka fram að það er á endanum ákæruvaldið og dómstólar sem taka afstöðu til þess hvað telst stangast á við lög og hvað ekki, Samtökin ‘78 ráða því ekki og Snorri svo sannarlega ekki heldur. Í allri umræðu um tjáningarfrelsi virðist stundum hafa gleymst að orð og gjörðir hafa yfirleitt afleiðingar. Það þarf ákveðna tegund af veruleikafirringu að halda að fólk sem þú kallar öllum illum nöfnum og lýgur upp á muni ekki gera þig ábyrgan fyrir orðum þínum. Við búum í samfélagi - og í samfélagi hefur það einfaldlega afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Með öðrum orðum: Fólki er fullkomlega frjálst að segja ljóta hluti. Öðru fólki er frjálst að láta í ljós óánægju sína með framgöngu þeirra og leita réttar síns ef á þau er ráðist. Öllu frelsi fylgir ábyrgð, það ætti alþingismaður að vita. Snorri heldur því einnig fram, þvert á staðreyndir máls, að Samtökin ‘78 hafi einsett sér að ráðast að frambjóðanda til Alþingis. Hið rétta er að kæran á hendur Eldi Smára var lögð fram í júní, löngu áður en hann fór í framboð. Hann var kallaður í skýrslutöku daginn fyrir kosningar og sagði frá því alveg einn og óstuddur. Samtökin ‘78 hafa aldrei haft frumkvæði að því að um þennan mann sé fjallað. Eldur Smári sætir nú sakamálarannsókn fyrir hatursorðræðu gagnvart hinsegin fólki vegna þess að lögregla metur það sem svo að líkur séu á því að hann hafi brotið lög með málflutningi sínum. Samtökin ‘78 hafa á undanförnum misserum kært til lögreglu fjóra aðila sem hafa kallað okkur eða hópa innan okkar raða ofbeldisfólk, jafnvel barnaníðinga og fullyrt að við séum að tæla börn eða beita þau ofbeldi. Það eru alvarlegar lygar sem vega að öryggi alls hinsegin fólks og sem við sitjum ekki undir aðgerðalaus. Við hvetjum Snorra Másson til þess að sýna ábyrgð í opinberri umræðu. Fyrsta mál á dagskrá í þeim efnum er líklega að sannreyna heimildir sínar. Einnig bjóðum við hann velkominn á skrifstofuna okkar, í samtal um þessi málefni þar sem við getum svarað öllum hans spurningum. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarndís Helga Tómasdóttir Kári Garðarsson Hinsegin Tjáningarfrelsi Mest lesið Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Það er tjáningarfrelsi á Íslandi. Þetta er staðreynd - og sem betur fer. Lýðræðislegt samfélag á allt sitt undir því að tjáningarfrelsi sé tryggt og virt, það þekkjum við hinsegin fólk vel. Hins vegar eru tjáningarfrelsinu settar ákveðnar skorður, bæði í almennum hegningarlögum og í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar segir: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þetta eru æðstu lögin í landinu, mörkin sem við höfum sett okkur sem samfélag. Mörk frelsis hvers einstaklings til tjáningar eru þannig almennt dregin við frelsi annarrar manneskju til þess að fá að vera til í friði. Rétt eins og ferðafrelsi okkar takmarkast almennt af þröskuldi næsta manns, þá eru skorður settar á tjáningarfrelsi okkar. Snorri Másson, nýkjörinn alþingismaður Miðflokksins, skrifar í Morgunblaðið í dag og á Facebook-síðu sína. Þar fjallar hann um tjáningarfrelsið og leggur út af kæru Samtakanna ‘78 á hendur Eldi Smára Kristinssyni fyrir hatursorðræðu. Í grein sinni velur Snorri ein kærð ummæli af sjö til þess að taka sérstaklega fyrir, væntanlega þau sem hann telur fela í sér minnstan grófleika. Ljóst er að honum finnst kæran ekki eiga rétt á sér. Síðar í greininni tekur hann þó fram að í kærunni séu einnig „ummæli [...] sem lýsa heift og fyrirlitningu og eru alls ekki við hæfi í siðgæddri umræðu“. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að félag hinsegin fólks á Íslandi láti reyna á þau lög sem eru í landinu til verndar hinsegin fólki. Snorri kallar eftir ábyrgð Samtakanna ‘78, sem hann segir ranglega að séu alfarið fjármögnuð af hinu opinbera, en óljóst er hvort hann á bara við þessi einu ummæli eða kæruna í heild sinni. Rétt er að taka fram að það er á endanum ákæruvaldið og dómstólar sem taka afstöðu til þess hvað telst stangast á við lög og hvað ekki, Samtökin ‘78 ráða því ekki og Snorri svo sannarlega ekki heldur. Í allri umræðu um tjáningarfrelsi virðist stundum hafa gleymst að orð og gjörðir hafa yfirleitt afleiðingar. Það þarf ákveðna tegund af veruleikafirringu að halda að fólk sem þú kallar öllum illum nöfnum og lýgur upp á muni ekki gera þig ábyrgan fyrir orðum þínum. Við búum í samfélagi - og í samfélagi hefur það einfaldlega afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Með öðrum orðum: Fólki er fullkomlega frjálst að segja ljóta hluti. Öðru fólki er frjálst að láta í ljós óánægju sína með framgöngu þeirra og leita réttar síns ef á þau er ráðist. Öllu frelsi fylgir ábyrgð, það ætti alþingismaður að vita. Snorri heldur því einnig fram, þvert á staðreyndir máls, að Samtökin ‘78 hafi einsett sér að ráðast að frambjóðanda til Alþingis. Hið rétta er að kæran á hendur Eldi Smára var lögð fram í júní, löngu áður en hann fór í framboð. Hann var kallaður í skýrslutöku daginn fyrir kosningar og sagði frá því alveg einn og óstuddur. Samtökin ‘78 hafa aldrei haft frumkvæði að því að um þennan mann sé fjallað. Eldur Smári sætir nú sakamálarannsókn fyrir hatursorðræðu gagnvart hinsegin fólki vegna þess að lögregla metur það sem svo að líkur séu á því að hann hafi brotið lög með málflutningi sínum. Samtökin ‘78 hafa á undanförnum misserum kært til lögreglu fjóra aðila sem hafa kallað okkur eða hópa innan okkar raða ofbeldisfólk, jafnvel barnaníðinga og fullyrt að við séum að tæla börn eða beita þau ofbeldi. Það eru alvarlegar lygar sem vega að öryggi alls hinsegin fólks og sem við sitjum ekki undir aðgerðalaus. Við hvetjum Snorra Másson til þess að sýna ábyrgð í opinberri umræðu. Fyrsta mál á dagskrá í þeim efnum er líklega að sannreyna heimildir sínar. Einnig bjóðum við hann velkominn á skrifstofuna okkar, í samtal um þessi málefni þar sem við getum svarað öllum hans spurningum. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun