Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir og Kári Garðarsson skrifa 19. desember 2024 13:32 Það er tjáningarfrelsi á Íslandi. Þetta er staðreynd - og sem betur fer. Lýðræðislegt samfélag á allt sitt undir því að tjáningarfrelsi sé tryggt og virt, það þekkjum við hinsegin fólk vel. Hins vegar eru tjáningarfrelsinu settar ákveðnar skorður, bæði í almennum hegningarlögum og í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar segir: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þetta eru æðstu lögin í landinu, mörkin sem við höfum sett okkur sem samfélag. Mörk frelsis hvers einstaklings til tjáningar eru þannig almennt dregin við frelsi annarrar manneskju til þess að fá að vera til í friði. Rétt eins og ferðafrelsi okkar takmarkast almennt af þröskuldi næsta manns, þá eru skorður settar á tjáningarfrelsi okkar. Snorri Másson, nýkjörinn alþingismaður Miðflokksins, skrifar í Morgunblaðið í dag og á Facebook-síðu sína. Þar fjallar hann um tjáningarfrelsið og leggur út af kæru Samtakanna ‘78 á hendur Eldi Smára Kristinssyni fyrir hatursorðræðu. Í grein sinni velur Snorri ein kærð ummæli af sjö til þess að taka sérstaklega fyrir, væntanlega þau sem hann telur fela í sér minnstan grófleika. Ljóst er að honum finnst kæran ekki eiga rétt á sér. Síðar í greininni tekur hann þó fram að í kærunni séu einnig „ummæli [...] sem lýsa heift og fyrirlitningu og eru alls ekki við hæfi í siðgæddri umræðu“. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að félag hinsegin fólks á Íslandi láti reyna á þau lög sem eru í landinu til verndar hinsegin fólki. Snorri kallar eftir ábyrgð Samtakanna ‘78, sem hann segir ranglega að séu alfarið fjármögnuð af hinu opinbera, en óljóst er hvort hann á bara við þessi einu ummæli eða kæruna í heild sinni. Rétt er að taka fram að það er á endanum ákæruvaldið og dómstólar sem taka afstöðu til þess hvað telst stangast á við lög og hvað ekki, Samtökin ‘78 ráða því ekki og Snorri svo sannarlega ekki heldur. Í allri umræðu um tjáningarfrelsi virðist stundum hafa gleymst að orð og gjörðir hafa yfirleitt afleiðingar. Það þarf ákveðna tegund af veruleikafirringu að halda að fólk sem þú kallar öllum illum nöfnum og lýgur upp á muni ekki gera þig ábyrgan fyrir orðum þínum. Við búum í samfélagi - og í samfélagi hefur það einfaldlega afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Með öðrum orðum: Fólki er fullkomlega frjálst að segja ljóta hluti. Öðru fólki er frjálst að láta í ljós óánægju sína með framgöngu þeirra og leita réttar síns ef á þau er ráðist. Öllu frelsi fylgir ábyrgð, það ætti alþingismaður að vita. Snorri heldur því einnig fram, þvert á staðreyndir máls, að Samtökin ‘78 hafi einsett sér að ráðast að frambjóðanda til Alþingis. Hið rétta er að kæran á hendur Eldi Smára var lögð fram í júní, löngu áður en hann fór í framboð. Hann var kallaður í skýrslutöku daginn fyrir kosningar og sagði frá því alveg einn og óstuddur. Samtökin ‘78 hafa aldrei haft frumkvæði að því að um þennan mann sé fjallað. Eldur Smári sætir nú sakamálarannsókn fyrir hatursorðræðu gagnvart hinsegin fólki vegna þess að lögregla metur það sem svo að líkur séu á því að hann hafi brotið lög með málflutningi sínum. Samtökin ‘78 hafa á undanförnum misserum kært til lögreglu fjóra aðila sem hafa kallað okkur eða hópa innan okkar raða ofbeldisfólk, jafnvel barnaníðinga og fullyrt að við séum að tæla börn eða beita þau ofbeldi. Það eru alvarlegar lygar sem vega að öryggi alls hinsegin fólks og sem við sitjum ekki undir aðgerðalaus. Við hvetjum Snorra Másson til þess að sýna ábyrgð í opinberri umræðu. Fyrsta mál á dagskrá í þeim efnum er líklega að sannreyna heimildir sínar. Einnig bjóðum við hann velkominn á skrifstofuna okkar, í samtal um þessi málefni þar sem við getum svarað öllum hans spurningum. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarndís Helga Tómasdóttir Kári Garðarsson Hinsegin Tjáningarfrelsi Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er tjáningarfrelsi á Íslandi. Þetta er staðreynd - og sem betur fer. Lýðræðislegt samfélag á allt sitt undir því að tjáningarfrelsi sé tryggt og virt, það þekkjum við hinsegin fólk vel. Hins vegar eru tjáningarfrelsinu settar ákveðnar skorður, bæði í almennum hegningarlögum og í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar segir: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þetta eru æðstu lögin í landinu, mörkin sem við höfum sett okkur sem samfélag. Mörk frelsis hvers einstaklings til tjáningar eru þannig almennt dregin við frelsi annarrar manneskju til þess að fá að vera til í friði. Rétt eins og ferðafrelsi okkar takmarkast almennt af þröskuldi næsta manns, þá eru skorður settar á tjáningarfrelsi okkar. Snorri Másson, nýkjörinn alþingismaður Miðflokksins, skrifar í Morgunblaðið í dag og á Facebook-síðu sína. Þar fjallar hann um tjáningarfrelsið og leggur út af kæru Samtakanna ‘78 á hendur Eldi Smára Kristinssyni fyrir hatursorðræðu. Í grein sinni velur Snorri ein kærð ummæli af sjö til þess að taka sérstaklega fyrir, væntanlega þau sem hann telur fela í sér minnstan grófleika. Ljóst er að honum finnst kæran ekki eiga rétt á sér. Síðar í greininni tekur hann þó fram að í kærunni séu einnig „ummæli [...] sem lýsa heift og fyrirlitningu og eru alls ekki við hæfi í siðgæddri umræðu“. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að félag hinsegin fólks á Íslandi láti reyna á þau lög sem eru í landinu til verndar hinsegin fólki. Snorri kallar eftir ábyrgð Samtakanna ‘78, sem hann segir ranglega að séu alfarið fjármögnuð af hinu opinbera, en óljóst er hvort hann á bara við þessi einu ummæli eða kæruna í heild sinni. Rétt er að taka fram að það er á endanum ákæruvaldið og dómstólar sem taka afstöðu til þess hvað telst stangast á við lög og hvað ekki, Samtökin ‘78 ráða því ekki og Snorri svo sannarlega ekki heldur. Í allri umræðu um tjáningarfrelsi virðist stundum hafa gleymst að orð og gjörðir hafa yfirleitt afleiðingar. Það þarf ákveðna tegund af veruleikafirringu að halda að fólk sem þú kallar öllum illum nöfnum og lýgur upp á muni ekki gera þig ábyrgan fyrir orðum þínum. Við búum í samfélagi - og í samfélagi hefur það einfaldlega afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Með öðrum orðum: Fólki er fullkomlega frjálst að segja ljóta hluti. Öðru fólki er frjálst að láta í ljós óánægju sína með framgöngu þeirra og leita réttar síns ef á þau er ráðist. Öllu frelsi fylgir ábyrgð, það ætti alþingismaður að vita. Snorri heldur því einnig fram, þvert á staðreyndir máls, að Samtökin ‘78 hafi einsett sér að ráðast að frambjóðanda til Alþingis. Hið rétta er að kæran á hendur Eldi Smára var lögð fram í júní, löngu áður en hann fór í framboð. Hann var kallaður í skýrslutöku daginn fyrir kosningar og sagði frá því alveg einn og óstuddur. Samtökin ‘78 hafa aldrei haft frumkvæði að því að um þennan mann sé fjallað. Eldur Smári sætir nú sakamálarannsókn fyrir hatursorðræðu gagnvart hinsegin fólki vegna þess að lögregla metur það sem svo að líkur séu á því að hann hafi brotið lög með málflutningi sínum. Samtökin ‘78 hafa á undanförnum misserum kært til lögreglu fjóra aðila sem hafa kallað okkur eða hópa innan okkar raða ofbeldisfólk, jafnvel barnaníðinga og fullyrt að við séum að tæla börn eða beita þau ofbeldi. Það eru alvarlegar lygar sem vega að öryggi alls hinsegin fólks og sem við sitjum ekki undir aðgerðalaus. Við hvetjum Snorra Másson til þess að sýna ábyrgð í opinberri umræðu. Fyrsta mál á dagskrá í þeim efnum er líklega að sannreyna heimildir sínar. Einnig bjóðum við hann velkominn á skrifstofuna okkar, í samtal um þessi málefni þar sem við getum svarað öllum hans spurningum. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun