Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2024 12:47 Víkingar eiga sér rosa góðan draum um að komast áfram í Sambandsdeild Evrópu. Þeir gætu þá mögulega mætt liði á borð við Real Betis í umspilsleikjum í febrúar, um sæti í 16-liða úrslitum. Vísir/Ernir Víkingar þurfa stig gegn LASK í Austurríki í kvöld til þess að þurfa ekki að treysta á nein önnur úrslit, í lokaumferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta. Þeir eiga þó ágæta von um að komast á næsta stig keppninnar. Allir átján leikir kvöldsins hefjast á sama tíma, eða klukkan 20 á Íslandi, og verður leikur Víkings í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Víkingar eru sem stendur í 19. sæti af 36 liðum, með sjö stig. Sá stigafjöldi gæti dugað liðinu til vera í hópi þeirra 24 liða sem komast áfram, og hafa verið taldar yfirgnæfandi líkur á að Víkingar nái því. Sigur kæmi Víkingi í efri flokk Liðin sem enda í 1.-8. sæti komast beint í 16-liða úrslit (sá möguleiki er úr sögunni fyrir Víkinga) en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar. Ef Víkingar vinna í dag tryggja þeir sér sæti í efri styrkleikaflokki fyrir umspilið. Umspilið Dregið verður í umspil um sæti í 16-liða úrslitum á morgun klukkan 12. Í umspilinu eru átta einvígi þar sem spilað er heima og að heiman. Liðin sem enda í 9.-16. sæti verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður og liðin í 17.-24. sæti í neðri flokknum. Liðunum er skipt enn frekar niður og munu liðin í 9.-10. sæti geta dregist gegn liðum í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti gegn 21.-22. sæti, liðin í 13.-14. sæti gegn 19.-20. sæti, og liðin í 15.-16. sæti gegn 17.-18. sæti. Úr því að Víkingar eru í 19. sæti mega þeir því í mesta lagi missa fimm lið upp fyrir sig, svo þeir komist í umspilið. Ef þeir tapa í kvöld munu úrslit í níu öðrum leikjum ráða örlögum þeirra. Leikina níu má sjá neðar í greininni. Hér má sjá stöðuna í deildinni en séu lið jöfn að stigum ræður markatala hvort liðanna er ofar (og svo skoruð mörk séu lið enn jöfn, og svo skoruð mörk á útivelli, og svo sigrar og útivallarsigrar): St Lið Le S J T MS MÁ MT St Framhald 1 Chelsea 5 5 0 0 21 4 +17 15 Komast í 16-liða úrslit 2 Vitória de Guimarães 5 4 1 0 12 5 +7 13 3 Fiorentina 5 4 0 1 17 6 +11 12 4 Legia Warsaw 5 4 0 1 12 2 +10 12 5 Lugano 5 4 0 1 9 5 +4 12 6 Shamrock Rovers 5 3 2 0 11 4 +7 11 7 Cercle Brugge 5 3 1 1 13 6 +7 10 8 Jagiellonia Białystok 5 3 1 1 10 5 +5 10 9 Rapid Wien 5 3 1 1 8 5 +3 10 Komast í umspil (efri styrkleikaflokkur) 10 APOEL 5 3 1 1 7 4 +3 10 11 Djurgårdens IF 5 3 1 1 8 6 +2 10 12 Pafos 5 3 0 2 9 5 +4 9 13 Gent 5 3 0 2 8 7 +1 9 14 Olimpija Ljubljana 5 3 0 2 7 6 +1 9 15 1. FC Heidenheim 5 3 0 2 6 6 0 9 16 Copenhagen 5 2 2 1 8 6 +2 8 17 Real Betis 5 2 1 2 5 5 0 7 Komast í umspil (neðri styrkleikaflokkur) 18 Panathinaikos 5 2 1 2 6 7 −1 7 19 Víkingur Reykjavík 5 2 1 2 6 7 −1 7 20 Borac Banja Luka 5 2 1 2 4 7 −3 7 21 Omonia 5 2 0 3 7 7 0 6 22 Mladá Boleslav 5 2 0 3 4 6 −2 6 23 Heart of Midlothian 5 2 0 3 4 7 −3 6 24 İstanbul Başakşehir 5 1 2 2 8 11 −3 5 25 Celje 5 1 1 3 10 11 −1 4 26 Molde 5 1 1 3 6 8 −2 4 27 TSC 5 1 1 3 6 10 −4 4 28 Astana 5 1 1 3 3 7 −4 4 29 HJK 5 1 1 3 3 8 −5 4 30 St. Gallen 5 1 1 3 9 17 −8 4 31 Noah 5 1 1 3 3 12 −9 4 32 The New Saints 5 1 0 4 3 7 −4 3 33 Dinamo Minsk 5 1 0 4 4 9 −5 3 34 LASK 5 0 2 3 3 13 −10 2 35 Petrocub Hîncești 5 0 1 4 2 11 −9 1 36 Larne 5 0 0 5 2 12 −10 0 Það sem stuðningsmenn Víkings ættu helst að vonast eftir er til að mynda að Borac og Omonia geri ekki jafntefli í kvöld, því þá komast bæði upp fyrir Víkinga ef þeir tapa, og að Celje, Hearts, Basaksehir, Astana og TSC vinni ekki sína leiki. Hér eru leikirnir sem skipta Víkinga máli, ef Víkingur nær ekki í stig í Austurríki í kvöld: Borac – Omonia: Annað liðið upp fyrir Víking með sigri, bæði ef jafntefli. Molde – Boleslav: Annað liðið upp fyrir Víking en ekki bæði. Celje – The New Saints: Celje þarf sigur til að komast upp fyrir Víking. Hearts – Petrocub: Hearts þarf sigur til að fara upp fyrir Víking, jafntefli nóg ef Víkingur tapar með +3 marka mun. Cercle Brugge – Basaksehir: Basaksehir þarf sigur til að fara upp fyrir Víking. APOEL – Astana: Astana þarf sigur og að minnsta kosti þriggja marka sveiflu í markatölu (t.d. 2-3 sigur Astana og 2-0 tap Víkings), til að fara upp fyrir Víking. Real Betis – HJK: HJK þarf sigur og að minnsta kosti fjögurra marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. Heidenheim – St. Gallen: Gallen þarf sigur og að minnsta kosti sjö marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. TSC – Noah: Annað liðið þarf að vinna til að komast upp fyrir Víking. TSC þarf að minnsta kosti þriggja marka sveiflu en Noah átta marka. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Allir átján leikir kvöldsins hefjast á sama tíma, eða klukkan 20 á Íslandi, og verður leikur Víkings í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Víkingar eru sem stendur í 19. sæti af 36 liðum, með sjö stig. Sá stigafjöldi gæti dugað liðinu til vera í hópi þeirra 24 liða sem komast áfram, og hafa verið taldar yfirgnæfandi líkur á að Víkingar nái því. Sigur kæmi Víkingi í efri flokk Liðin sem enda í 1.-8. sæti komast beint í 16-liða úrslit (sá möguleiki er úr sögunni fyrir Víkinga) en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar. Ef Víkingar vinna í dag tryggja þeir sér sæti í efri styrkleikaflokki fyrir umspilið. Umspilið Dregið verður í umspil um sæti í 16-liða úrslitum á morgun klukkan 12. Í umspilinu eru átta einvígi þar sem spilað er heima og að heiman. Liðin sem enda í 9.-16. sæti verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður og liðin í 17.-24. sæti í neðri flokknum. Liðunum er skipt enn frekar niður og munu liðin í 9.-10. sæti geta dregist gegn liðum í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti gegn 21.-22. sæti, liðin í 13.-14. sæti gegn 19.-20. sæti, og liðin í 15.-16. sæti gegn 17.-18. sæti. Úr því að Víkingar eru í 19. sæti mega þeir því í mesta lagi missa fimm lið upp fyrir sig, svo þeir komist í umspilið. Ef þeir tapa í kvöld munu úrslit í níu öðrum leikjum ráða örlögum þeirra. Leikina níu má sjá neðar í greininni. Hér má sjá stöðuna í deildinni en séu lið jöfn að stigum ræður markatala hvort liðanna er ofar (og svo skoruð mörk séu lið enn jöfn, og svo skoruð mörk á útivelli, og svo sigrar og útivallarsigrar): St Lið Le S J T MS MÁ MT St Framhald 1 Chelsea 5 5 0 0 21 4 +17 15 Komast í 16-liða úrslit 2 Vitória de Guimarães 5 4 1 0 12 5 +7 13 3 Fiorentina 5 4 0 1 17 6 +11 12 4 Legia Warsaw 5 4 0 1 12 2 +10 12 5 Lugano 5 4 0 1 9 5 +4 12 6 Shamrock Rovers 5 3 2 0 11 4 +7 11 7 Cercle Brugge 5 3 1 1 13 6 +7 10 8 Jagiellonia Białystok 5 3 1 1 10 5 +5 10 9 Rapid Wien 5 3 1 1 8 5 +3 10 Komast í umspil (efri styrkleikaflokkur) 10 APOEL 5 3 1 1 7 4 +3 10 11 Djurgårdens IF 5 3 1 1 8 6 +2 10 12 Pafos 5 3 0 2 9 5 +4 9 13 Gent 5 3 0 2 8 7 +1 9 14 Olimpija Ljubljana 5 3 0 2 7 6 +1 9 15 1. FC Heidenheim 5 3 0 2 6 6 0 9 16 Copenhagen 5 2 2 1 8 6 +2 8 17 Real Betis 5 2 1 2 5 5 0 7 Komast í umspil (neðri styrkleikaflokkur) 18 Panathinaikos 5 2 1 2 6 7 −1 7 19 Víkingur Reykjavík 5 2 1 2 6 7 −1 7 20 Borac Banja Luka 5 2 1 2 4 7 −3 7 21 Omonia 5 2 0 3 7 7 0 6 22 Mladá Boleslav 5 2 0 3 4 6 −2 6 23 Heart of Midlothian 5 2 0 3 4 7 −3 6 24 İstanbul Başakşehir 5 1 2 2 8 11 −3 5 25 Celje 5 1 1 3 10 11 −1 4 26 Molde 5 1 1 3 6 8 −2 4 27 TSC 5 1 1 3 6 10 −4 4 28 Astana 5 1 1 3 3 7 −4 4 29 HJK 5 1 1 3 3 8 −5 4 30 St. Gallen 5 1 1 3 9 17 −8 4 31 Noah 5 1 1 3 3 12 −9 4 32 The New Saints 5 1 0 4 3 7 −4 3 33 Dinamo Minsk 5 1 0 4 4 9 −5 3 34 LASK 5 0 2 3 3 13 −10 2 35 Petrocub Hîncești 5 0 1 4 2 11 −9 1 36 Larne 5 0 0 5 2 12 −10 0 Það sem stuðningsmenn Víkings ættu helst að vonast eftir er til að mynda að Borac og Omonia geri ekki jafntefli í kvöld, því þá komast bæði upp fyrir Víkinga ef þeir tapa, og að Celje, Hearts, Basaksehir, Astana og TSC vinni ekki sína leiki. Hér eru leikirnir sem skipta Víkinga máli, ef Víkingur nær ekki í stig í Austurríki í kvöld: Borac – Omonia: Annað liðið upp fyrir Víking með sigri, bæði ef jafntefli. Molde – Boleslav: Annað liðið upp fyrir Víking en ekki bæði. Celje – The New Saints: Celje þarf sigur til að komast upp fyrir Víking. Hearts – Petrocub: Hearts þarf sigur til að fara upp fyrir Víking, jafntefli nóg ef Víkingur tapar með +3 marka mun. Cercle Brugge – Basaksehir: Basaksehir þarf sigur til að fara upp fyrir Víking. APOEL – Astana: Astana þarf sigur og að minnsta kosti þriggja marka sveiflu í markatölu (t.d. 2-3 sigur Astana og 2-0 tap Víkings), til að fara upp fyrir Víking. Real Betis – HJK: HJK þarf sigur og að minnsta kosti fjögurra marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. Heidenheim – St. Gallen: Gallen þarf sigur og að minnsta kosti sjö marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. TSC – Noah: Annað liðið þarf að vinna til að komast upp fyrir Víking. TSC þarf að minnsta kosti þriggja marka sveiflu en Noah átta marka.
Umspilið Dregið verður í umspil um sæti í 16-liða úrslitum á morgun klukkan 12. Í umspilinu eru átta einvígi þar sem spilað er heima og að heiman. Liðin sem enda í 9.-16. sæti verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður og liðin í 17.-24. sæti í neðri flokknum. Liðunum er skipt enn frekar niður og munu liðin í 9.-10. sæti geta dregist gegn liðum í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti gegn 21.-22. sæti, liðin í 13.-14. sæti gegn 19.-20. sæti, og liðin í 15.-16. sæti gegn 17.-18. sæti.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira