Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 11:07 Útlit er fyrir að desember verði áttundi mánuðurinn í röð sem er undir meðalhita síðustu þrjátíu ára. Sérstaklega voru ágúst og byrjun haustsins markvert kaldara en meðaltalið. Vísir/Vilhelm Allt stefnir nú í að árið sem er að líða verði það svalasta í Reykjavík í tæp þrjátíu ár. Veðurfræðingur segir hitafarið í ár bera mörg einkenni kalds tímabils sem stóð yfir í þrjátíu ár á síðustu öld. Undanfarnir sjö mánuðir hafa allir verið undir þrjátíu ára meðaltali áranna 1991 til 2020 í meðalhita. Það sem af er desember er meðalhitinn tæpri gráðu undir meðallagi. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir lítilla breytinga að vænta fram að áramótum miðað við veðurspár og því verði desember áttundi mánuðurinn í röð undir meðaltalinu. Árshitinn í Reykjavík gæti endað í 4,2 gráðum samkvæmt því sem Einar skrifar í færslu á Facebook. Hann hefur aldrei verið lægri á þessari öld eða allt aftur frá árinu 1995. „Það eru nokkrir dagar eftir en þeir þurfa nú að vera ansi hlýjar til þess að breyta þessari mynd umtalsvert,“ segir Einar í samtali við Vísi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Svipar til fyrra kuldatímabils en aðstæðurnar aðrar Einar segir hitafarið bera mörg einkenni kalds tímabils frá 1965 til 1995 þegar svöl sumur voru nokkuð algeng og áberandi frostakaflar á veturna líkt og nú. Fyrstu ár tímabilsins voru svonefnd hafísár sem stóðu frá 1965 til 1971 sem Einar segir að hafi tengst seltufráviki í sjónum þegar gusa af ferskum sjó kom úr Norður-Íshafi inn í Norður-Atlantshafið. Snögg beygja varð svo í veðurfarinu eftir 1995 og sérstaklega á 21. öldinni. Aðstæður nú eru þó frábrugðnar þeim sem ríktu á þessu kalda tímabili á 20. öldinni, að sögn Einars. Nú séu það frekar afbrigðilegir vindar sem valdi svalara hitafari en kaldur sjór í kringum landið sem einkenndi seinni hluta 20. aldarinnar. Þannig sé nú heldur meira af hafís í kringum Ísland en áður, ekki vegna þess að meira sé um hann á norðurslóðum, þvert á móti, heldur vegna þess að hann rekur hingað frekar vegna þessara afbrigðilegu vinda. Á sama tíma sé ágætur gangur í hlýjum hafstraumum sem hópur loftslagsvísindamanna varaði norræna ráðherra við í haust að gætu stöðvast og gert Ísland óbyggilegt. Rekur Einar vindafarið til kenja í lofthringrás jarðar sem hafa varið allt þetta ár og lengur. Það megi aftur mögulega rekja til aðstæðna í Kyrrahafinu. Veður Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Undanfarnir sjö mánuðir hafa allir verið undir þrjátíu ára meðaltali áranna 1991 til 2020 í meðalhita. Það sem af er desember er meðalhitinn tæpri gráðu undir meðallagi. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir lítilla breytinga að vænta fram að áramótum miðað við veðurspár og því verði desember áttundi mánuðurinn í röð undir meðaltalinu. Árshitinn í Reykjavík gæti endað í 4,2 gráðum samkvæmt því sem Einar skrifar í færslu á Facebook. Hann hefur aldrei verið lægri á þessari öld eða allt aftur frá árinu 1995. „Það eru nokkrir dagar eftir en þeir þurfa nú að vera ansi hlýjar til þess að breyta þessari mynd umtalsvert,“ segir Einar í samtali við Vísi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Svipar til fyrra kuldatímabils en aðstæðurnar aðrar Einar segir hitafarið bera mörg einkenni kalds tímabils frá 1965 til 1995 þegar svöl sumur voru nokkuð algeng og áberandi frostakaflar á veturna líkt og nú. Fyrstu ár tímabilsins voru svonefnd hafísár sem stóðu frá 1965 til 1971 sem Einar segir að hafi tengst seltufráviki í sjónum þegar gusa af ferskum sjó kom úr Norður-Íshafi inn í Norður-Atlantshafið. Snögg beygja varð svo í veðurfarinu eftir 1995 og sérstaklega á 21. öldinni. Aðstæður nú eru þó frábrugðnar þeim sem ríktu á þessu kalda tímabili á 20. öldinni, að sögn Einars. Nú séu það frekar afbrigðilegir vindar sem valdi svalara hitafari en kaldur sjór í kringum landið sem einkenndi seinni hluta 20. aldarinnar. Þannig sé nú heldur meira af hafís í kringum Ísland en áður, ekki vegna þess að meira sé um hann á norðurslóðum, þvert á móti, heldur vegna þess að hann rekur hingað frekar vegna þessara afbrigðilegu vinda. Á sama tíma sé ágætur gangur í hlýjum hafstraumum sem hópur loftslagsvísindamanna varaði norræna ráðherra við í haust að gætu stöðvast og gert Ísland óbyggilegt. Rekur Einar vindafarið til kenja í lofthringrás jarðar sem hafa varið allt þetta ár og lengur. Það megi aftur mögulega rekja til aðstæðna í Kyrrahafinu.
Veður Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira