Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2024 18:20 Jón Trausti Reynisson, Heiða B. Heiðarsdóttir og Reynir Traustason saman á DV fyrir áratug. Vísir/GVA Ólík sjónarmið eru uppi innan hluthafahóps Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út Heimildina um að kaupa Mannlíf. Um sannkallaða fjölskyldusameiningu yrði að ræða en hjónin Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson stýra Heimildinni á meðan Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, ræður ríkjum á Mannlífi. Stjórnarformaður vonar að viðskiptin gangi í gegn fyrir áramót. Óhætt er að segja að um sé að ræða tvo gjörólíka miðla sem myndu þá heyra undir Sameinaða útgáfufélagið. Heimildin, sem varð til við sameiningu Kjarnans og Stundarinnar og kom út á prenti í fyrsta sinn í janúar 2023, hefur einblínt á „rannsóknarblaðamennsku til að veita almenningi aðgengi að óháðum upplýsingum“. Miðillinn kemur út á prenti og samnefndum vef. Mannlíf hefur einblínt á útgáfu á netinu undanfarin ár þar sem áhersla hefur verið á slúður undir liðnum „Orðrómurinn“ auk þess að skrifa fréttir upp úr Facebook-færslum og dánartilkynningum meðfram einstaka bóka- og matarumfjöllun. Eigandi Mannlífs tapar peningum Þá er mikill munur á eignarhaldi miðlanna tveggja. Hátt í 40 hluthafar eru að sameinuðu útgáfufélagi Heimildarinnar. Enginn þeirra fer með meira en 8 prósenta hlut. Hjónin Ingibjörg og Jón Trausti eiga hvort um sig 7,6 prósent eins og Heiða B. Heiðarsdóttir, Jón Ingi Stefánsson og Snæbjörn Björnsson Birnir. Sömu sögu er að segja um þá Reyni Traustason og Höskuld Höskuldsson sem eiga 7,6 prósent hvor. Þeir eru einmitt eigendur Mannlífs með 50 prósenta hlut hvor. Rekstur félaganna gengur misjafnlega vel. Sameinaða útgáfufélagið sem gefur út Heimildina hagnaðist um 11 milljónir króna árið 2023 á meðan Sólartún sem gefur meðal annars út Mannlíf tapaði rúmlega þrjátíu milljónum króna í fyrra. Meirihluti stjórnar spenntur Ljóst er að yfirvofandi kaup eru á viðkvæmu stigi. „Það er eitthvað sem ég get ekkert sagt um,“ sagði Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs og helmingseigandi Sólartúns ehf. í samtali við Vísi um yfirvofandi kaup. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Sameinaða útgáfufélagsins og hluthafi í félaginu, sagðist heldur ekki geta tjáð sig um málið. Hann vísaði á Elínu G. Ragnarsdóttur stjórnarformann félagsins. Elín Guðrún staðfesti í samtali við fréttastofu að viðræður hefðu átt sér stað síðan í vor. Verið væri að skoða leiðir til að vera með auglýsingadrifinn miðil undir hatti Sameinaðs útgáfufélags. „Meirihlutinn í stjórn telur að þetta sé leiðin,“ segir Elín. Stjórnin er skipuð fimm aðilum, þremur upphaflega tengdum Stundinni og tveimur tengdum Kjarnanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er óeining í stjórninni varðandi kaupin á Mannlífi. Elín, Heiða Björk Heiðarsdóttir og Snæbjörn Björnsson Birnir eru fylgjandi kaupum en Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson alfarið á móti. Áratugur liðinn frá átökunum á DV Elín stjórnarformaður áréttar að verði af kaupunum verði Reynir ekki ritstjóri Mannlífs. Þá verði Mannlíf í eigu Sameinaða útgáfufélagsins með gjörbreytta ritstjórnarstefnu frá því sem þekkist á miðlinum nú. Feðgarnir Jón Trausti og Reynir störfuðu lengi saman á DV og Ingibjörg Dögg sömuleiðis. Þau og félagar þeirra á DV stóðu í stórræðum fyrir áratug þegar Björn Leifsson í World Class fékk sig fullsaddan af fjölmiðlaumfjöllun miðilsins. Úr varð yfirtaka á félaginu sem hafði í för með sér ritstjóraskipti og töluverðar breytingar í liði fréttamanna. Svo fór að félagið sem rak DV var úrskurðað gjaldþrota árið 2018. Feðgarnir og Ingibjörg stofnuðu í framhaldinu Stundina. Reynir hætti að skipta sér af Stundinni þremur árum síðar og sagði það ekki vera alveg sinn fjölmiðil þó um flott blað væri að ræða. „Ég er poppaðri en svo,“ sagði Reynir. Sameinaða útgáfufélagið gefur út Heimildina, Vísbendingu og fljótlega mun Mannlíf bætast í flóruna gangi kaupin eftir. „Ég vona að þetta klárist fyrir áramót,“ segir Elín stjórnarformaður. Uppfært klukkan 18:52 með upplýsingum frá Elínu stjórnarformanni Sameinaða útgáfufélagsins þess efnis að Reynis Traustason verði ekki áfram hjá Mannlífi verði af kaupunum. Fjölmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Óhætt er að segja að um sé að ræða tvo gjörólíka miðla sem myndu þá heyra undir Sameinaða útgáfufélagið. Heimildin, sem varð til við sameiningu Kjarnans og Stundarinnar og kom út á prenti í fyrsta sinn í janúar 2023, hefur einblínt á „rannsóknarblaðamennsku til að veita almenningi aðgengi að óháðum upplýsingum“. Miðillinn kemur út á prenti og samnefndum vef. Mannlíf hefur einblínt á útgáfu á netinu undanfarin ár þar sem áhersla hefur verið á slúður undir liðnum „Orðrómurinn“ auk þess að skrifa fréttir upp úr Facebook-færslum og dánartilkynningum meðfram einstaka bóka- og matarumfjöllun. Eigandi Mannlífs tapar peningum Þá er mikill munur á eignarhaldi miðlanna tveggja. Hátt í 40 hluthafar eru að sameinuðu útgáfufélagi Heimildarinnar. Enginn þeirra fer með meira en 8 prósenta hlut. Hjónin Ingibjörg og Jón Trausti eiga hvort um sig 7,6 prósent eins og Heiða B. Heiðarsdóttir, Jón Ingi Stefánsson og Snæbjörn Björnsson Birnir. Sömu sögu er að segja um þá Reyni Traustason og Höskuld Höskuldsson sem eiga 7,6 prósent hvor. Þeir eru einmitt eigendur Mannlífs með 50 prósenta hlut hvor. Rekstur félaganna gengur misjafnlega vel. Sameinaða útgáfufélagið sem gefur út Heimildina hagnaðist um 11 milljónir króna árið 2023 á meðan Sólartún sem gefur meðal annars út Mannlíf tapaði rúmlega þrjátíu milljónum króna í fyrra. Meirihluti stjórnar spenntur Ljóst er að yfirvofandi kaup eru á viðkvæmu stigi. „Það er eitthvað sem ég get ekkert sagt um,“ sagði Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs og helmingseigandi Sólartúns ehf. í samtali við Vísi um yfirvofandi kaup. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Sameinaða útgáfufélagsins og hluthafi í félaginu, sagðist heldur ekki geta tjáð sig um málið. Hann vísaði á Elínu G. Ragnarsdóttur stjórnarformann félagsins. Elín Guðrún staðfesti í samtali við fréttastofu að viðræður hefðu átt sér stað síðan í vor. Verið væri að skoða leiðir til að vera með auglýsingadrifinn miðil undir hatti Sameinaðs útgáfufélags. „Meirihlutinn í stjórn telur að þetta sé leiðin,“ segir Elín. Stjórnin er skipuð fimm aðilum, þremur upphaflega tengdum Stundinni og tveimur tengdum Kjarnanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er óeining í stjórninni varðandi kaupin á Mannlífi. Elín, Heiða Björk Heiðarsdóttir og Snæbjörn Björnsson Birnir eru fylgjandi kaupum en Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson alfarið á móti. Áratugur liðinn frá átökunum á DV Elín stjórnarformaður áréttar að verði af kaupunum verði Reynir ekki ritstjóri Mannlífs. Þá verði Mannlíf í eigu Sameinaða útgáfufélagsins með gjörbreytta ritstjórnarstefnu frá því sem þekkist á miðlinum nú. Feðgarnir Jón Trausti og Reynir störfuðu lengi saman á DV og Ingibjörg Dögg sömuleiðis. Þau og félagar þeirra á DV stóðu í stórræðum fyrir áratug þegar Björn Leifsson í World Class fékk sig fullsaddan af fjölmiðlaumfjöllun miðilsins. Úr varð yfirtaka á félaginu sem hafði í för með sér ritstjóraskipti og töluverðar breytingar í liði fréttamanna. Svo fór að félagið sem rak DV var úrskurðað gjaldþrota árið 2018. Feðgarnir og Ingibjörg stofnuðu í framhaldinu Stundina. Reynir hætti að skipta sér af Stundinni þremur árum síðar og sagði það ekki vera alveg sinn fjölmiðil þó um flott blað væri að ræða. „Ég er poppaðri en svo,“ sagði Reynir. Sameinaða útgáfufélagið gefur út Heimildina, Vísbendingu og fljótlega mun Mannlíf bætast í flóruna gangi kaupin eftir. „Ég vona að þetta klárist fyrir áramót,“ segir Elín stjórnarformaður. Uppfært klukkan 18:52 með upplýsingum frá Elínu stjórnarformanni Sameinaða útgáfufélagsins þess efnis að Reynis Traustason verði ekki áfram hjá Mannlífi verði af kaupunum.
Fjölmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira