Sjötugur en kláraði sjö maraþon í sjö heimsálfum á sjö dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2024 08:32 Mike Rogers segir að allir vinir hans og allir í fjölskyldunni segi hann vera klikkaðan að reyna þetta. KCBD11 Mike Rogers er 71 árs gamall maður frá Texas fylki í Bandaríkjunum en hann er enginn meðalmaður. Í síðasta mánuði kláraði Rogers magnað afrek þegar hann varð sá elsti í sögunni til að klára Great World Race áskorunina. Þetta er áskorunin að klára sjö maraþonhlaup í sjö heimsálfum á sjö dögum. Jú við erum að tala um 42 kílómetra hlaup á hverjum degi í heila viku að viðbættum löngum ferðalögum. Hann hljóp fyrsta maraþonið á Suðurskautslandinu, næsta í Höfðaborg í Suður-Afríku og svo það þriðja í Perth í Ástralíu. Hann var klókur í Istanbul í Tyrklandi því hann hljóð eitt maraþonhlaup Evrópumegin og annað Asíumegin. Síðustu maraþonhlaupin hans voru síðan í Cartagena í Kólumbíu og í Miami í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Þegar Rogers hljóp maraþonhlaupið á Suðurskautslandinu þá var meira en 26 stiga frost en þegar hann hljóp í Kólumbíu var hitastigið meira en 37 gráður. Þarna munar því 63 gráðum. Annað hlaupanna í Istanbul hljóp hann síðan í grenjandi rigningu um miðja nótt. Það er vissulega af mörgu að taka ef ætlunin er að gera meira úr þessu magnaða afreki þessa manns á áttræðisaldri. Það er eitt að detta í hug að reyna þetta á þessum aldri en allt annað að klára dæmið. Rogers segist hafa byrjað að hlaupa til að vinna gegn sykursýki og það hefur tekist auk þess sem hann hefur minnkað blóðþrýstinginn hjá sér og finnur líka minna fyrir astmanu sínu. Ég spái því samt að hann hvíli sig vel og slappi af um jólin. Hér fyrir neðan má sjá meira um afrekið og viðtal við kappann. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JTbV3Vz7I6U">watch on YouTube</a> Frjálsar íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Í síðasta mánuði kláraði Rogers magnað afrek þegar hann varð sá elsti í sögunni til að klára Great World Race áskorunina. Þetta er áskorunin að klára sjö maraþonhlaup í sjö heimsálfum á sjö dögum. Jú við erum að tala um 42 kílómetra hlaup á hverjum degi í heila viku að viðbættum löngum ferðalögum. Hann hljóp fyrsta maraþonið á Suðurskautslandinu, næsta í Höfðaborg í Suður-Afríku og svo það þriðja í Perth í Ástralíu. Hann var klókur í Istanbul í Tyrklandi því hann hljóð eitt maraþonhlaup Evrópumegin og annað Asíumegin. Síðustu maraþonhlaupin hans voru síðan í Cartagena í Kólumbíu og í Miami í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Þegar Rogers hljóp maraþonhlaupið á Suðurskautslandinu þá var meira en 26 stiga frost en þegar hann hljóp í Kólumbíu var hitastigið meira en 37 gráður. Þarna munar því 63 gráðum. Annað hlaupanna í Istanbul hljóp hann síðan í grenjandi rigningu um miðja nótt. Það er vissulega af mörgu að taka ef ætlunin er að gera meira úr þessu magnaða afreki þessa manns á áttræðisaldri. Það er eitt að detta í hug að reyna þetta á þessum aldri en allt annað að klára dæmið. Rogers segist hafa byrjað að hlaupa til að vinna gegn sykursýki og það hefur tekist auk þess sem hann hefur minnkað blóðþrýstinginn hjá sér og finnur líka minna fyrir astmanu sínu. Ég spái því samt að hann hvíli sig vel og slappi af um jólin. Hér fyrir neðan má sjá meira um afrekið og viðtal við kappann. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JTbV3Vz7I6U">watch on YouTube</a>
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira