Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 09:19 Frá fangelsinu á Hólmsheiði. Niðurskurðaraðgerðir eru sagðar ná til allrar Fangelsismálastofnunar. Vísir/Vilhelm Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að niðurskurðaraðgerðir stæðu fyrir dyrum hjá Fangelsismálastofnun vegna áttatíu milljóna króna halla á rekstri hennar. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, staðfestir þetta við Vísi en segir eiginlega uppsagnir ekki á dagskránni. Þess í stað fái starfsmenn með stutta ráðningarsamninga ekki ráðningu áfram. Hann ætlar að kynna starfsfólki aðgerðirnar á fundi klukkan 15:00 í dag en þær ná til allrar stofnunarinnar. Fangelsismálastofnun glími við rekstrarhalla sem hafi komið í ljós við rekstraráætlunargerð. Þótt framlög til stofnunar hafi ekki verið skorin niður í fjárlögum næsta árs segir Birgir ekki borð fyrir báru nema að skorið verði niður. „Á þessu ári erum við að glíma við það að við munum væntanlega skila tapi upp á einhverja tugi milljóna króna. Við erum náttúrulega fyrst og fremst að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri var áður lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.Stöð 2 Hann vísar til hækkana á ýmsum kostnaði auk launa og að bregðast þurfi við ýmsu öðru í rekstrinum en mannahaldi sem ekki geti beðið lengur. „Það hefur náttúrulega verið skorið inn að beini í þessari starfsemi í mörg, mörg ár og við erum komin algerlega að þolmörkum. Innviðirnir í stofnuninni eru bara verulega veikburða,“ segir Birgir. Sérstaklega bendir hann á að stytting vinnuviku opinberra starfsmanna hafi aldrei verið fullfjármögnuð. Stöðugildum hjá Fangelsismálastofnun hafi fjölgað um nokkra tugi við þá breytingu. „Við höfum kannski bara ekki náð jafnvægi í því,“ segir Birgir. Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. 29. nóvember 2024 07:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að niðurskurðaraðgerðir stæðu fyrir dyrum hjá Fangelsismálastofnun vegna áttatíu milljóna króna halla á rekstri hennar. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, staðfestir þetta við Vísi en segir eiginlega uppsagnir ekki á dagskránni. Þess í stað fái starfsmenn með stutta ráðningarsamninga ekki ráðningu áfram. Hann ætlar að kynna starfsfólki aðgerðirnar á fundi klukkan 15:00 í dag en þær ná til allrar stofnunarinnar. Fangelsismálastofnun glími við rekstrarhalla sem hafi komið í ljós við rekstraráætlunargerð. Þótt framlög til stofnunar hafi ekki verið skorin niður í fjárlögum næsta árs segir Birgir ekki borð fyrir báru nema að skorið verði niður. „Á þessu ári erum við að glíma við það að við munum væntanlega skila tapi upp á einhverja tugi milljóna króna. Við erum náttúrulega fyrst og fremst að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri var áður lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.Stöð 2 Hann vísar til hækkana á ýmsum kostnaði auk launa og að bregðast þurfi við ýmsu öðru í rekstrinum en mannahaldi sem ekki geti beðið lengur. „Það hefur náttúrulega verið skorið inn að beini í þessari starfsemi í mörg, mörg ár og við erum komin algerlega að þolmörkum. Innviðirnir í stofnuninni eru bara verulega veikburða,“ segir Birgir. Sérstaklega bendir hann á að stytting vinnuviku opinberra starfsmanna hafi aldrei verið fullfjármögnuð. Stöðugildum hjá Fangelsismálastofnun hafi fjölgað um nokkra tugi við þá breytingu. „Við höfum kannski bara ekki náð jafnvægi í því,“ segir Birgir.
Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. 29. nóvember 2024 07:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. 29. nóvember 2024 07:00