Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2024 11:21 Rannsakendur að störfum þar sem sprengjan sprakk. AP Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. Hann hafði áður verið beittur refsiaðgerðum af Bretum vegna notkunar efnavopna í Úkraínu. Igor Kirillov, sem fór fyrir þeirri deild hersins sem sér um varnir gegn geislamengunar og efnahernaðar, og aðstoðarmaður hans dóu þegar sprengja sprakk fyrir utan fjölbýlishús í Moskvu í morgun. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í rafhlaupahjóli fyrir utan bygginguna og sprakk hún þegar Kirillov og aðstoðarmaðurinn komu út. Sjá einnig: Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Í samtali við Wall Street Journal segja úkraínskir embættismenn að um leynilega aðgerð SBU hafi verið að ræða. Aðrir heimildarmenn Reuters í Kænugarði segja það sama og þar á meðal heimildarmaður innan SBU. Myndband af morðinu hefur verið birt á netinu. Sjá má það hér að neðan en vert er að vara við því að það getur vakið óhug. Rafhlaupahjólið sem talið er að sprengju hafi verið komið fyrir í sést við hlið dyranna sem mennirnir koma út um. NEW: Video footage shared with @FT shows the assassination of Lt. Gen. Igor Kirillov and his assistant in Moscow this morning. Story here with @maxseddon https://t.co/UJ69DcJ3lr pic.twitter.com/OdQyO9JEN4— Christopher Miller (@ChristopherJM) December 17, 2024 Kirillov er æðsti foringinn í rússneska hernum sem Úkraínumenn ráða af dögum hingað til og þykir líklegt að morðið muni leiða til breytinga á öryggisgæslu annarra háttsettra herforingja. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hafa nokkrir háttsettir menn innan rússneska hernum dáið í líklegum banatilræðum. Þar á meðal eru háttsettur eldflaugavísindamaður, fyrrverandi þingmaður, skipstjóri kafbáts og hafa Úkraínumenn einnig verið sakaðir um að bera ábyrgð á dauða Daríu Dugina, dóttur Alexander Dugin, alræmds rússnesks þjóðernissinna. TASS segir talið að sprengiefni sem samsvari um þrjú hundruð grömmum af TNT hafi verið notað í sprengjuna sem banaði herforingjanum. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir morðið rannsakað sem hryðjuverk og að rannsakendur hafi fundið brot úr sprengjunni sem notuð var til að bana herforingjanum og aðstoðarmanni hans. Rannsakendur eru sagðir leita vísbendinga í upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu. Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hann hafði áður verið beittur refsiaðgerðum af Bretum vegna notkunar efnavopna í Úkraínu. Igor Kirillov, sem fór fyrir þeirri deild hersins sem sér um varnir gegn geislamengunar og efnahernaðar, og aðstoðarmaður hans dóu þegar sprengja sprakk fyrir utan fjölbýlishús í Moskvu í morgun. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í rafhlaupahjóli fyrir utan bygginguna og sprakk hún þegar Kirillov og aðstoðarmaðurinn komu út. Sjá einnig: Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Í samtali við Wall Street Journal segja úkraínskir embættismenn að um leynilega aðgerð SBU hafi verið að ræða. Aðrir heimildarmenn Reuters í Kænugarði segja það sama og þar á meðal heimildarmaður innan SBU. Myndband af morðinu hefur verið birt á netinu. Sjá má það hér að neðan en vert er að vara við því að það getur vakið óhug. Rafhlaupahjólið sem talið er að sprengju hafi verið komið fyrir í sést við hlið dyranna sem mennirnir koma út um. NEW: Video footage shared with @FT shows the assassination of Lt. Gen. Igor Kirillov and his assistant in Moscow this morning. Story here with @maxseddon https://t.co/UJ69DcJ3lr pic.twitter.com/OdQyO9JEN4— Christopher Miller (@ChristopherJM) December 17, 2024 Kirillov er æðsti foringinn í rússneska hernum sem Úkraínumenn ráða af dögum hingað til og þykir líklegt að morðið muni leiða til breytinga á öryggisgæslu annarra háttsettra herforingja. Frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu hafa nokkrir háttsettir menn innan rússneska hernum dáið í líklegum banatilræðum. Þar á meðal eru háttsettur eldflaugavísindamaður, fyrrverandi þingmaður, skipstjóri kafbáts og hafa Úkraínumenn einnig verið sakaðir um að bera ábyrgð á dauða Daríu Dugina, dóttur Alexander Dugin, alræmds rússnesks þjóðernissinna. TASS segir talið að sprengiefni sem samsvari um þrjú hundruð grömmum af TNT hafi verið notað í sprengjuna sem banaði herforingjanum. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir morðið rannsakað sem hryðjuverk og að rannsakendur hafi fundið brot úr sprengjunni sem notuð var til að bana herforingjanum og aðstoðarmanni hans. Rannsakendur eru sagðir leita vísbendinga í upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu.
Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira